Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 70
28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR30
menning@frettabladid.is
! Kl. 20.00Önnur sýning verður í Þjóð-
leikhúsinu á Túskildingsóper-
unni eftir þá Bertolt Brecht og
Kurt Weill.
> Ekki missa af ...
... sýningu Vesturports á Woyzeck í
Borgarleikhúsinu, sem frumsýnd var
í október, fyrst í London og síðan í
Reykjavík.
... tónleikum til styrktar krabbameins-
sjúkum börnum sem haldnir verða í
Háskólabíói síðdegis á morgun. Meðal
fjölmargra tónlistarmanna sem koma
fram eru Bubbi Morthens, Sálin hans
Jóns míns, Jónsi, Nylon, Heiða, Hild-
ur Vala og Paparnir.
... styrktartónleikum fyrir fórnarlömb
jarðskjálftans í Pakistan sem verða
haldnir í Austurbæ annað kvöld. Fram
koma Jagúar, Milljónamæringarnir
ásamt Bogomil Font og Páli Óskari,
Ragnheiður Gröndal og fjölmargir aðrir
tónlistarmenn.
Hugleikur er nú að ljúka sýningum á söngleik
sínum Jólaævintýri Hugleiks í Tjarnarbíói. Þetta er
viðamesta uppfærsla félagsins
síðan fjölskyldusöngleikurinn
Kolrassa sló í gegn árið 2002.
Eins og nafnið bendir til er
Jólaævintýri Hugleiks byggt á
sígildri jólasögu Charles Dick-
ens, A Christmas Carol, en eins
og við mátti búast hafa Hug-
leiksmenn snúið efninu upp
á íslenskan veruleika, breytt
fjármálamanninum Scrooge
í óðalsbóndann Ebenezer,
skrifaranum Cratchitt í vinnu-
manninn Kristján og draugun-
um í alþekkta íslenska móra og
skottur.
Tónlist setur sterkan svip á
sýninguna, eins og jafnan í sýningum Hugleiks, og
hefur hún nú verið gefin út á geisladisk. Um undir-
leik sér hljómsveitin Forynjur og draugar, en þar eru
meðal annars innanborðs félagar úr hljómsveitunum
Ampop, Hraun og Innvortis,
auk þss sem velflestir leikar-
anna grípa í hljóðfæri þegar
mikið liggur við.
Þetta er fyrsta íslenska
leikgerðin á þessari sögu, sem
hefur verið vinsælt viðfangsefni
leikhúsfólks frá því hún kom út
árið 1843.
Aðsókn hefur verið
afbragðsgóð og nú eru síð-
ustu forvöð að meðtaka jóla-
boðskapinn um samhjálp
og gleðina að gefa í gegnum
sprellfjöruga sýningu Hugleiks.
Síðustu sýningar verða 29. og
30. desember, og síðan lýkur
ævintýrinu endanlega á þrettándanum, 6. janúar,
eins og vera ber.
Brátt er úti Jólaævintýri
Vala Þórsdóttir hefur samið
leikrit upp úr fimm smá-
sögum Svövu Jakobsdóttur.
Eldhús eftir máli heitir
verkið og verður frumsýnt
annað kvöld á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins.
„Þegar ósk um ástina og fegurðina
í lífinu snýst upp í andhverfu sínu,
það er kannski helsta temað í þess-
ari sýningu,“ segir Vala Þórsdóttir
um Eldhús eftir máli - hversdags-
legar hryllingssögur, leikverk sem
frumsýnt verður annað kvöld á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Þjóðleikhúsið vill með þessari
sýningu heiðra minningu Svövu,
sem hefði orðið 75 ára í ár.
„Mér finnst mikill heiður að því
að fá þetta verkefni,“ segir Vala.
„Ég var búin að lesa flest allt eftir
Svövu fyrir og hef síðan lesið það
allt saman mörgum sinnum.“
Verkið er unnið upp úr fimm af
smásögum Svövu, Saga handa börn-
um, Krabbadýr, brúðkaup, andlát,
Veisla undir grjótvegg, Gefið hvort
öðru og Eldhús eftir máli.
