Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 55
MARKAÐURINN 25MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005
Ársins 2005 verður minnst fyrir góða
afkomu íslenskra fyrirtækja. Á árinu
hefur mörgum íslenskum fyrirtækjum
tekist að uppskera eins og til var sáð og
mynda verulegan hagnað sem styrkir
stöðu þeirra. Grundvöllinn að þessum
árangri má m.a. rekja til einkavæðingar
bankanna og þeirri þróun sem þeir
komu af stað. Fyrirtæki innanlands
og erlendis hafa nýtt sér þennan
drifkraft og nokkur fyrirtæki tóku
stór skref á árinu sem munu gagnast
til framtíðar.
ÍBÚÐALÁNAKJÖR BATNAÐ
Bankar og fjármálastofnanir styrktu
stöðu sína enn frekar á húsnæðis-
lánamarkaði á árinu og rufu þannig
yfirburðastöðu ríkisins á þeim mark-
aði. Þessi aðgerð gerbreytir fjármála-
þjónustu á Íslandi sem til lengri tíma litið
mun væntanlega leiða til þess að íslenskir
húsnæðiseigendur búa við vaxtastig sem
er nær því sem gerist í nágrannalöndum
okkar. Tvímælalaust mikil kjarabót fyrir
almenning.
Á árinu myndaðist virkur markaður
með stofnfjárbréf sparisjóða sem hefur
styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Vonandi
munu frekari skref verða stigin í þá átt
að efla samkeppnishæfni sparisjóðanna á
komandi árum.
GAGNSÆTT FERLI
Á árinu 2005 var fjárfestingarfélagið
Exista, sem áður hét Meiður, eflt veru-
lega og er nú eitt öflugasta fjárfesting-
arfélag landsins. Exista fór fyrir hópi
fjárfesta sem festi kaup á hlut ríkissjóðs
í Símanum. Sala Símans er skólabókar-
dæmi um vel heppnaða einkavæðingu.
Einkavæðingarnefnd fór þá leið að halda
ferlinu mjög gagnsæju, sem gerði það
að verkum að gagnrýnisraddir hafa ekki
heyrst nema frá þeim sem voru andvígir
sölunni frá upphafi. Þátttaka lífeyris-
sjóða tryggir aðkomu stórs hluta lands-
manna að fyrirtækinu og með skráningu
félagsins munu í framtíðinni enn fleiri
hluthafar bætast í hópinn.
Skólabókardæmi
um einkavæðingu
ERLENDUR HJALTASON FORSTJÓRI EXISTA Erlendur segir að grundvöllinn að góðri afkomu fyrirtækja megi rekja til
einkavæðingar bankanna.
Það sem stendur upp úr hjá mér
og mínu fyrirtæki er hversu vel
hefur tekist með rekstur á skip-
unum Guðmundi Í Nesi og Sólbak
á þessu ári. Mikill hamagangur
var í verkalýðsforustunni vegna
breytinga á ráðningarsamn-
ingum skipverja þessara skipa
við útgerðina á sínum tíma. Til
dæmis hefur ávinningurinn fyrir
sjómennina á Guðmundi Í Nesi
verið jafnari tekjur og langtíma
skipulag vinnu. Sjómennirnir róa
annan hvern túr og fá að vita
með sex til níu mánaða fyrir-
vara nákvæmt róðrarplan. Þetta
skipulag hefur reynst mjög
farsælt bæði fyrir sjómenn og
útgerð. Allur rekstur byggist á
góðu og traustu starfsfólki og
hafa skipverjar á þessum skipum
sýnt mikið þor og úthald í barátt-
unni við öfl sem vilja hefta sjáv-
arútveginn og festa í helgreip-
ar afturhalds og forsjárhyggju.
„Þessi barátta Brims hefur kennt
mér að við verðum alltaf að vera
á varðbergi gangvart þeim öflum
sem vilja hefta frelsið og rétt
einstaklinga til að ráða sér sjálf-
ir,“ segir Guðmundur.
LÆGIR UM SÍÐIR
Það er alltaf öldurót í kringum
sjávarútveginn á hverjum tíma
en það lægir um síðir og sjávar-
útvegurinn á Íslandi mun standa
þessa storma af sér sem ganga
yfir núna eins og endranær.
Þegar storminn lægir verða vel
reknu fyrirtækin, bæði stór og
smá, með traust og gott starfsfólk
sem mun leiða sjávarútveginn
inn í nýja tíma. Á næsta ári mun
reyna mikið á íslensk sjávarút-
vegsfyrirtæki hvernig þau munu
standa sig í að selja og markaðs-
etja íslenskt sjávarfang á erlend-
um mörkuðum. En mín trú er að
íslensku sjávarútvegsfyrirtæk-
in munu vera áfram traustur
hlekkur í því að skapa hér á landi
góð lífskjör og hagsæld á næstu
árum.
Það er alltaf öldu-
rót í sjávarútvegi
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON FOR-
STJÓRI BRIMS Guðmundur segir að bar-
átta Brims hafi kennt sér að vera á varðbergi
gegn öflum sem vilji hefta frelsið.
V I Ð Á R A M Ó T
Sala Símans er
skólabókardæmi
um vel heppnaða
einkavæðingu
Erlendur Hjaltason forstjóri Exista
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims
Allur rekstur byggist á góðu og traustu starfsfólki
og hafa skipverjar á þessum skipum sýnt mikið þor
og úthald í baráttunni við öfl sem vilja hefta sjávar-
útveginn og festa í helgreipar afturhalds og forsjár-
hyggju