Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 22

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 22
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR22 Frá upphafi hefur Garðabæ verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum. Mörgum þykir nú nóg komið. Það er komin veruleg þreyta í meiri- hlutann. Í nágrannabyggðarlög- unum hafa flokkar skipst á um að stjórna og má þar sjá mun meiri grósku og uppbyggingu en hjá okkur. Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur áherslu á frjálsa samkeppni. Það stefnumið sefur vært í Garða- bæ. Bær í blóma en blómin fölna ef vanrækt eru Meirihluta sjálfstæðismanna hefur tekist að varpa þeim ljóma á Garða- bæ að hér sé allt í blóma og best að búa. Fjölmiðlar hafa tekið gagn- rýnislaust við málflutningi þeirra og og fulltrúar minnihlutans sjald- an eða aldrei kallaðir til viðtals eða í umræðuþætti um málefni bæjar- ins, en nógu er af að taka. Í bænum er gefið út blað, Garðapósturinn. Daufum eyrum hlusta þeir á aðra rödd en hins bláa blóma og mjög erfitt er að fá birtar greinar sem ganga gegn meirihluta í bæjar- stjórn. Það verður ekki kallað óháð málgagn og kemur að litlum notum sem vettvangur ólíkra sjónarmiða. Víst er Garðabær í blóma og friðsæll til búsetu. Umhverfið fag- urt og náttúruperlur innan seil- ingar. Blómi bæjarins hefur orðið til fyrst og fremst fyrir framtak íbúanna sjálfra, en því miður of sjaldan vegna frumkvæðis og framtíðarsýnar forystufólks. Þar skortir mikið á. Svo virðist sem valdþrjóska og vanastjórnun slævi sjónir manna á heildarheill. Ég vil með þessari grein varpa nokkru ljósi á það sem ekki blasir við í blóma Garðabæjar en þarf þó að skoða nánar, því að slík atriði eru orsökin að óánægju bæjarbúa, sem víða gerir vart við sig. Ég flutti ungur í Garðahrepp árið 1959. Þá hófst senn nýbyggð- in hér. Sveitarstjórnin lét skipu- leggja hverfi af framsýni og þeirri nýbreytni að athygli vakti. Snemma völdu menn miðbæn- um stað. Hann reis í áföngum án heildarsýnar og varð loks að hreinum glundroða. Ég man vart kosningar, svo að draumsýn um miðbæ hafi ekki verið borin fram. Fyrir síðustu kosningar var efnt til samkeppni um miðbæ. Verð- laun voru veitt og verkið kynnt með tilheyrandi grafíkmyndum og fögrum teikningum. Síðan hurfu menn inn í draumaheima sína að nýju og vöknuðu aldrei til þess að láta þá rætast. En sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig. Nú rumskar meirihlutinn og birt- ir grafíkmyndir og teikningar af nýjum miðbæ, nýrri draumsýn og hún er sterk. Það skal rífa helstu stórhýsi bæjarins. Ætli draumur- inn endi ekki með martröð sem fyrr? Sjáumst í Kópavogi. Hittumst í Hafnarfirði. Hvers vegna er komið svo að orði? Jú, vegna þess að hér er aðeins einn opinber staður sem býður upp á veitingar, bakaríið Gullkornið. Ég hef margoft bent á hversu eðlilegt er að byggja íþróttamiðstöð þar sem til staðar er veitingastaður þar sem yngri og eldri íbúar geta hist og átt notalega stund eftir sundsprett eða aðrar æfingar. Slíkir sam- verustaðir reynast hvarvetna mjög félagslega mikilvægir. Í dag er algengast að hitta fyrir Garð- bæinga í Sundlaug Hafnfirðinga og hinni glæsilegu sundlaug í Salahverfi í Kópavogi. Sjálandsskóli er falleg bygg- ing en það sem verra er, að þessi listasmíð er staðsett á ótrúlega skökkum stað. Börn finnast varla í nágrenni skólans. Skól- inn er settur annars vegar við eina mestu umferðargötu bæjar- ins og hins vegar við Arnarnes- vog og allir vita að fjara eða ísil- agður sjórinn freistar barna og í því er mikil hætta fólgin. Er það skynsamlegt að nota þurfi skóla- bíl til að aka börnum í hverfis- skólann sinn. Íbúar