Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 20
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Það var ekkert sældarbrauð að sækja mjólk upp á Holt. Þetta var fyrir 1960, Hermann og Eysteinn voru enn í ríkisstjórn, og Harry Belafonte söng Mærin frá Mexíkó í óskalögum sjúklinga alla laugar- daga, gott ef pabbi átti ekki líka plötuna. Hannibal fantur syngur bara vel, sagði Vimmi. Nema við bræðurnir slitum barnsskónum við rætur Grímsstaðaholtsins í Reykjavík, og strákarnir í Grims- by áttu það til að stytta sér stund- ir við að lúskra á væsklunum úr hverfunum í kringum Holtið, ef við áttum erindi þangað, eða svo var sagt. Maður var með lífið í lúkunum. Ætli þeim líði ekki ein- hvern veginn svona, sebradýrun- um í Serengeti? Og þó, nei, það er of mikið sagt. Þetta var háspenna, ekki lífshætta. Eftir á að hyggja man ég ekki til þess, að strák- arnir á Holtinu hafi nokkurn tím- ann skert hár á höfði mínu, eða Vimma, sem var eldri og kaldari en ég. Þeir kveiktu stundum í brennunum okkar daginn fyrir gamlársdag og komu á vettvang á undan slökkviliðinu til að votta okkur innilega samúð, en það var eiginlega allt og sumt. Þarna uppi á Holtinu bjó fólk af ýmsu tagi, einkum erfiðisfólk: verkamenn, kennarar, kristniboði, sælúnir sjómenn. Og Jósefína í Nauthól. Hún stendur mér ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum með gauðrifna nælonsokkana hangandi á hælunum, sígarettuna neglda við neðri vörina (Chesterfield, minnir mig, nema það hafi verið Lucky Strike) og ískrandi viskírödd af rámustu gerð. Þegar ég kom til Albaníu þrjátíu árum síðar, sá ég fullan sjó af sígaunakerlingum, en engin þeirra komst í hálfkvisti við Jósefínu. Dóra þekkti ég betur, manninn hennar, því að hann var þjálfarinn minn í fimmta flokki í Þrótti. Við æfðum annað veifið á háskóla- vellinum, þar sem drullupollarn- ir voru svo djúpir, að maður fór stundum á kaf. Fótboltinn heimt- aði sitt. Dóri bar það með sér, að hann hafði séð og lifað sitt af hverju. Við vissum, að hann átti í basli með Bóbó, dótturson Jósef- ínu, og þá hina. Bóbó var miklu eldri en við, og augun í honum voru sokkin á víxl, stundum bæði í einu. Þess á milli lá hann í sólbaði, en sú iðja hafði ekki áður sézt til íslenzkra karlmanna, a.m.k. ekki á Grímsstaðaholtinu. Dóri var hlýr og geðslegur maður. Ef honum gramdist, sagði hann hilvítis hil- víti, lágt, eins og við sjálfan sig, svo að engum stafaði ógn af bældri gremjunni. Einu sinni fórum við upp að Sjómannaskóla að keppa við Fram, og þá kom meðhjálpari Dóra með stranga af myndum af berum stelpum og lofaði okkur einni mynd hverjum, ef við ynnum leikinn. Við skíttöpuðum, við voru bara ellefu ára. Myndirnar voru í reyndinni sakleysið sjálft, því að stúlkurnar voru kappklæddar miðað við margt annað, ég sé það núna. Mér finnst líklegt, að Dóri hafi húðskammað meðhjálparann: hilvítis hilvíti. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona fólki. Það gefur líf- inu lit og dregur úr lönguninni til að andvarpa með skáldinu: Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? En forréttindi eru yfirleitt þannig vaxin, að þau endast ekki lengi. Þess vegna hlaut að koma að því, að einhver snjall rithöfundur kæmist í sögurnar af Jósefínu og Dóra og deildi þeim með öðrum, og það gerði Einar Kárason með miklum brag. Djöflaeyjan er saga þessa fólks, heimildasaga, raun- sönn og rétt í öllum aðalatriðum, eða svo sýnist mér, úr nokkurri fjarlægð. Leikfélag Reykjavíkur setti söguna á svið fyrir mörgum árum - í bragga vestur í bæ, nema hvað. Þar leiddu þeir saman hesta sína Einar Kárason og leikstjór- inn góði, Kjartan Ragnarsson, og Guðmundur Pálsson og Karl Guð- mundsson léku Dóra svo vel, að mér fannst ég aftur vera kominn í Þrótt. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sögunni var einnig fyrsta flokks. Bók, sviðs- verk, bíómynd: þetta er þrenna í lagi. Og þegar sagnameistarinn Einar Kárason hafði skrifað sig svo kyrfilega inn í vitund þjóðarinnar með Djöflaeyjunni, hvar á byggðu bóli gat hann þá leitað fanga í aðra eins bók? - að öðrum verkum hans ólöstuðum. Hvar gat hann fundið söguefni, sem fær hárin til að rísa á höfðum lesendanna og opnar þeim mörgum um leið nýja sýn á samtíð sína? Af hvaða mönnum treysti hann sér til að segja svo krassandi sögur? Jónsbók Einars Kárasonar er heimildasaga, raun- sönn og rétt í öllum aðalatriðum, eða svo sýnist mér, úr nokkurri fjarlægð. ■ Dóri fisksali Í DAG BERNSKUMINN- INGAR AF GRÍMS- STAÐAHOLTI ÞORVALDUR GYLFA- SON Það eru forréttindi að fá að kynnast svona fólki. Það gefur lífinu lit og dregur úr löng- uninni til að andvarpa með skáldinu: Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? En forréttindi eru yfirleitt þannig vaxin, að þau endast ekki lengi. