Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 10
Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 SKIPT_um væntingar F í t o n / S Í A Almera Ver› 1.790.000,- Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, sóllúga, álfelgur og spoiler. ALMERA NISSAN fiÆGINDI OFAR ÖLLU Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is 17. desember 2005 LAUGARDAGUR Bókabröns á aðventunni Sögulegur Jóladiskur: Gæsasúpa Fennelgrafinn lax á toast melba Hreindýrapate með bláberjagljáa Túnfisk tartar með wasabi Parmaskinka með rucula Verð 1.850 kr. Taktu þér tíma í notalega aðventustund þar sem helstu rithöfundar þjóðarinnar lesa fyrir þig úr bókmenntaperlum jólanna meðan þú kitlar bragðlaukana með gómsætum réttum á Apótekinu. Dagskráin hefst í dag klukkan 14.00. Þórarinn Eldjárn les upp úr ljóðabók sinni Hættir og mörk, Marta María Jónasdóttir og Þóra Sigurðardóttir lesa úr Djöflatertunni. GROSNÍ Þingmenn í héraðinu fóru fram á það við stjórnvöld í Kreml í vikunni að nafni borgarinnar yrði breytt í Akhmad-Kala í höfuðið á Akhmad Kadyrov, sem ráðinn var af dögum á sínum tíma. Þeir telja nafn Grosní of tengt stríðsátökunum sem geisað hafa í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MOSKVA, AP Ríkissaksóknari í Tsjetsjeníu hefur hafið rannsókn á ástæðum þess að geislavirk efni lágu á glámbekk í verksmiðju í höfuðstaðnum Grosní. Geislunin í verksmiðjunni er tugþúsundfalt yfir hættumörkum. Embættismenn segja að „hrika- leg geislavirkni“ eigi uppruna sinn í Efnaverksmiðju Grosní- borgar, sem er fyrirtæki í eigu olíufélags sjálfstjórnarhéraðsins. Hágeislavirk efni eru sögð liggja þar út allt eins og hráviði og hafa sérfræðingar sérstakar áhyggjur af kóbalt-60 samsætum sem eru mjög hættulegar. Í einni geymslu verksmiðjunnar var geislunin 58.000 sinnum yfir tilskildum hættumörkum, en til samanburð- ar má geta þess að geislavirknin í námunda Tsjernobyl-versins var einungis tvöfalt meiri eftir kjarnorkuslysið þar árið 1986. Vladimir Slivjak, talsmaður rússneskra umhverfissamtaka, segir íbúa í námunda verksmiðj- unnar vera í stórhættu því þeir sem verði fyrir slíkri geislun, þó ekki nema í nokkrar mínútur, geti orðið fyrir miklu heilsutjóni og jafnvel beðið bana. Eins er ótt- ast að hryðjuverkamenn komist yfir efnin og noti þau í svonefnda drullusprengju en þá er geislavirk- um efnum dreift yfir stórt svæði með hefðbundnu sprengiefni þannig að geislun hlýst af. - shg Kjarnorkuslys í uppsiglingu í höfuðborg Tsjetsjeníu: Geislunin langt yfir mörkum SPÁNN, AP Frönsk yfirvöld hafa framselt Francisco Xabier Garcia Gaztelu, fyrrverandi yfirmann í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, til Spánar en Gaztelu er gefið að sök að hafa myrt þingmann frá Ermua í hinum baskneska hluta Spánar árið 1997. Gaztelu kom til Madrídar í fyrradag en neitaði að tjá sig við dómara. Hann verður vistaður í fangelsi þar til réttarhöld hefjast í máli hans. Aðskilnaðarsamtök Baska eru sögð bera ábyrgð á yfir 800 morðum síðan barátta sam- takanna fyrir sjálfstæði Baska- héraða Spánar hófst árið 1968. ■ Fyrrum yfirmaður ETA: Framseldur til Spánar Í JÁRNUM Gaztelu er meðal annars gefið að sök að hafa staðið að morði á spænskum þingmanni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.