Ásahverfis hafa ekki gleymt grafíkmynd- unum af skóla á Héðinslóðinni fyrir síðustu kosningar. Þar var enn ein blekkingin sem stungið var undir stól eftir að talið var upp úr kössunum. Staðreyndin er sú að í flýtinum við að skipu- leggja Ásahverfið gleymdist að gera ráð fyrir skóla. Mikil er ábyrgð þeirra sem taka slíka ákvörðun. Eins og svo oft áður reynir meirihluti sjálfstæðismanna að slá pólitískar keilur. Fyrir síðustu kosningar var áttaþúsund manna hverfi á Garðaholti skipulagt, en ekkert hefur verið aðhafst þar. Nú hefur það verið þekkingar- þorp í Urðarholti með Háskól- ann í Reykjavík sem miðpúnkt. Það vissu allir sem vita vildu að HR myndi seint verða háskóli í Garðabæ. Ég tel að kjósendur eigi rétt á að vita hvað þetta ævintýri kostaði. Það er óþolandi að skattfé bæjarbúa sé notað sí og æ til að búa til skrautteikningar og graf- íkmyndir til að skreyta sig fyrir bæjarbúum. Þar, hér eða bara burt Garðabær fór að vaxa um 1960. Það kom þó að því að ungt fólk kvartaði mjög yfir því að ekki var hugsað nægjanlega fyrir skipu- lagningu hverfa fyrir ungt fólk. Unga fólkið flutti því mjög gjarn- an til nágrannabyggðarlaganna. Ekki hefur þetta batnað. Það má nærri ætla að tilviljun ein ráði hvar eða hvernig ný hverfi eru hönnuð. Verktakar stinga upp á bryggjuhverfi og íbúðir þar eru langt yfir því verði sem ungt fólk ræður við og aðeins efnameira fólk hefur kost á að minnka við sig og flytja í hverfið. Frægt var þegar Jón Ólafsson keypti Arn- arneslandið vegna klaufaskapar meirihlutans og kaupendur lóða þar þurfa að greiða á þriðja tug milljóna fyrir lóðir þar. Aðeins örfáum lóðum hefur verið úthlutað af bænum. Hvaða verktaki verður næst á ferðinni? Það er sárt að sjá rótgróna Garðbæinga flytja í hópum í nýju hverfin í Kópavogi vegna þess að bærinn býður þeim ekki lóðir við hæfi. Flestir bæir landsins eiga sér fagran garð, sameiginlegan gróð- urreit og samverustað. Nefna má Laugardalinn, Lystigarðinn á Akureyri, Víðistaðatúnið í Hafn- arfirði og Garðalund á Akra- nesi. Mér finnst það dapurlegt að ekki sé löngu búið að leggja drög að slíkum garði hér í bæ. Við Garðbæingar eigum skilið betra umhverfi en bílastæðin við Ásgarð til hátíðarhalda vegna 17. júní. Ég hef hér nefnt nokkur atriði sem mér finnst máli skipta að við Garðbæingar ræðum á komandi kosningavetri. Getur verið að við séum ánægð með stöðu mála. Ég er þeirrar skoðunar að flokkspólitík eigi ekki að ráða svo mjög í afstöðu manna í bæjarpólitík. Til dæmis má benda á að gagnrýni sjálfstæð- ismanna á R-listann í Reykjavík hittir félaga þeirra í Garðabæ fyrir. Ég skora á Garðbæinga að taka virkan þátt í umræðum vetr- arins og þá er ég viss um að flokk- urinn sem stjórnað hefur hér í hálfa öld fái frí. Höfundur er áfangastjóri Fjöl- brautaskólans við Ármúla. AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Garðabær - senn vorar UMRÆÐAN GARÐABÆR EYJÓLFUR BRAGASON Víst er Garðabær í blóma og friðsæll til búsetu. Umhverfið fagurt og náttúruperlur inn- an seilingar. Blómi bæjarins hefur orðið til fyrst og fremst fyrir framtak íbúanna sjálfra, en því miður of sjaldan vegna frumkvæðis og framtíðarsýnar forystufólks. Þar skortir mikið á. Fyrir handvömm var séra Karl Sigurbjörnsson biskup sagður heita Karl Pétur í myndatexta í blaðinu á aðfangadag. Biskup og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING Um hver áramót er skotið upp ógrynnum af flugeldum, með til- heyrandi ljósadýrð og gleði. Þetta getur þó breyst í harmleik ef ekki er farið eftir öllum leiðbeiningum og fyllsta öryggis gætt. Því miður sýnir reynslan okkur að um hver áramót verða slys í tengslum við flugeldavörur. Ástæð- ur