Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 1

Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 500017. desember 2005 — 341. tölublað — 5. árgangur ������� ������ ������������������������������������������ �� ����������������������������������� ���������� ����������� ����������������������� JólaKubbur2FrBl 11/30/05, 5:37 PM1 7 DAGAR TIL JÓLA Ískaldur Léttur öllari ROYAL Konunglegur! EYÞÓR GUÐJÓNSSON Kynnti hryllingsmyndina Hostel í Los Angeles Færði Tarantino ljósmynda- og fræðibækur um Ísland FÓLK 70 VEÐRIÐ Í DAG Frískleg herratíska Strákarnir mega ekki fara í jólaköttinn. Grár og svartur eru mest áberandi litirnir þessi misserin. TÍSKA 50 Fagnar fæðingu sólar Hilmar Örn Hilmarson allsherjargoði hlakkar ekki síður til jóla- haldsins en annarra, enda eru ásatrúar- menn veisluglatt fólk upp til hópa. FÓLK 28 Er hægt að stela jólunum? Það er hæpið að fullyrða að það sé hægt að stela jólunum frá kristnum í ljósi þess að þau eru ekki sérlega kristin hátíð, segir Sverrir Jakobsson. Í DAG 12 SNJÓKOMA NÚ Í morgunsárið um sunnan- og vestanvert landið en síðar rigning. Hætt við snjókomu norðaustan til síðdegis eða í kvöld. Hlýnandi veður eftir því sem líður á daginn og nóttina. VEÐUR 4 Barcelona og Chelsea mætast aftur Eiður Smári Guðjohsen segir það vera fínt að mæta Barcelona á þessum tíma- punkti í Meistaradeildinni en liðin drógust saman í 16-liða úrslitum í gær, annað árið í röð. ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra sagði í ræðu á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í gær að Ísland væri nú reiðubúið að lækka verulega tolla og framleiðslustuðning innan- lands að því tilskyldu að jafnvægi í skuldbindingum yrði viðunandi. Geir sagði ljóst að aðlaga þyrfti rekstrarumhverfi íslensks land- búnaðar að slíkum nýjum skuld- bindingum og breytingarnar yrði að gera með varkárni. Yfirlýsing Geirs kemur í kjöl- far norrænnar matvöruskýrslu, sem Samkeppniseftirlitið hefur kynnt, en þar kemur fram að mat- vöruverð á Íslandi er liðlega fjöru- tíu prósentum hærra en almennt gerist í löndum Evrópusambands- ins. Hátt matvöruverð er ekki síst rakið til verndartolla og dýrra inn- lendra landbúnaðarafurða. „Við höfum veitt landbúnaðin- um vernd sem hefur áhrif á verðið og ekki er hægt að útiloka að sam- þjöppun eða skortur á samkeppni hafi ekki áhrif á verðið. Þeir sem ráða þar ríkjum yrðu beinlínis að vera englar ef áhrifin ættu engin að vera,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Á fundi Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar eru ræddir möguleikar til lækkunar á aðflutningsgjöld- um, ekki aðeins á matvöru held- ur einnig öðrum vöruflokkum. Fjármálaráðherra segir samninga flókna og snúi að möguleikum þjóða til þess að styðja landbúnað. „Af þeim sökum er óskynsamlegt að fara út í slíkar aðgerðir ein- hliða. Við verðum að fara varlega í þeim efnum,“ segir Árni. Um neysluskatta segir Árni að ef þeirra tekna yrði aflað á annan hátt fyrir ríkissjóð kæmu þeir ekki fram í vöruverðinu heldur í hærri sköttum að öðru leyti. „Við komum vel út úr samanburði við hin Norð- urlöndin í þessu efni. Ríkið tekur minna til sín hér en þar. Til þess að fá heildarmynd af lífskjörum þurfum við að skoða þetta í víðara samhengi en aðeins matvöruverð- ið. Við höfum valið að innheimta þetta stóran hluta af tekjum rík- issjóðs sem neysluskatta. Skattar hafa verið lækkaðir og verða lækk- aðir frekar samkvæmt áætlunum í stjórnarsáttmálanum. Aðrar og nýjar ákvarðanir hafa ekki verið teknar,“ segir fjármálaráðherra. Sjá síðu 6 / johannh@frettabladid.is Stjórnvöld boða niður- skurð landbúnaðarstyrkja Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að lækka tolla og framleiðslustuðning við inn- lendan landbúnað verulega en hann verði að fá tíma til aðlögunar. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir neysluskatta hækka vöruverð en yrðu þeir lækkaðir verulega kæmi það fram í öðrum sköttum. SAMFÉLAGSMÁL Sævar Arnfjörð, sem búið hefur í tjaldi í Öskju- hlíð frá því í ágúst, vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann vaknaði við það að Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, var kom- inn að hitta hann. Sigursteinn hafði frumkvæði að því að Sævari var fundið herbergi á gistihúsi og hefur Öryrkjabandalagið greitt fyrir gistingu hans næstu daga. Einnig hefur Sævar fyllt út nýja umsókn hjá Öryrkjabandalag- inu og verður nú unnið að fram- tíðarlausn á hans málum í snatri að sögn Sigursteins. Formaðurinn sagði jafn- framt að borgaryfirvöld bæru lögformlega ábyrgð á því að fólk byggi ekki við þær aðstæð- ur sem Sævar hefur búið við síðustu mánuði. „Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að bæta okkar þjónustu við utangarðsfólk og auðvitað þarf þessi maður ekk- ert að gista í tjaldi. Það er til dæmis ekki fullt á gistiskýlinu í Þingholtunum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður vel- ferðarráðs Reykjavíkurborgar. Fjöldi manns hafði samband við Fréttablaðið í gær og vildi fólk koma því á framfæri að það væru reiðubúið til að borga gistingu fyrir Sævar um jólin. Sjá síðu 2 / - jse Formaður Öryrkjabandalagsins heimsótti Sævar Arnfjörð tjaldbúa í Öskjuhlíð: Útilegumaðurinn fær gistingu SÆVAR ARNFJÖRÐ OG SIGURSTEINN MÁSSON Sævar og Sigursteinn, formaður Öryrkjabandalagsins, ræddu málin í gærmorgun í rjóðrinu í Öskjuhlíð þar sem tjaldið hans Sævars stendur. Fréttablaðið/Heiða BAGDAD, AP Íraskir hermenn náðu Abu Musab al-Zarqawi, sem sagð- ur er höfuðsmaður al-Kaída í Írak, á sitt vald í borginni Fall- ujah á síðasta ári en létu hann svo lausan þar sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hver hann var. Þessu lýsti Hussein Kamal, aðstoðarinnanrík- isráðherra Íraks, yfir í gær. Í kjölfar umsátursins um Fall- ujah í nóvember 2004 var fjöldi uppreisnarmanna handtekinn en mörgum þeirra var sleppt eftir yfirheyrslur og hefur al-Zarqawi að líkindum verið í þeim hópi. Bandarískir embættismenn geta ekki staðfest yfirlýsingu. ■ Abu Musab al-Zarqawi: Sleppt úr haldi fyrir mistök ABU MUSAB AL-ZARQAWI BRYNHILDUR BÁRÐARDÓTTIR Konukot opið öll jólin bílar • ferðir • tíska • jól Í MIÐJU BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.