Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 16
16 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Tékkneskur gullmoli Tékkneska byggið er einstakt í Evrópu og oft nefnt tékkneska gullið. Það leggur grunninn að hinu kjarnmikla bragði og gullna lit sem hefur gert Budweiser Budvar að heimsfrægri gæðavöru. Kornið sem fyllir mælinn! LÉ TT Ö L HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005 Fréttastjóri einn dag Þræðirnir í margbreyti- legri þjóðmálaumræðu hafa komið saman í Baugsmálinu á árinu sem nú er senn á enda. Fákeppni, réttarfar, ríkidæmi, stjórnmál, valda- brölt, fjölmiðlar og lífsmáti koma við sögu í þessu máli sem hófst fyrir meira en þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Ekkert fréttamál á árinu sem nú er að líða er landsmönnum jafn tamt á tungu og Baugsmálið svo- nefnda. Það hefur skekið kaffi- stofur og réttarkerfið, seytlað um efnahagslífið og stjórnmálin og vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Orð og hugtök, sem tengjast mál- inu, hafa orðið fleyg og greypst inn í þjóðmálaumræðuna. Rætt er manna á meðal um „Baugs- miðla“ og orðin „innmúraður“ og „innvígður“ voru vakin til lífsins í frægum tölvupóstum sem birtir voru síðla í september í Frétta- blaðinu. Með ýmsum hætti hefur málið allt orðið kveikja að umræð- um um valdaþræði, réttarfar og valdabrölt í stjórnmálum og við- skiptalífi. Sögusvið og persónur, sem minna á Baugsmálið, ganga aftur í reyfarakenndum skáld- sögum. Ekki sagt síðasta orðið Ráðamenn voru yfirleitt varkárir í ummælum sínum um rannsókn, saksókn og meðferð málsins fyrir dómstólum. Margir gátu þó ekki orða bundist þegar Hæstiréttur vísaði endanlega frá 32 af 40 ákær- um hinn 10. október síðastliðinn. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði á vefsíðu sinni þann sama dag að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra tók nokkru síðar undir harða gagnrýni á vinnubrögð Rík- islögreglustjóra sem sögð voru ámælisverð í ljósi afdrifa málsins í dómskerfinu. Davíð Oddsson líkti Samfylkingunni við „tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings“ í kveðjuræðu sinni á formannsstóli við upphaf landsfundar Sjálfstæð- isflokksins 13. október síðastlið- inn. Engum blandaðist hugur um að þar talaði fráfarandi formaður flokksins um Baug, eitt mesta við- skiptaveldi Íslandssögunnar. 40 ákærur - 8 dómtækar Þann 1. júlí síðastliðinn birti Rík- islögreglustjóri sex einstaklingum ákærur í 40 liðum í Baugsmálinu. Rannsókn málsins hafði þá stað- ið hartnær þrjú ár, frá þeim tíma að efnahagsbrotadeild embætt- isins gerði húsleit í höfuðstöðv- um Baugs í Reykjavík 28. ágúst 2002. Auk Jóhannesar Jónssonar í Bónus og barna hans Jóns Ásgeirs og Kristínar voru Tryggvi Jóns- son forstjóri og endurskoðend- urnir Anna Þórðardóttir og Stefán Hilmar Hilmarsson ákærð. Sjálfar ákærurnar komu þó ekki fyrir sjónir almennings fyrr en 13. ágúst, fáeinum dögum áður en málið var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Lundúna- blaðið The Guardian birti frétt um málið 12. ágúst og degi síðar birti Fréttablaðið ákærurnar í heild ásamt skýringum verj- enda sakborninga. Alvarlegustu ákærurnar lutu að fjárdrætti og umboðssvikum en einnig brotum gegn lögum um bókhald, tolla, hlutafélög og fleira. Fimm vikum síðar vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur mál- inu frá, einkum á þeim forsendum að verknaðarlýsing brotanna væri ófullnægjandi. Hver er bær og hæfur? Málið fór fyrir Hæstarétt sem staðfesti niðurstöðu undirrrétt- ar um 32 ákæruliði en átta liðir skyldu fara til efnislegrar með- ferðar á ný. Þegar hér var komið sögu sagði embætti ríkislögreglustjóra sig frá saksókn í málinu og Bogi Nilsson ríkissaksóknari tók málið í sínar hendur. Fáeinum dögum síðar lýsti hann sig vanhæfan. