Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 56
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR26
Þetta ár sem er að líða hefur verið mjög við-
burðaríkt. Árið hófst eiginlega með látum og
Avion Group var stofnað á fyrsta degi nýs
árs. Við tók mikil vinna við að byggja upp
stórt og voldugt fyrirtæki í fremstu röð í
heiminum á sviði flutninga. Ákveðnum kafla
í þessari vinnu er að ljúka nú undir árslok og
Avion Group verður skráð í Kauphöll Íslands
á næstu vikum. Þetta er búið að vera erfitt
verkefni en mjög skemmtilegt. Avion Group
hefur á að skipa einhverju öflug-
asta alþjóðlega stjórnendateymi
sem völ er á í dag. Við fengum svo
ánægjulega staðfestingu á því og
mörgu öðru sem við höfum verið
að gera þegar félagið var valið
annað framsæknasta fyrirtæki í
Evrópu, nú í nóvember. Það var
var nú ein stærsta stund ársins
2005 að vera í hópi lykilstjórn-
enda Avion Group í Barcelona og
taka við þessari viðurkenningu.
En þetta er ekki bara viðurkenn-
ing fyrir stjórnendur. Þetta er
viðurkenning til alls þess fólks
sem vinnur hjá Avion Group. Um
leið lýsi ég yfir þakklæti mínu til
alls starfsfólksins sem hefur lyft
grettistaki og unnið frábært starf, hvort sem
er hjá Eimskip, Atlanta eða í Excel airways
– sem sagt Avion Group.
Á NÝJU ÁRI
Varðandi næsta ár, 2006 þá er ég bjartsýnn á
gott gengi. Hvar sem er í heiminum eru flutn-
ingar að aukast og þetta er mjög spennandi
iðnaður að starfa í um þessar mundir. Mikil
vinna mun fara í það hjá okkur að halda utan
um vöxt félagsins sem hefur verið gríðarlega
mikill á skömmum tíma. Annað stórt verkefni
er að taka vel á móti ríflega 20 þúsund nýjum
hluthöfum í Avion Group á fyrsta ársfjórð-
ungi, þegar Straumur-Burðarás mun afhenda
sínum hluthöfum bréf í Avion Group eins og
um var samið þegar við keyptum Eimskip.
Ég sé bara mikla vinnu og bjarta tíma fram-
undan, hvort sem er fyrir Avion Group eða
Ísland. Ég er bjartsýnn á árið og hlakka til
að takast á við krefjandi verkefni og vil nota
tækifærið og óska öllum Íslendingum gleði-
legs og gæfuríks árs, með þakklæti fyrir það
gamla.
Gífurlega viðburðaríkt ár
MAGNÚS ÞORSTEINSSON STJÓRNARFORMAÐUR
AVION GROUP Magnús segir að ein stærsta stund ársins
hafi verið þegar Avion Group var kjörið annað framsæknasta
fyrirtæki Evrópu.
Árangur Kaupþings banka á þessu ári
hefur verið góður og er bankinn nú
öflugri en nokkru sinni fyrr. Við lítum
því til komandi árs með
tilhlökkun enda á kröftug
uppbygging sér stað á öllum
markaðssvæðum bankans
um þessar mundir.
Ísland, Danmörk og
Bretland eru nú mikil-
vægustu markaðssvæði
okkar. Bankinn hefur náð
góðum árangri í Bretlandi
og kaupin á Singer &
Friedlander skapa ný og
spennandi sóknarfæri. Um
500 sérfræðingar Singer &
Friedlander og Kaupþings
í Lundúnum munu samein-
ast í nýjum skrifstofum
bankans í hjarta borgar-
innar um mitt næsta ár.
Starfsemin í Danmörku stendur afar
traustum fótum og á næsta ári mun
verðbréfamiðlun bætast við núverandi
starfsemi okkar þar. Þá bindum við
miklar vonir við nýja og öfluga stjórn-
endur sem nýlega hafa gengið til liðs
við bankann í Svíþjóð og Noregi.
KB MERKISBERI
Kaupþing banki hefur verið merk-
isberi nýrra tíma í bankaþjónustu
hér á landi og við ætlum okkur að
vera áfram í forystu í þjónustu við
einstaklinga og fyrirtæki. Við höfum
stuðlað að verulegri lækkun á stærsta
útgjaldalið íslenskra heimila, hús-
næðislánum, og markmið okkar er að
tryggja viðskiptavinum okkar áfram
bestu kjör á því sviði.
VANDASAMT VERKEFNI
Atvinnulífið stendur traustum fótum
um þessar mundir og rekstrarárang-
ur fjölmargra íslenskra fyrirtækja
er eftirtektarverður. Mikill viðskipta-
halli bendir þó til ákveðins ójafnvægis
í hagkerfinu. Krónan er sterk um
þessar mundir og flestum er ljóst að
núverandi gengi hennar er ekki við
jafnvægismörk til lengri tíma litið.
Stjórnvöldum og Seðlabanka bíður
vandasamt verkefni við að tryggja
áframhaldandi stöðugleika og mjúka
lendingu hagkerfisins.
EKKI EINBLÍNT Á NÁTTÚRUAUÐLINDIR
Það er þó mín skoðun að íslenskt
efnahagslíf hafi aldrei verið sterkara
og fjölbreyttara en nú. Ásamt sjávar-
útvegi er fjármálaþjónusta nú orðin
mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinn-
ar á mælikvarða landsframleiðslu. Við
treystum því ekki einungis á náttúru-
auðlindir landsins, heldur höfum við
skapað ný verðmæti með þeim mann-
auði sem býr í íslensku þjóðinni.
Bankinn öflugri en nokkru sinni fyrr
SIGURÐUR EINARSSON STJÓRNARFORMAÐ-
UR KB BANKA Sigurður segir að stjórnvölum og
seðlabanka bíði vandasamt verkefni að tryggja
stöðugleika og mjúka lendingu hagkerfisins
Ég vil að lokum
nota tækifærið og
óska landsmönnum
öllum farsældar á
komandi ári.
Ásamt sjávarútvegi
er fjármálaþjónusta
nú orðin mikilvæg-
asta atvinnugrein
þjóðarinnar á
mælikvarða lands-
framleiðslu
Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is
Spillum ekki framtíðinni
Við eyðum
trúnaðargögnum
Efnamóttakan býður fyrirtækjum upp
á sérhæfða og umhverfisvæna þjónustu.
Rík áhersla er lögð á fullkomið öryggi
og trúnað. Efnamóttakan í Gufunesi
er opin virka daga frá 7.30 – 16.15.
Einkamál
Dæmi:
Trúna›arskjöl
Filmur
Tölvugögn
M
IX
A
•
fí
t
•
5
1
0
0
2
V I Ð Á R A M Ó T
Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Avion Group
Um leið lýsi ég
yfir þakklæti
mínu til alls
starfsfólksins
sem hefur lyft
grettistaki og
unnið frábært
starf
Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka