Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Árið hefur verið gott hjá Bíla-
þingi Heklu. Í desembermán-
uði afhentu sölumenn Bíla-
þings 4.000. notaða bílinn.
Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri
Heklu, segir árið hafa verið gott
bæði í notuðum og nýjum bílum og
að mikill uppgangur sé í fyrirtæk-
inu. „Þetta er búið að ganga ótrú-
lega vel. Við opnuðum nýtt útibú á
Kletthálsi og nú vinna tíu sölumenn
hjá okkur á Bílaþingi,“ segir Jón.
2005 er metár hjá Bílaþingi
en aldrei áður hafa 4.000 notað-
ir bílar selst á einu ári. Nú selur
Hekla fleiri notaða bíla en nýja á
ársgrundvelli en hver sölumaður
Bílaþings selur tæplega átta bíla
á viku.
Desembermánuður er almennt
lakasti bílasölumánuður ársins
en Jón er ánægður með jólasöl-
una. „Salan er nokkuð jöfn hjá
okkur yfir árið og desembermán-
uður hefur verið góður. Sérstak-
lega vikan fyrir jól,“ segir Jón.
Þá vaknar spurningin klass-
íska hvort mikið sé um að fólk
leysi út bíla á Þorláksmessu
og aðfangadag til gjafa. „Við
afgreiddum 15-20 bíla á Bílaþingi
og 31 nýjan bíl á Þorláksmessu,“
segir Jón. „Fólk er að kaupa
sér dýrari bíla, ekki síst jeppa
og lúxusbíla, en ég veit ekki til
þess að þessir bílar séu sérstak-
ar jólagjafir. Fólk er einfaldlega
að endurnýja bíla og jú, kannski
að gefa sjálfum sér og heimilinu
góða jólagjöf.“ ■
Tveir af sölumönnum Bílaþings Heklu, Sólveig Ásta Gautadóttir og Stefán Fannar
Sigurjónsson. FRETTABLAÐIÐ/HEIÐA
Fjögur þúsund notaðir bílar seldir hjá Heklu