Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 24

Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 24
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR24 Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Áramótaskaupið á eldhúsflatskjánum Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. Þetta er Invita 20" LCD flatskjársjónvarp 25 ára afmælistilboð Það kom flestum Bandaríkja-mönnum á óvart þegar sögur bárust af því að kínverska ríkisolíufélagið gæti farið að bjóða í bandaríska olíufélagið UNOCAL, en tilboðið kom hinn 23. júní. Þetta hefði ekki átt að koma Bandaríkja- mönnum á óvart, þar sem tilboð Kínverja var mjög skiljanlegt í ljósi orkuþarfar þeirra, en þetta hefði ekki heldur átt að valda neinni ólgu. Það var óumflýjanlegt að Kín- verjar, sem sátu á um 700 millj- arða dala gjaldeyrisforða, myndu að lokum ákveða að það væru betri fjárfestingar til en að eiga þessa 700 milljarða dala í lítt arðbærum bandarískum ríkisvíxlum. Þegar sá tími leið undir lok að dollarinn væri sterkur gjaldmiðill urðu ríkisvíxl- arnir að áhættu án umbunar. Það er raunar svo að Kínverjar hefðu átt milljörðum meira í gjaldeyrisforða hefðu þeir fjárfest aðeins meira í evrum. Að fjárfesta í evrum hefði þó valdið einu vandamáli fyrir Kín- verjana. Þeir vildu halda gengi gjaldmiðils síns samkeppnishæfu, sem væri gott fyrir útflutnings- vörur þeirra. Aukinn útflutningur myndi hjálpa til að efla hagkerfi landsins. Hagkerfið þyrfti að stækka fljótlega til að skapa ný störf fyrir þær milljónir Kínverja sem bætast við vinnuaflið árlega. Fyrr höfðu Kínverjar dregið að sér nokkra athygli með því að kaupa hlut af IBM, þann hlut sem fram- leiðir einkatölvur. Á þeim kaup- um og tilboðinu á olíu fyrir tækinu UNOCAL er þó mikill munur. Í fyrra tilfellinu voru Kínverjar einfaldlega að taka yfir stjórnina á eigin fyrirtækjum og sýna fram á að ekki væri þörf á erlendum stjórnendum. Nokkuð sem kínversk fyrirtæki höfðu þegar sýnt fram á á skilmerkilegan hátt. Í seinna tilfellinu voru Kín- verjar að keppa við bandarískt fyrirtæki um olíu, og buðu betur. Ókyrrðin vegna þessa var meiri en ella vegna hækkandi heimsmark- aðsverðs á olíu. Hins vegar hefði mátt búast við þessu tilboði Kínverja. Kína er enn háðara innflutningi á olíu en Banda- ríkin, þar sem innlendur forði er mun minni. En í heimi alþjóða- markaða geta ríki stjórnað áhætt- unni vegna breytilegs olíuverðs, og orkuverðs almennt, þrátt fyrir að eiga ekki olíulindir. Það er gert með því að kaupa olíufyrirtæki. Ef orku- verð hækkar er ríkið að minnsta kosti varið að hluta, því verðið á olíubirgðum þess hækkar einnig. Að kaupa bandarískt olíufyrirtæki var sérstaklega skynsamlegt, þar sem það skapar þessa tryggingu án þess að hækka gengið, líkt og fjár- festing í evrum myndi gera. Tilboð Kínverja í UNOCAL, lítið fyrirtæki sem aðallega á eign- ir utan Bandaríkjanna, hafði að hluta sama táknræna mikilvægi og þegar japanskt fyrirtæki keypti Rockefeller Center árið 1989. Kaup sem fóru illa fyrir Japan. Allt í einu var Kína ekki lengur aðeins fram- leiðandi ódýrra leikfanga og textíl- vara, heldur einnig keppinautur um mikilvægar fjárfestingar. Viðbrögð Bandaríkjanna stjórn- uðust af pólitískum sýningaleik sem nýtti sér órökrænan ótta. Ákvörðun- in var hvorki í þágu alþjóðavæðing- ar né