Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 6
6 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
ÚKRAÍNA, AP Orkumálaráðherra
Úkraínu sagði í gær að bráða-
birgðasamkomulag hefði náðst í
deilu við rússneska jarðgas-einok-
unarfyrirtækið Gazprom um verð
á gasi til Úkraínu. Talsmaður Gaz-
prom þvertók hins vegar fyrir að
nokkurt slíkt samkomulag hefði
verið gert. Fyrirtækið hefur hótað
að skrúfa fyrir alla sölu á gasi til
Úkraínu um áramótin nema Úkr-
aínumenn greiði fullt heimsmark-
aðsverð fyrir það. Fram til þessa
hafa Úkraínumenn notið svipaðra
kjara í viðskiptum við Gazprom
og Rússar sjálfir. Gazprom sér
Úkraínumönnum fyrir um þriðj-
ungi alls gass sem þeir nota.
Deilan um gasverðið endur-
speglar versnandi samskipti
grannríkjanna tveggja frá því
Viktor Jústsjenkó komst til valda
í Kíev í „appelsínugulu bylting-
unni“ fyrir rúmu ári, en hann
hefur síðan sett stefnuna á aðild
að Evrópusambandinu og Atlants-
hafsbandalaginu.
Deilan hefur valdið áhyggjum
víða um Evrópu þar sem um helm-
ingur af öllu jarðgasi sem notað er
í aðildarríkjum Evrópusambands-
ins kemur frá Gazprom um gas-
leiðslur sem liggja um Úkraínu.
Úkraínski forsætisráðherrann
Júrí Jekhanurov lýsti því yfir í
gær að úkraínsk yfirvöld áskildu
sér rétt til að taka til eigin þarfa
fimmtán prósent af því gasi sem
sent er vestur í gegn um landið,
sem flutningsgjald.
Talsmenn Gazprom halda því
fram að verðhækkunin til Úkraínu
og annarra fyrrverandi Sovétlýð-
velda sé þáttur í að færa rekstur
fyrirtækisins til markaðsum-
hverfis nútímans. Núverandi ráða-
menn í Kíev eru hins vegar ekki
í vafa um að hin boðaða hækkun
úr 50 dollurum á 1000 rúmmetra
í 220-230 dollara sé hugsuð sem
refsing fyrir að vilja losna undan
pólitísku forræði Moskvu.
Annað útspil úkraínskra yfir-
valda í deilunni er hótun um að
hækka verulega leigugjald það
sem rússneski Svartahafsflotinn
greiðir fyrir afnot af hafnarað-
stöðu í Sevastopol á Krímskaga.
Rússneski varnarmálaráðherr-
ann Sergei Ívanov varaði Úkraínu-
stjórn við slíkri ráðstöfun. Sagði
hann hana geta haft „grafalvar-
legar afleiðingar“. ■
Gassala Rússa til
Úkraínu í uppnámi
Fyrirtækið Gazprom í Rússlandi hefur hótað að skrúfa fyrir alla sölu á jarð-
gasi til Úkraínu fallist Úkraínumenn ekki á að greiða fullt heimsmarkaðsverð.
Ráðamenn í Kíev telja þetta vera pólitískar refsiaðgerðir og hóta mótaðgerðum.
VERÐHÆKKUN MÓTMÆLT Kíevbúar mótmæla fyrirhugaðri verðhækkun á gasi frá Rússlandi fyrir utan rússneska sendiráðið í úkraínsku
höfuðborginni í gær. Á borðanum stendur: „Gas-kúgun mun ekki virka.“ MYND/AP
KJÖRKASSINN
Borðaðir þú rjúpur um jólin?
Já 18%
Nei 82%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að taka sérstakt gjald fyrir að
aka á nagladekkjum í Reykjavík?
Eldur í þvottavél Eldur kom upp í
þvottavél í íbúð í Hafnarfirði um miðjan
gærdag. Slökkvilið var kallað út en búið
var að ráða niðurlögum eldsins þegar
það kom á staðinn. Reykræsta þurfti
íbúðina.
SLÖKKVILIÐ
HJÁLPARSTARF Alþjóða Rauði kross-
inn hefur gefið út endurskoðaða
aðgerðaáætlun til að aðstoða fórn-
arlömb flóðanna við Indlandshaf á
annan í jólum í fyrra sem urðu að
minnsta kosti 227.000 manns að
bana. Yfir 2,2 milljónir manna urðu
á einhvern hátt fyrir flóðunum,
sem orsökuðust af miklum neðan-
sjávarskjálfta við Indónesíu.
