Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 34
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR4
Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda
fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur
er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus
til útborgunar.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
17
5
9
5
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R
Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s
er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i.
Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins
í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
* Nafnávöxtun sl. 6 mánu›i á ársgrundvelli m.v. 30.11.2005
– kraftur til flín!
9 , 0%
*
Landsbankanum og að hluta til
Straumi. „Sú hugmynd kom upp
á fundi með forstjóra félagsins í
Grasagarðinum þegar við fórum
yfir möguleikana. Maður fékk
viðkvæðið að þetta hefði aldrei
verið gert með þssum hætti. Ég
svaraði: Hvað með það þó það
hafi ekki verið gert áður? Er
það hægt? Menn
komust að því að
það var hægt. Mér
finnst alltaf gaman
þegar nýjar hug-
myndir komast í
framkvæmd.”
Björgólfur Thor
segir það einnig
hafa verið skemmti-
legt þegar hann
sem stjórnarfor-
maður Burðaráss
afhenti Háskóla
Íslands umsjá
Háskólasjóðs Eim-
skipafélagsins. Sá
sjóður átti lengi
stóran hlut í félaginu sem styrkti
stöðu þeirra sem réðu meiri-
hluta á hverjum tíma. „Ég er nú
venjulega ekki mikið fyrir slík-
ar kynningar, en ég hafði mjög
gaman að þessari afhendingu.
Það var gaman að vera staddur
í Háskólanum þar sem maður
hafði verið á bókasafninu í gamla
daga og afhenda þennan sjóð.
Bæði af því að háskólinn átti
það skilið og sérstaklega vegna
þess að ég fann svo mikla sam-
kennd með frukvöðlunum. Það
var svo göfug hugsjón að baki
stofnunar sjóðsins og frumkvöðl-
ar hans voru svo mikið á undan
sinni samtíð. Þegar maður fór að
kynna sér sögu sjóðsins fannst
manni þetta svo göfugt og svo
sorglegt hvað hafði orðið úr.”
VAXANDI ÁBYRGÐ MEÐ VAXANDI
ÁRANGRI
Björgólfur segir leiðtogaþingið í
Davos hafa haft góð áhrif á sig og
hann skynji vax-
andi ábyrgðar-
tilfinningu með
vaxandi árangri.
„Menn eru að
vinna að því að
tengja viðskipta-
lífið við metn-
aðarfull þjóð-
félagsverkefni.
Það er mjög gott
þegar það næst.
Það er fyrst á
þessu ári sem ég
hef farið að velta
slíku fyrir mér
af alvöru. Ég er
kannski ekki far-
inn að ráðast í nein stórvirki á því
sviði, en ég er farinn að hugsa
miklu meira út í það.”
Björgólfi hefur vegnað sér-
lega vel á árinu. Hann segir þó
auðvitað ekkert standa fram-
ar atburðum ársins í einkalíf-
inu. Frumburður hans fæddist á
árinu. „Það vita það allir foreldr-
ar að það er stærsta stund lífs
hvers einstaklings þegar hann
sér nýtt líf fæðast. Það er það
frábærasta sem hefur hent mig
nokkurn tímann. Það er stærsti
fjársjóðurinn.”
Á R I Ð 2 0 0 5
Björgólfur Thor Framhald af síðu 2
D Ó M N E F N D I N
Dómnefnd markaðarins var
skipuð tug manna sem fylgjast
grannt með íslensku viðskipta-
lífi. Hópurinn samanstendur
af fræðimönnum og óháðum
sérfræðingum. Enginn á ritstjórn
Markaðarins sat í dómnefndinni.
Dómnefndarfólk skipaði þeim
sem taldir voru skara fram úr á
árinu í sæti og gaf fyrsta sæti
þrjú stig, annað tvö stig og það
þriðja eitt stig.
Pálmi Haraldsson kom fast á hæla Björgólfs
Thors Björgólfssonar í vali dómnefndar
Markaðarins á manni ársins í viðskiptalífinu.
Pálmi hefur um langt skeið verið áberandi í
viðskiptalífinu og lengi vel kunnur þeim sem
fylgjast með viðskiptum.
Þetta ár var stórt hjá Pálma og hann komst í
sviðsljósið og má segja að hann hafi komið sér
með afgerandi hætti í hóp þeirra stóru í við-
skiptalífinu.
Það sem kom Pálma á framfæri voru kaup-
in á danska lággjaldaflugfélaginu Sterling og
síðan á samkeppnisaðilanum Maersk sem Pálmi
ásamt sínum mönnum
sameinaði og seldi til FL
Group. Þessi viðskipti
voru viðskipti ársins að
mati dómnefndar sem
valdi mann ársins.
Pálmi komst fyrst
á kortið í viðskipta-
lífinu sem fjárfest-
ir þegar hann keypti
hlut í Flugleiðum fyrir
nokkrum árum síðan.
Þá var trúin á félag-
ið ekki mikil, en fjár-
festing Pálma reyndist
firnagóð.
Hann hefur fjárfest
töluvert með Baugi og
gjarnan nefndur í því
samhengi, en hefur
alltaf meðfram fjárfest
á eigin vegum og þá
gjarnan í fyrirtækjum
sem eiga í erfiðleikum
og þurfa styrka stjórn
til að snúa af þeirri braut. Flest þau erfiðu
rekstrarverkefni sem Pálmi hefur tekist á við
hafa gengið upp. Hann hefur verið óhræddur
við að kaupa hlut í fyrirtækjum sem aðrir hafa
verið ragir að takast á við. Pálmi gerðist stjórn-
arformaður Icelandkeðjunnar eftir kaup Baugs
á Big Food Group en Iceland var fyrirfram
talið áhættusamasta fyrirtækið í eigu Big Food.