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Vestfirðingar hafa löngum þurft að berjast fyrir tilveru sinni á norðvesturhorni landsins og þar hafa skipst á skin og skúrir varðandi byggðamál. Fólki hefur fækkað mjög mikið í sveitahreppum þar á síðustu árum, að ekki sé talað um heilu byggðarlögin sem fóru í eyði á Hornströndum og á norð- anverðum Ströndum um og upp úr miðri síðustu öld. Þar verður varla föst búseta aftur. Samgöngumálin hafa lengi verið erfið Vestfirðingum og þeim sem leggja leið sína þangað en bylting varð þó í þeim málum þegar Djúpvegurinn var opnaður, því fram að því urðu Vestfirð- ingar að mestu að treysta á samgöngur í lofti og á sjó yfir vetr- artímann. Þrátt fyrir veginn um Ísafjarðardjúp og margs konar áætlanir um eflingu byggðar þar er það þó staðreynd að sífellt fækkar þar byggðum bólum. Jafnframt minnkar þjónustan eins og dæmin sanna. Lengi vel hélt Djúpbáturinn uppi mikilvægri þjónustu við bæi og byggðakjarna beggja megin Ísafjarðardjúps en nú er sá tími liðinn. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ým- iss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víða- vangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu. Íbúar við Ísafjarðardjúp máttu því ekki við því að þjónusta við þá yrði skert eins og nú eru horfur á varðandi starfsemi Íslandspósts við Djúpmenn. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa tilkynnt að breytingar verði á starfsemi þess á svæðinu sem valda því að íbúarnir fá ekki þá þjónustu sem þeir fengu áður, þótt Íslandspóstur standi eftir sem áður við að dreifa pósti þar. Það er önnur og persónulegri þjónusta sem fellur niður samhliða þessum breytingum, sem ekki fellur beint undir Póstinn, en bæði sveitarfélagið og önnur yfirvöld á svæðinu hljóta að bregðast við og sjá til þess að þeir fáu íbúar sem enn eru þarna fái sömu þjónustu og áður. Málið snýst um að koma pósti og öðrum nauð- synjum til innan við tuttugu sveitabæja, sem ekki ætti að vera ofverkið hjá samfélaginu við þessa dreifðu og afskekktu byggð. Í dag eru veittir alls konar styrkir til flutninga- og byggðamála og því ætti það að vera útlátalítið að tryggja að fólkið á þessum fáu bæjum fái nauðsynjar heim til sín nokkrum sinnum í viku og búi þar við svipaðar aðstæður og aðrir íbúar á landsbyggðinni. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að skilja póst eftir í gámi á víðavangi á afskekktum stöðum og spurning hvort það varðar ekki við lög, því oft geta verið ýmiss konar verðmæti í póstinum, að ekki sé talað um venjulegan póst, sem á ekki að vera í gámi á víðavangi við Ísafjarðardjúp frekar en annars staðar á landinu. Hlutafélagavæðing ríkisfyrirtækja eins og Póstsins og Sím- ans og sala þess síðarnefnda hefur óneitanlega komið illa við marga á Vestfjörðum sem máttu síst við skerðingu á þjónustu eða að störfum fækkaði í þessum landsfjórðungi. Peningahyggj- an og baráttan við afkomutölurnar má ekki ná yfirhöndinni og stjórna öllu í landinu, þar verða líka að koma til sanngjörn sam- félagsleg sjónarmið. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Lífsbaráttan við Djúp Friðaðir dómarar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi Kjaradómi bréf í gær og bað dóminn vinsamlegast um að endur- skoða úrskurð sinn um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa. Bréfið snýst sem sagt um að lækka laun ráðherra, þingmanna og forseta Íslands, sem Kjaradómur hækkaði 19. desember með úrskurði sínum. Athygli vakti að eftir fund forsætisráð- herra og Geirs H. Haarde utanríkis- ráðherra í gær með forystumönnum samtaka á vinnumarkaði þvertóku þeir fyrir að hrófla við launum dómara, sem fengu einnig ríflega launahækkun í sama úrskurði. Ekki væri viðeigandi að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið skiptu sér af kjörum dómara og varð- veita yrði sjálfstæði dómsvaldsins. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, tók hins vegar af þeim ómakið og sagði fullum hálsi eftir fundinn að auðvitað ætti að endurskoða - í merkingunni lækka - laun dómar- anna einnig. Varla verður sagt að ráðherrar hafi skipt sér af kjörum dómaranna sama hvað Kjaradómur gerir. Framsóknarmönnum fagnað Heldur virðist vera að lifna yfir framboðsmálum framsóknarmanna í Reykjavík en í prófkjöri í lok janúar verður kosið bindandi um sex efstu sæti listans. Þrír hafa tilkynnt framboð í efsta sætið og stefnir þar í harðan slag, bæði um grasrótarfylgi og fylgi harðra stuðnings- manna flokksforystunnar. Framboðsfrestur rennur út á morgun og eftir því sem næst verður komist hafa alls sex tilkynnt eða lýst áhuga á fram- boði nú þegar, þar af tvær konur. Óskar Bergsson höfðar til grasrótarfylgis í borginni líkt og Anna Kristinsdóttir en bæði bjóða sig fram í efsta sæti listans. Björn Ingi Hrafnsson hefur engar yfirlýsingar gefið í þessu efni en vitað er að Gestur Guðjónsson, sem býður sig fram í þriðja sæti listans, og Matthías Imsland, formaður Félags ungra fram- sóknarmanna, styðja Björn Inga til forystu. johannh@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.