Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 72
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR32 Nú geta blómabörn ‘68-kynslóðar- innar tekið gleði sína á ný þar sem nýársfagnaður Hótels Sögu verður einstakur í sinni röð þetta árið. Þar munu landsþekktir tónlistarmenn troða upp og söngvararnir eru ekki af verri endanum, þau Shady Owens og Jónas R. Jónsson. Er þetta í fyrsta skipti í um þrjátíu ár sem Jónas R. syngur á dansleik. Einnig er tölu- vert síðan Shady kom fram síðast á Íslandi þannig að þetta er einstakt tækifæri fyrir aðdáendur þeirra að sjá þau saman á sviði. Munu þau syngja helstu lög tímabilsins frá 1963-1970 fyrir gesti Súlnasalarins. Þar að auki munu þau Diddú og Val- geir Guðjónsson hita mannskapinn upp áður en Jónas og Shady trylla lýðinn með bestu lögum þessara ára. Þegar Jónas er inntur eftir því hvort erfitt hafi verið að fá hann til að syngja aftur segir hann að sér hafi ekki litist neitt sérstaklega vel á það til að byrja með. ,,Þegar Sögumenn komu að máli við mig og báðu mig um að vera með var ég nú ekki alveg tilkippilegur í fyrstu. Ég hugsaði sem svo að ég hefði ekkert í þetta að gera og þetta væri bara liðin tíð. En svo þegar ég fór að velta þessu meira fyrir mér ákvað ég bara að slá til og hafa gaman af. Þetta er nú bara eitt kvöld.“ Landsliðsúrval tónlistarmanna mun spila með þeim Jónasi og Shady að þessu sinni. ,,Með okkur verða meðal annarra þeir Arnar Sigurbjörnsson, Ásgeir Óskarsson og Björgvin Gíslason ásamt þeim Eyþóri Gunnarssyni og Guðmundi Benediktssyni.“ Aðspurður um hvort aðdragand- inn hafi verið langur segir Jónas svo ekki hafa verið. ,,Þetta gerðist nú allt fremur fljótt. Við höfum hist nokkrum sinnum og rennt í gegnum lög frá þessum tíma. Ég segi þó ekki að við séum búnir að æfa stíft en þó ágætlega. Við ætlum að rokka og njóta þess. Það verða að mestu leyti jafnaldrar okkar sem sækja þennan dansleik og fólk sem maður spilaði mikið fyrir í gamla daga. Maður á fullt af vinum og kunningjum sem hafa sótt tónleika í gegnum tíðina. Það má því segja að þetta sé eins og ein stór fjölskylda hvað það snert- ir.“ Að sögn Jónasar hafa hann og Shady verið í góðu sambandi frá því þetta var allt ákveðið. ,,Við höfum æft með Shady meðal annars í gegn- um Skype á netinu þar sem hún býr í Bretlandi og það hefur geng- ið mjög vel. Hún kemur til landsins 29. desember til að syngja á þessum tónleikum“ segir Jónas að lokum. Það er því ljóst að dansinn mun duna í Súlnasalnum á nýársnótt og blómabörnin fá svo sannarlega eitt- hvað fyrir sig. tomas@frettabladid.is Stóra svið SALKA VALKA Í kvöld kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 UPPSELT Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Í kvöld kl. 20 Su 8/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV NEMENDALEIKHÚSIÐ Í kvöld kl. 20. SÍÐASTA SÝNING! Miðvikudaginn 28.12 kl. 20.00 Sunnudaginn 08.01.2006. kl. 20.00 Síðustu sýningar! Miðasala Borgarleikhússins: 568 8000 MANNTAFL Í BORGARLEIKHÚSINU Einleikur með Þór Tulinius SPENNANDI FRÁ UPPHAFI . . .TIL ENDA!! Fim. 29. des. örfá sæti laus Fös. 20. jan. Lau. 21. jan. Gleðileg jól! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 25 26 27 28 29 30 31 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  21.30 Hljómsveit Benna Hemm Hemm á Sirkus. Benni spilar sem plötusnúður á eftir ásamt Páli Banine. ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Hið árlega jólaball Hannesarættarinnar úr Keflavík er haldið í Haukahúsinu í Hafnarfirði. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Shady Owens og Jónas R. rokka á nýársnótt SHADY OWENS Í góðu glensi með Hljómum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.