Pálmi hefur, ásamt Malcolm Walker, stofnanda
Iceland, tekist á hendur að beina félaginu á far-
sælli braut. Síðast þegar fréttist var árangurinn
af því starfi framar vonum.
BRÆÐUR Á SIGURBRAUT
Fast á hæla Pálma komu svo bræðurnir Ágúst
og Lýður Guðmundssynir sem kenndir eru við
Bakkavör. Ferill þeirra í viðskiptum er sér-
lega glæsilegur. Þeir hafa byggt upp fyrirtækið
Bakkavör frá grunni í það stórveldi sem það er í
dag. Árið sem nú rennur sitt skeið er merkilegt
hjá þeim bræðrum fyrir margra hluta sakir.
Þeir keyptu matvælafyrirtækið Geest sem hafði
verið á matseðli Bakkavarar um skeið. Það sem
kom markaðnum mest á óvart við þau kaup var
að þrátt fyrir að Geest væri mun stærra fyrir-
tæki en Bakkavör, þá þurfti ekki að auka hlutafé
við kaupin. Ástæðan var sú að stórir erlendir
bankar voru tilbúnir að fjármagna þá bræður
að fullu sem verður að teljast veruleg traustsyf-
irlýsing og sýni vel hversu styrkum fótum þeir
bræður standa í bresku viðskiptalífi.
Þeir bræður létu ekki þar við sitja, því fjár-
festingafélag þeirra, Exista, leiddi þann hóp
sem varð hlutskarpastur í keppni fjárfesta um
kaup á Símanum. Exista er að stærstum hluta
í eigu þeirra bræðra og eru stærstu eignir þess
í Bakkavör, KB banka og Símanum, auk kjöl-
festuhlutar í Flögu sem gengur nú í gegnum
endurskipulagningu. Exista jók hlut sinn í KB
banka nú í vetur og virðist sú aukning hafa verið
vel tímasett og gengi bankans hækkað talsvert á
þeim stutta tíma sem liðinn er frá kaupunum.
BLENDIÐ ÁR BAUGS
Jón Ásgeir Jóhannesson lenti í fjórða sæti í
vali dómnefndar. Engum blöðum er um það að
fletta að Baugur undir forystu Jóns Ásgeirs er
á fleygiferð og eftir árið
liggja stór viðskipti að baki
í Bretlandi og í Danmörku.
Baugur lauk kaupum á Big
Food Group í upphafi árs
sem eru ein stærstu við-
skipti Íslandssögunnar.
Fjárfesting Baugs í danska
fasteignafélaginu Keops
var vel heppnuð og spenn-
andi verkefni framundan
hjá félaginu á danska fast-
eignamarkaðnum. Baugur
hafði einnig forystu um
kaup á danska vöruhúsinu
Illum og stýrir nú för í stóru
vöruhúsunum í miðborg Kaupmannahafnar.
Árið hlýtur þó að teljast blendið í hugum
Baugsmanna. Fyrirtækið varð að yfirgefa samn-
ingsborðið við kaup á bresku verslunarkeðj-
unni Somerfield þegar ákærur voru gefnar út í
Baugsmálinu. Þar fóru önnur stórviðskiptin sem
fyrirtækið hefur orðið af vegna þessa máls sem
hefur hvílt yfir fyrirtækinu eins og skugginn.
Undir þeim kringumstæðum hefur félagið þó
unnið marga sigra á árinu og kemur væntanlega
til með að skila góðu ársuppgjöri. Verulegur
gengishagnaður er þegar orðinn af eignum í
skráðum félögum í Kauphöll Íslands, svo sem
Mosaic og FL Group, og ekkert sem bendir til
annars en að Baugur verði áfram á fleygiferð.
AÐRIR Á TOPPNUM
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður
Einarsson voru efstir þeirra sem eftir
standa í vali dómnefndar. KB banki
hefur verið á kunnuglegri hraðsiglingu
á árinu og keypti bresku bankanna
Singer og Friedlander. Aðrir sem kom-
ust á topp tíu voru Hannes Smárason,
forstjóri Fl Group, Sigurjón Þ.
Árnason, forstjóri Landsbankans, Karl
Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu og
kjölfestufjárfestir í Íslandsbanka og
að síðustu Róbert Wessman, forstjóri
Actavis.
Fremstir í flokki viðskiptanna
Margir voru kallaðir í vali dómnefndar Markaðarins á viðskiptamönnum ársins, enda árið það stærsta í íslenskri við-
skiptasögu. Pálmi Haraldsson, bræðurnir í Bakkavör og Jón Ásgeir Jóhannesson komu í þessari röð á eftir Björgólfi Thor
Björgólfssyni í valinu á manni ársins.
BLENDIÐ ÁR Viðskiptin gengu vel hjá Baugi undir forystu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Baugsmálið hvíldi á honum og
hindraði kaupin á Somerfield.
MIKIL UPPBYGGING Bræðurnir í Bakkavör stóðu í stórræðum, áunnu sér
traust breskra banka og urðu hlutskarpastir í kaupum á Símanum.
GOTT ÁR HJÁ PÁLMA Pálmi Haraldsson kom sér
rækilega á kortið og að baki er sérlega hagstætt ár í
viðskiptum hjá félögum sem Pálmi fer fyrir.