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra setti Sigurð Tómas Magnús- son sérstakan saksóknara í mál- inu þann 21. október. Með setningu Sigurðar hófst málarekstur þar sem verjendur sakborninga véfengdu að Sig- urður hefði verið formlega rétt settur saksóknari. Hæstiréttur á enn eftir að segja sitt síðasta orð í þessu efni sem og um hæfi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til afskipta af málinu. Í sérstakri úttekt Fjölmiðla- vaktarinnar kom fram að dóms- málaráðherra hafði tjáð sig oftast um Baugsmálið næst á eftir máls- aðilum. Tölvupóstar Í lok september birti Fréttablaðið tölvupósta sem leiddu í ljós að í júní 2002 höfðu Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, haldið fund um mál Jóns Geralds Sullenber- gers og undirbúning málshöfð- unar hans gegn forsvarsmönnum Baugs. Birting efnisins vakti mikla athygli og deilur og fór svo að Jón- ína Benediktsdóttir, eigandi gagn- anna, fékk því framgengt að lög- bann var sett á frekari birtingu og höfðaði mál gegn Fréttablaðinu sem útkljáð verður í Hæstarétti. Ekki sér enn fyrir endann í Baugsmálinu í lok ársins 2005. Óhætt er að segja að ekkert eitt mál hafi gegnumsýrt íslenskt þjóðlíf jafn mikið á síðari árum og Baugsmálið. johannh@frettabladid.is HARALDUR JOHANNESSEN RÍKISLÖG- REGLUSTJÓRI OG JÓN H. SNORRASON SAKSÓKNARI Mikið hefur mætt á embætti ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins. JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Tölvupóst- ar Jónínu vörpuðu nýju ljósi á tilurð Baugsmálsins og urðu tilefni enn frekari réttarhalda sem ekki sér fyrir endann á. Baugur fyrir rétti JÓN GERALD SULLENBERGER Maðurinn sem hratt Baugsmálinu af stað og naut til þess liðsinnis ritstjóra Morgunblaðsins og áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Áhugi fjölmiðla á Baugsmálinu hefur verið óþrjótandi bæði hérlendis sem erlendis. Málið hefur til dæmis vakið sérstaka athygli í Danmörku og Englandi þar sem umsvif Baugs eru mikil. Umdeildasta ráðning ársins, og það jafnvel í tvöfaldri merk- ingu, var eflaust ráðning Auð- uns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarps. Má segja að samfélagið hafi farið á annan endann um þriggja vikna skeið vegna þessa, en málinu lauk eins og kunnugt er með því að Auðun sagði sig frá starfinu eftir að hafa gegnt því einn dag. Bomban sprakk hinn 8. mars þegar Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri réð Auðun Georg í starf fréttastjóra, eftir að meirihluti útvarpsráðs hafði mælt með ráðningu hans, þó svo að meðal annarra umsækj- enda væru margir af reyndustu fréttamönnum landsins. Reynsla Auðuns sem fréttamanns var vægast sagt rýr í þeim saman- burði. Stjórn Félags fréttamanna fór strax fram á að útvarpsstjóri drægi ákvörð- un sína til baka. „Með henni teljum við að allri stétt frétta- manna sé gróf- lega misboðið,“ sagði í ályktun félagsins. Næstu daga og vikur gekk á með stóryrtum yfirlýsingum og sam- þykktu starfs- m e n n Útvarps meðal annars ítrekað vantraust á útvarpsstjóra auk þess sem fréttamenn ræddu all- herjar uppsagnir. „Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins, þó hef ég verið hér í hartnær þrjtíu ár,“ sagði Bogi Ágústsson, yfirmaður frétta- sviðs. Hápunktinum náði frétta- stjóramálið hinn 2. apríl þegar Auðun Georg mætti til starfa og gerði sig sekan um að verða tvísaga um fund með formanni útvarpsráðs í fyrsta viðtali sínu við fréttastofu Útvarps. Sakaði hann fréttamann um að hafa leitt sig í gildru. „Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisút- varpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævísleg- um hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað,“ sagði Auðun Georg, sem lét af fréttastjórastarfinu síðar þennan sama dag. Þar með leystist hnúturinn og útvarpsstjóri réð skömmu síðar Óðin Jónsson frétta- mann í starfið. Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri lét svo af störfum síðar á árinu og gerðist sendiherra í Kanada. - ssal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.