Rauði krossinn hefur gefið út
fimm ára áætlun sem gerir ráð
fyrir að jafnvirði 100 milljarða
íslenskra króna verði sett í hjálpar-
starf vegna flóðanna, þar sem yfir
helmingur á að fara í endurupp-
byggingu á húsnæði og lífsviður-
væri fólks. „Áætlun þessi er unnin
eftir ráðleggingum stjórnvalda í
viðkomandi löndum, Sameinuðu
þjóðanna og síðast en ekki síst
þeirra samfélaga sem urðu fyrir
barðinu á flóðunum,“ segir á vef
Rauða krossins hér. - óká
Hamfarirnar í desember í fyrra:
Aðgerðaáætlun
endurskoðuð
ATVINNUMÁL „Ég tel að það sé hluti
af eftirlitshlutverki ráðuneytis
gagnvart þeim stofnunum sem
undir það heyra að það bregðist
við rökstuddum kvörtunum eins og
þessum,“ segir Ragnar Hall hæsta-
réttarlögmaður um erindi sem tvö
stéttarfélög hafa sent umhverfis-
ráðuneytinu vegna þeirrar stöðu
sem uppi hefur verið hjá Landmæl-
ingum Íslands.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá voru tveir sálfræðingar
fengnir til að gera úttekt á sam-
skiptum yfirmanna og undirmanna
Landmælinga. Tvö stéttarfélög,
Félag íslenskra náttúrufræðinga
og Útgarður, stóðu að framkvæmd
úttektarinnar í kjölfar þess að sjö
manns hættu hjá stofnuninni. Nið-
urstöður úttektarinnar voru meðal
annars þær að hluti starfsmanna
teldi sig hafa orðið að þola einelti að
hálfu yfirmanna. Þegar þær lágu
fyrir sendu stéttarfélögin erindi
til umhverfisráðuneytisins, sem
nú hefur svarað. Telur ráðuneytið
sig ekki geta hlutast til um málefni
þeirra starfsmanna sem hættir séu
hjá stofnuninni, til að mynda um
öflun meðmæla frá henni þeim til
handa. - jss
Hæstaréttarlögmaður um stöðuna hjá Landmælingum ríkisins:
Ráðuneyti ber að grípa inn í
LANDMÆLINGAR Mikill kurr hefur verið
meðal starfsfólks Landmælinga Íslands
á undanförnum misserum. Meðfylgjandi
mynd tengist ekki efni fréttarinnar.
BEIRÚT, AP Líbönsk yfirvöld hafa
Sýrlending í haldi sem grunaður er
um að hafa lagt á ráðin um morðið
á Gibran Tueni, þingmanni og rit-
stjóra, fyrr í þessum mánuði. Símtöl
úr farsíma mannsins fyrir og eftir
bílsprengjuárásina renna stoðum
undir grun um aðild hans að málinu.
Tueni var í hópi líbanskra stjórn-
málamanna sem gagnrýnt hafa sýr-
lensk stjórnvöld og uppskorið bana-
tilræði fyrir vikið. Fjórtán slík
tilræði hafa verið framin á árinu,
hið alvarlegasta í febrúar þegar
Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, var ráðinn af dögum. ■
Morðið á Gibran Tueni:
Sýrlendingur
handtekinn
ELDSVOÐI Eldur kom upp í metan-
gasbíl sem var á ferð eftir Miklu-
brautinni í Reykjavík gær.
Bíllinn er annar metangasbíll-
inn sem brennur á nokkrum mán-
uðum og eru þeir báðir af gerðinni
Citroën Berlingo.
Brimborg er umboðsaðili Citro-
ën og er Agli Jóhannssyni, fram-
kvæmdastjóra Brimborgar, ekki
kunnugt um að vandamál hafi
komið upp annars staðar vegna
þessarar tegundar. Eftir að fyrri
bíllinn brann komu þrír sérfræð-
ingar á vegum framleiðandans til
landsins og rannsökuðu bílinn en
niðurstöður hafa ekki enn borist
Brimborg. Þó er talið að kviknað
hafi í út frá rafkerfi og því telur
Egill alls óvíst að brunarnir tveir
tengist því á nokkurn hátt að bíl-
arnir eru metanbílar.
Þessir tveir brunar eru þeir
einu sem fyrirtækinu hefur borist
fregnir af, en að sögn Egils eru um
áttatíu til hundrað bílar af þessari
tegund seldir árlega.
Um fimmtíu metangasbifreið-
ar eru í umferð á Íslandi, þar af
um tuttugu af Citroën-gerð.
- æþe
Eldur kom upp í metangasbíl í annað skipti á stuttum tíma:
Annar Citroën-bíllinn sem brennur
SLÖKKVILIÐ AÐ STÖRFUM Vel gekk
að slökkva eldinn og ekkert hættu-
ástand skapaðist.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM