Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 8
8 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
KJARAMÁL „Mér finnst það nokkuð
ósanngjarnt að miða við árið 1988
því þá var breytt yfir í staðgreiðslu-
kerfi og fyrstu tvö árin eftir það
lækkaði frítekjumarkið vegna verð-
bólgu,“ segir Pétur Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins. Þar
svarar hann ummælum forsvars-
manna Landssambands eldri borg-
ara sem sögðu hann fara með fleipur
þegar hann sagði að skattbyrði hefði
hækkað vegna þess að laun hefðu
hækkað miðað við verðlag.
„Þeir fá heppilega niðurstöðu
með þessum samanburði. En það
væri því réttara að miða við árið
1991 þegar ríkisstjórn Davíðs Odd-
sonar tók við, sem eðlilegra er að ég
svari fyrir. Enda er samanburður-
inn ekki jafn krassandi þá. Svo ber
einnig að geta þess að greiðslur úr
lífeyrissjóðum, sem eru um þriðj-
ungur af greiðslum til öryrkja og
eldri borgara, hækka í samræmi við
verðlag en alls ekki í takt við laun
sem hafa hækkað langt umfram
verðlag síðustu tíu ár. Þetta tel ég að
sé viss vandi, sem erfitt sé að eiga
við og kemur niður á þessum hópum
en sjálfsagt er að leita lausna á,“
segir Pétur.
Hann segir enn fremur að frá
1995 hafi laun hækkað um rúm
fjörutíu prósent og því hafi skatt-
byrðin þyngst en launþegar beri þó
meira úr býtum. - jse
Pétur Blöndal svarar forsvarsmönnum Landssambands eldri borgara:
Ósanngjarn samanburður
PÉTUR BLÖNDAL Segir Landssamband eldri
borgara seilast langt til að ná í hagstæðan
samanburð þegar það miði við árið 1988.
VEISTU SVARIÐ
1 Hvaða brasilíski knattspyrnumaður var nýlega keyptur til Real Madrid?
2 Hverjir gefa kost á sér í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík?
3 Hvað heitir forseti Póllands?
Svörin eru á blaðsíðu 46.
SKATTABREYTINGAR Skattar lækka
um áramótin og sumir skattar eru
jafnvel felldir niður. Staðgreiðslu-
hlutfallið lækkar um rúmlega eitt
prósent tekjuárið 2006, eignar-
skattur verður felldur niður og
persónuafsláttur hækkar.
Hátekjuskattur verður lagður
á í síðasta skipti á næsta ári vegna
tekna árið 2005 til leiðréttingar
og lækkar hann úr fjórum pró-
sentum í tvö prósentustig vegna
tekna 2005. Skattgreiðendur hafa
þegar greitt hátekjuskattinn að
hluta til fyrir fram svo að næsta
sumar kemur leiðrétting til fram-
kvæmda vegna skattgreiðslna
fyrir tekjur ársins 2005.
Staðgreiðsluhlutfall lands-
manna fer úr 37,73 prósentum í
36,72 prósent á næsta ári. Inni í
því er lækkun útsvarshlutfallsins
um 0,01 prósent. Eignarskattur-
inn verður lagður á í síðasta skipti
á næsta ári vegna ársins 2005.
Aðeins fimmtán prósent þeirra
tekjuhæstu hafa greitt hátekju-
skattinn en hann er greiddur
af tekjum einstaklings umfram
tæpar 4,2 milljónir á ári og tæp-
lega 8,4 milljónir árstekjur hjóna.
Persónuafsláttur hækkar um
2,5 prósent. Við staðgreiðslu
skatta á árinu 2006 verður per-
sónuafslátturinn 348.343 krónur
á ári, eða 29.029 á mánuði, en var
áður 339.846 krónur yfir árið, eða
28.320 krónur á mánuði.
Indriði H. Þorláksson ríkis-
skattstjóri segir að gert sé ráð
fyrir því að skattbreytingarnar
þýði um átján milljarða króna
tekjuskerðingu fyrir ríkissjóð en
einnig þurfi að taka tillit til launa-
breytinga. Ef launahækkanir séu
meiri en gert hafi verið ráð fyrir
í útreikningi lækki skattarnir
minna. Launahækkanir skili sér
fljótt í auknum sköttum.
Sem dæmi um áhrif skatt-
breytinganna má nefna hjón með
fimm milljónir í árstekjur. Stað-
greiðsluhlutfallið er 37,57 prósent.