öryggis ríkisins. Í það minnsta hefðu menn átt að roðna vegna stefnu Bandaríkjamanna, það er að segja ef þeir hefðu gert minnstu til- raun til að vera samkvæmir sjálfum sér. Ef Bandaríkjamenn mótmæltu því að útlendingar ættu í olíufyrir- tækjum í Bandaríkjunum, þá gætu aðrar þjóðir mótmælt því, eða ættu, að Bandaríkjamenn ættu olíulind- ir þeirra. Enn fremur þarf að hafa í huga að ef UNOCAL ætti ekkert í erlendum olíulindum væri þetta örlítið fyrirtæki. Auðvitað getur svo verið að einhvers staðar í huga kínversku leiðtoganna hafi tilboðið stjórnast af fleiru en eðlilegri dreif- ingu á áhættu. Markaðir virka vel á friðartímum en þegar friðurinn er úti geta markaðsskekkjurnar komið í ljós. Kannski munum við aftur upplifa skömmtun, eins og eftir olíuverðshækkunina miklu á átt- unda áratugnum, þegar Bandaríkin einfaldlega gátu ekki fengið eins mikla olíu og þau vildu, sama hvaða verð var í boði. Að stjórna olíunni þýddi þá að geta ákveðið hver fengi olíu og hver ekki. Það lá meira undir en einungis trygging fyrir verð- hækkunum á olíu. Í stað þess að reyna að sannfæra Kínverja um að þeir þyrftu ekki að óttast olíuskort í framtíðinni brugðust Bandaríkja- mennn of hart við. Afstaða þeirra var sú að hætta væri á að þeir væru að missa stjórn á olíulindum sínum, þrátt fyrir að mjög lítill hluti af olíu UNOCAL væri í landinu. Vegna viðbragða þingsins var það í raun ómögulegt fyrir Kínverja að ganga í gegn með kaupin, þrátt fyrir að hafa boðið töluvert hærra verð í fyrirtækið en Chevron. Bandaríkjamenn breiða út boð- skapinn um mikilvægi frjálsra markaða. En með því að hafna til- boði Kínverja sýndu þeir fram á að trúin á boðskapinn væri ekki staðföst. Án þess að það hafi verið viljinn sýndu Bandaríkjamenn fram á að hagsmunir þjóðar voru þyngri á metunum en markaðslögmálin. Með þessu voru sett fram önnur skýr skilaboð. Það er engin ástæða fyrir Kínverja, eða nokkra aðra, að trúa því að markaðslögmálin muni gilda ef orkuskortur verður. Þess í stað gæti lærdómur Kínverja verið að þeir verði að ná stjórn yfir þeim auðlindum sem þeir þurfa á að halda, ekki bara vegna hagsmuna fjármálastjórnunnar, heldur einnig til að tryggja nægt framboð í fram- tíðinni. Bandaríska ríkisstjórnin gæti hafa komið í veg fyrir að Kínverj- ar kauptu olíu í Bandaríkjunum, en hún getur ekki komið í veg fyrir að þeir kaupi olíu annars staðar í heiminum. Þess í stað hefur ríkis- stjórnin rennt stoðum undir þá trú að Kínverjar þurfi að eignast eins mikla olíu og þeir geta. Tilboð Kínverja í UNOCAL markaði tímamót í alþjóða efna- hagslífi. Í hálfan annan áratug eftir að Berlínarmúrinn féll ríktu Bandaríkin án áskoranda sem eina efnahagslega risaveldið. Í sam- vinnu við Evrópu voru reglurnar endurskrifaðar til að stuðla að alþjóðakapítalisma. Bandaríkin kepptu við Evrópu, en það var ljóst að þessi tvö voru sammála í nánast öllu sem skiptir máli. Efnahagskerfi Kína er mun minna en bæði Bandaríkjanna og Evrópu og í fyrirsjáanlegri framtíð verður Kína fátækari líka. En þar sem Kínverjar eru fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn er efna- hagskerfið í Kína þegar stórt og ef vöxtur efnahagsins heldur áfram verður þetta mjög stórt efnahags- kerfi. Kínverjar munu keppa við bandarísk og evrópsk fyrirtæki á öllum sviðum og hafa þegar sýnt fram á að þeir