Vala hefur engan veginn látið
sér nægja að semja leikgerð upp úr
þessum sögum heldur er um sjálf-
stætt leikverk að ræða, innblásið af
smásögum Svövu. Vala hófst handa
í febrúar síðastliðnum og lauk
verkinu í nóvember.
Texti verksins er allur frá Völu
kominn, en hún hún lætur sögu-
þráðinn úr öllum sögunum halda
sér og sú sérkennilega veröld sem
sögurnar gerast í er að öllu leyti
frá Svövu kominn.
„Ég fylgi söguþráðunum nokk-
uð nákvæmlega en hef svo bætt
við sums staðar og tekið úr annars
staðar. Ég flétta sögurnar saman
þannig að persónurnar úr sögun-
um þvælast á milli, þær hittast í
öðrum sögum.“
Sem dæmi nefnir hún vinahóp-
inn í Veislu undir grjótvegg.
„Þær mæta allar í brúðkaups-
veislu hjá dauðvona konunni í
„Krabbadýr, brúðkaup, andlát“ og
allar mæta þær í saumaklúbbinn
hjá móður heilalausu mömmunn-
ar í „Sögu handa börnum“. Þær
flakka svona á milli og út úr því
kemur skemnmtilega sérkennileg-
ur vinahópur.“
Hryllingurinn býr jafnan undir
niðri í þessum sögum, „en samt er þetta einhvern veginn svo óskap-
lega venjulegt allt saman, og það
er einmitt það sem er svo hrikalegt
við þetta. Maður sér hversdags-
leikann sem er orðinn svo skrýtinn
eitthvað. Við reynum að halda bæði
húmornum og furðuveröldinni,
bæði hryllingnum og sorginni,
blanda þessu saman og snúa svolít-
ið upp á það.“
Leikarar í sýningunni eru Aino
Freyja Järvelä, sem leikur nú í
fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, Kjart-
an Guðjónsson, Margrét Vilhjálms-
dóttir, María Pálsdóttir, Unnur Ösp
Stefánsdóttir og Þórunn Lárusdótt-
ir.
„Kjartan leikur alla karlana,
hann er því með flesta karakter-
ana, er svolítið á hlaupum og við
leikum aðeins okkur með það.
Stelpurnar skipta síðan hinum
hlutverkunum nokkuð jafnt á milli
sín, eru allar með stóran karaker
og svo líka röð af minni karakter-
um.“
Björn Thorarensen kemur nú
til starfa við Þjóðleikhúsið í fyrsta
sinn sem höfundur tónlistar. Lýs-
ingu hannar Hörður Ágústsson,
búninga gerir Katrín Þorvalds-
dóttir, höfundur leikmyndar er
Stígur Steinþórsson og leikstjóri
er Ágústa Skúladóttir. ■
Hryllingssögur úr hversdagslífinu
ALLT SVO ÓSKAPLEGA VENJULEGT Úr sýningu Þjóðleikhússins, Eldhús eftir máli - hversdags-
legar hryllingssögur.
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
Hljómsveitin Benni Hemm Hemm
treður upp á skemmtistaðnum
Sirkus í kvöld klukkan 21.30. Eftir
tónleikana mun Benedikt Her-
mann Hermannsson, forsprakki
sveitarinnar, þeyta skífum. Verð-
ur hann í rokkgírnum og fær Elvis
Presley væntanlega að hljóma
töluvert.
Páll Banine, sem var áður í
hljómsveitinni Bubbleflies, mun
einnig koma fram sem plötusnúð-
ur. Aðgangseyrir á Sirkus er eng-
inn.
Benni Hemm
Hemm á Sirkus
STÓR HUMAR
aðeins 3900 kr/kg.
GLÆNÝ ÝSUFLÖK
LÚÐUSNEIÐAR,
LÚÐUFLÖK
TÚNFISKUR OG LAX.
opið alla laugardaga 10-14