þessara slysa eru langoftast þær að hvorki er farið eftir grundvall- arreglum um notkun flugelda né þeim leiðbeiningum sem eru gefn- ar upp fyrir hverja og eina vöru. Með vaxandi notkun flugel- dagleraugna hefur augnslysum fækkað. Þrátt fyrir það urðu níu augnslys um síðustu áramót, öll hjá strákum. Fikt með flugelda er allt of algengt meðal þessa hóps. For- ráðamenn verða að vera meðvitaðir um hvað börnin þeirra eru að gera á þessum tíma, ræða við þau um það hversu hættulegar flugelda- vörur geta verið ef þær eru ekki meðhöndlaðar rétt og ef þeir ætla að leyfa börnunum að meðhöndla flugeldavörur að það sé tryggt að það sé undir eftirliti þeirra. Geyma þarf flugelda á þurrum stað, sem börn hafa ekki aðgang að. Skjóta skal upp á opnu svæði, láta þá sem eru að horfa á standa vindmegin við skotstað og geyma flugeldavörurnar sem skjóta á upp fjarri skotstaðnum. Tryggja verð- ur að vörurnar séu vel skorðaðar og að undirlag köku sé slétt áður en skotið er upp. Kveikja í með útréttri hendi, ekki halla sér yfir flugeldinn og víkja vel frá um leið og logi er kominn í kveikiþráðinn. Flugeldagleraugu eiga allir að nota, líka þeir sem eru að horfa á. Þeir sem eru að skjóta upp eða halda á blysi hlífa höndum sínum best með því að nota skinn- eða ullarhanska. Leiðbeiningar fylgja hverri flug- eldavöru þar sem kemur fram hvernig eigi að skjóta henni upp á öruggan hátt og þeim leiðbeining- um verður að fara eftir. Ef eldur hefur verið borinn að kveikiþræði flugeldavörunnar en hún ekki tekið við sér skal ekki reyna að kveikja aftur í henni heldur hella vatni yfir hana. Glóð getur leynst í marga klukkutíma og skoteldurinn farið upp án nokkurs fyrirvara. Gætið vel að börnum, þau þekkja hætt- urnar ekki eins vel og fullorðnir. Áfengi hefur áhrif á dómgreind fólks, það verður kærulausara og liggur í augum uppi að flugeldar og áfengi eiga aldrei samleið. Ef dýr eru á heimilinu þarf að huga að þeim, sérstaklega hundum, hestum og köttum, þau geta orðið hrædd þegar verið er að skjóta upp og best er að gera ráðstafanir í tengslum við þau fyrirfram. Nán- ari upplýsingar um þær er hægt að sjá á slóðinni http://landsbjorg. is/slysavarnir/flugeldaslys/flug- eldaslys.htm. Megið þið eiga ánægjuleg og slysalaus áramót. Höfundur starfar á Slysa- varnasviði Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Slysalaus áramót, já takk! LJÓSADÝRÐ Fikt með flugelda er allt of algengt meðal ungra drengja segir greinarhöfundur. Blýlaust takk Gott skipulag og tímaáætlanir við að skipta yfir í blýlaust bensín um allan heim hafa staðist sem sýnir að auðvelt er að lyfta grettistaki í umhverfismálum ef viljinn er fyrir hendi. Hér skiptir auðvitað máli að öflug iðnríki hafa átt frumkvæðið að þessu átaki í stað þess að spilla fyrir, eins og oft er raunin. Þá hafa helstu fyrirtæki í bílaiðnaðinum fyrir löngu hafið framleiðslu á bílum með efnahvörfum sem ganga fyrir blýlausu bensíni. Sverrir Jakobsson á murinn.is af flví besta! Brot Dunilin gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettuskreytingu í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram fleirri stemningu sem flú leitar eftir. Í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir a› servíettubrotum og bor›skreytingum. E N N E M M / S IA / N M 18 8 3 5 UMRÆÐAN FLUGELDAR SIGRÚN A. ÞORSTEINSDÓTTIR Því miður sýnir reynslan okkur að um hver áramót verða slys í tengslum við flugeldavörur. Ástæður þessara slysa eru langoftast þær að hvorki er farið eftir grundvallarreglum um notkun flugelda né þeim leiðbeiningum sem eru gefnar upp fyrir hverja og eina vöru.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.