Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 10

Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 10
Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 SKIPT_um væntingar F í t o n / S Í A Almera Ver› 1.790.000,- Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, sóllúga, álfelgur og spoiler. ALMERA NISSAN fiÆGINDI OFAR ÖLLU Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is 17. desember 2005 LAUGARDAGUR Bókabröns á aðventunni Sögulegur Jóladiskur: Gæsasúpa Fennelgrafinn lax á toast melba Hreindýrapate með bláberjagljáa Túnfisk tartar með wasabi Parmaskinka með rucula Verð 1.850 kr. Taktu þér tíma í notalega aðventustund þar sem helstu rithöfundar þjóðarinnar lesa fyrir þig úr bókmenntaperlum jólanna meðan þú kitlar bragðlaukana með gómsætum réttum á Apótekinu. Dagskráin hefst í dag klukkan 14.00. Þórarinn Eldjárn les upp úr ljóðabók sinni Hættir og mörk, Marta María Jónasdóttir og Þóra Sigurðardóttir lesa úr Djöflatertunni. GROSNÍ Þingmenn í héraðinu fóru fram á það við stjórnvöld í Kreml í vikunni að nafni borgarinnar yrði breytt í Akhmad-Kala í höfuðið á Akhmad Kadyrov, sem ráðinn var af dögum á sínum tíma. Þeir telja nafn Grosní of tengt stríðsátökunum sem geisað hafa í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MOSKVA, AP Ríkissaksóknari í Tsjetsjeníu hefur hafið rannsókn á ástæðum þess að geislavirk efni lágu á glámbekk í verksmiðju í höfuðstaðnum Grosní. Geislunin í verksmiðjunni er tugþúsundfalt yfir hættumörkum. Embættismenn segja að „hrika- leg geislavirkni“ eigi uppruna sinn í Efnaverksmiðju Grosní- borgar, sem er fyrirtæki í eigu olíufélags sjálfstjórnarhéraðsins. Hágeislavirk efni eru sögð liggja þar út allt eins og hráviði og hafa sérfræðingar sérstakar áhyggjur af kóbalt-60 samsætum sem eru mjög hættulegar. Í einni geymslu verksmiðjunnar var geislunin 58.000 sinnum yfir tilskildum hættumörkum, en til samanburð- ar má geta þess að geislavirknin í námunda Tsjernobyl-versins var einungis tvöfalt meiri eftir kjarnorkuslysið þar árið 1986. Vladimir Slivjak, talsmaður rússneskra umhverfissamtaka, segir íbúa í námunda verksmiðj- unnar vera í stórhættu því þeir sem verði fyrir slíkri geislun, þó ekki nema í nokkrar mínútur, geti orðið fyrir miklu heilsutjóni og jafnvel beðið bana. Eins er ótt- ast að hryðjuverkamenn komist yfir efnin og noti þau í svonefnda drullusprengju en þá er geislavirk- um efnum dreift yfir stórt svæði með hefðbundnu sprengiefni þannig að geislun hlýst af. - shg Kjarnorkuslys í uppsiglingu í höfuðborg Tsjetsjeníu: Geislunin langt yfir mörkum SPÁNN, AP Frönsk yfirvöld hafa framselt Francisco Xabier Garcia Gaztelu, fyrrverandi yfirmann í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, til Spánar en Gaztelu er gefið að sök að hafa myrt þingmann frá Ermua í hinum baskneska hluta Spánar árið 1997. Gaztelu kom til Madrídar í fyrradag en neitaði að tjá sig við dómara. Hann verður vistaður í fangelsi þar til réttarhöld hefjast í máli hans. Aðskilnaðarsamtök Baska eru sögð bera ábyrgð á yfir 800 morðum síðan barátta sam- takanna fyrir sjálfstæði Baska- héraða Spánar hófst árið 1968. ■ Fyrrum yfirmaður ETA: Framseldur til Spánar Í JÁRNUM Gaztelu er meðal annars gefið að sök að hafa staðið að morði á spænskum þingmanni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.