Þegar persónuafslátturinn hefur
verið dreginn frá er skattgreiðsl-
an 1.530.157 krónur. Þetta er gróf
áætlun og ekki tekið tillit til ann-
arra þátta, til dæmis barnabóta.
Skattamál fyrirtækja breyt-
ast ekkert um áramótin nema að
niðurfelling eignarskatts gildir
líka um þau.
ghs@frettabladid.is
STYTTIST Í FRAMTALSSKIL Mikið er að gera
hjá á skrifstofu skattstjóra þegar fólk er að
skila skattframtali.
Skattar lækka og falla
niður um áramótin
Staðgreiðsluhlutfall skatta lækkar um áramót og eigna- og hátekjuskattur verða
felldir niður. Persónuafslátturinn verður hækkaður. Skattbreytingarnar þýða
tekjuskerðingu fyrir ríkissjóð en launahækkanir geta vegið þar upp á móti.
Dagskrá fundarins er
· Nýjar samþykktir sjóðsins
· Önnur mál
Sjóðfélagafundur
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Sjóðfélagafundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
ver›ur haldinn a› Skúlagötu 17, Reykjavík
á 2. hæ›, 28. desember 2005 og hefst kl. 16.00
h
u
n
an
g
Reykjavík 21. nóvember 2005
Á eigin vegum um hátíðarnar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
05
89
12
/2
00
5
Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki
bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því
fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að
komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðilega hátíð.
50 50 600 • www.hertz.is
Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir
Hátíðartilboð
Toyota Corolla
frá 3.571 kr. á dag
Toyota Rav4
frá 4.471 kr. á dag
Toyota Land Cruiser
frá 5.071 kr. á dag
Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging).
Verð miðast við 7 daga leigu.
Tilboð gildir til 15.01.2006
Sjá nánar á hertz.is
PÓLLAND, AP Pólska ríkisstjórn-
in hefur farið fram á að forseti
landsins, Lech Kaczynski, sam-
þykki tilskipun um að pólska
herliðið sem þjónað hefur í Írak
verði þar í eitt ár til viðbótar en
fjöldi hermanna fari úr 1.500 í
900. Frá þessu greindu talsmenn
Póllandsstjórnar í gær.
Með þessu er snúið við ákvörð-
un sem fyrri ríkisstjórn var búin
að taka um að kalla herliðið heim
í ársbyrjun 2006. „Ríkisstjórnin
hefur beðið forsetann að fram-
lengja verkefni okkar í Írak,“
tjáði forsætisráðherrann Kazim-
ierz Marcinkiewicz fréttamönn-
um eftir ríkisráðsfund í Varsjá í
gær. Marcinkiewicz sagði þetta
mjög erfiða ákvörðun, en vera
pólsku hermannanna í Írak er
mjög óvinsæl heima fyrir. Sautj-
án pólskir hermenn hafa látið
lífið við skyldustörf í Írak.
Framlenging dvalar pólska
herliðsins í Írak væri George W.
Bush Bandaríkjaforseta gleði-
efni, en á síðustu misserum
hefur mjög kvarnast úr þeim
hópi þjóða sem tekið hafa þátt
í hernámi Íraks við hlið banda-
ríska herliðsins. - aa
Ríkisstjórn Póllands um þátttökuna í hernámsliðinu:
Pólskir hermenn
verði áfram í Írak
ÁKVÖRÐUN ENDURSKOÐUÐ Pólski forsætisráðherrann Kazimierz Marcinkiewicz, til vinstri,
tilkynnir ákvörðunina í gær með hershöfðingjann Slawomir Koziej sér við hlið. Fyrri ríkis-
stjórn hafði áformað að kalla hermennina heim í janúarlok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SÁDI-ARABÍA, AP Um sextíu pró-
sent Sádi-Araba vilja leyfa konum
að aka bílum, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun þar í landi. Þetta
er þvert á vilja þarlendra stjórn-
valda en í síðustu viku sagði Bin
Abdul-Aziz krónprins að ekki væri
á stefnuskránni að leyfa konum að
aka sjálfar.
Ekki er við því að búast að
niðurstöður könnunarinnar breyti
afstöðu ráðamanna.
Frelsi kvenna í Sádi-Arabíu
er mjög takmarkað en þær mega
hvorki kjósa né bjóða sig fram í
sveitarstjórnarkosningum. Þá er
þeim bannað að ræða við karl-
menn sem þær þekkja ekki. ■
Sádi-Arabar:
Vilja leyfa
konum að aka