standa betur á mörg- um sviðum framleiðslu. Með innlánsvexti nálægt fimm- tíu prósentum, í samanburði við fjórtán prósent í Bandaríkjunum þar sem sparnaður heimilanna er nánast enginn, eru Kínverjar auk þess að sanka að sér miklum fjár- munum. Þeir geta og munu nota þá fjármuni til fjárfestinga, til að mynda í takmörkuðum auðlindum, líkt og olíu. Þetta er hinn nýi raun- veruleiki og við verðum að sættast við hann. Þessi nýi raunveruleiki hefur margt í för með sér. Í fyrsta lagi getur þetta torveldað efnahagslegar refsiaðgerðir, einnig til að styrkja stöðu mannréttinda. Nú fer til dæmis fram þjóðarmorð í Darfur í Súdan og líklega verða flest vestræn olíufyrirtæki að ákvarða hvernig samskipti þeirra verða við ógnar- stjórn í Súdan. En ef Kínverjar vilja eiga samskipti við stjórnina verður það ómögulegt að nota efnahagsleg- an þrýsting til að fá kínversk stjórn- völd ofan af þeirri ákvörðun. Í öðru lagi verða Vesturlönd við- kvæm fyrir áhættu vegna þess hve háð olíu þau eru. Við getum ekki komið í veg fyrir það ósjálfstæði, en við getum minnkað það með því að draga úr orkunotkun og þróa aðra möguleika, eins og lífræna orku- gjafa. Sú stefna Bush-stjórnarinnar að fjölga borholum innan Banda- ríkjanna er ekki lausn, heldur er það „tæmum auðlindir Bandaríkjanna fyrst“ leið, sem mun leiða til þess að kynslóðir framtíðarinnar verða enn háðari innflutningi á olíu. Mikilvægast er að breyta því hvernig við hugsum um Kína. Við búum ekki í veröld þar sem tap Kín- verja er okkar hagur. Forgangsatriði Kínverja er nú í meiri mæli að tryggja hag borg- ara sinna. Þeir vita að hver dollari sem eytt er í hernað fer ekki í bætta hagþróun. Því hafa þeir takmarkað hernaðarútgjöld. Jafnvel útreiknað sem hlutfall af GDP eyða þeir helm- ingi minna í hernað en Bandaríkin og ef reiknað er í dollurum eru hernaðarútgjöld þeirra aðeins lítill hluta af útgjöldum Bandaríkjanna. Ef haldið er áfram að haga sér gagnvart Kínverjum eins og þeir séu óvinurinn gæti það leitt til þess að þeir svöruðu í sömu mynt. En ef við tökum alvarlega lærdóm markaðskerfisins, að viðskipti og fjárfestingar, bæti hag allra við- komandi, eru Kínverjar líklegri til að bregðast eins við. ■ Kínverjar brjóta sér leið inn á orkumarkaðinn BORAÐ FYRIR OLÍU VIÐ TAÍLANDSSTRENDUR Flestir borpallar UNOCAL eru utan lögsögu Bandaríkjanna. Þegar Kínverjar gerðu tilboð í olífu- fyrirtækið varð Kína ekki lengur aðeins framleiðandi ódýrra leikfanga og textílvara, heldur einnig keppinautur um mikilvægar fjárfestingar. MYND/UNOCAL VENDIPUNKTAR 2005 JOSEPH STIGLITZ Höfundur er prófessor við Columbia-háskólann. Hann var áður aðalhag- fræðingur Alþjóðabankans og hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001. Síð- asta bók höfundar er „The Roaring Nineties: A New History of the World‘s Most Prosperous Decade“ sem gefin var út af W.W. Norton árið 2003. Hinn 23. júní bauð kínverska ríkisolíufyrirtækið CNOOC 18,5 milljaðra dollara fyrir bandaríska olíufyrirtækið UNOCAL og yfirbauð þar með tilboð keppinauta sinna í Chevron. Óttinn við að Kínverjar eignuðust bandarískt olíufélag eggjaði áfram pólitísk mótmæli í Washingon þar til CNOOC féll frá tilboði sínu 2. ágúst. Nóbelsverð- launahafinn Joseph E. Stiglitz efast um viðbrögð Bandaríkjamanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.