Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 76
28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR36
FÖSTUDAGINN 30. DESEMBER FRÁ KL. 21:00 Í HÁSKÓLABÍÓI
DAGSKRÁ
KVÖLDSINS
SNAKE IN MONKEY’S SHADOW
(Hou hsing kou shou, 1979)
Leikstjóri: Sum Cheung
Aðalhlutverk: Hong-Yip Cheng
JADE CLAW
(Ji zhao, 1979)
Leikstjóri: I-Jung Hua
Aðalhlutverk: Billy Chong
SNAKEFEST IN EAGLE’S SHADOW
(Se ying diu sau, 1978)
Leikstjóri: Woo-ping Yuen
Aðalhlutverk: Jackie Chan
Um er að ræða þrjú klassísk kung-fu
meistaraverk, sem eru meðal upphálds-
mynda Tarantino og hafa mótað hann sem
kvikmyndargerðarmann. Myndirnar eru allar
á 35mm filmum úr einkasafni Tarantino,
sýndar í hámarks hljóð- og myndgæðum,
með ensku tali.
Magic, Icelandair, Icelandair Hotels,
DV og Iceland Film Festival óskar
öllum sem tryggðu sér miða í tæka tíð
góðrar skemmtunar á þessum einstaka
kvikmyndaviðburði.
Vinsamlegast athugið að hljóð- og
myndupptökur eru óleyfilegar með öllu.
Myndavélar verða gerðar upptækar.
MAGIC KYNNIR
Það var mikið um dýrðir á tónleikum hlómsveitarinnar Rocco and the Burden sem
haldnir voru á skemmtistaðnum
Nasa á fimmtudagskvöldið. Þar
var margt góðra manna og auðvit-
að var kvikmyndastjarnan Kiefer
Sutherland mætt til þess að sjá
vin sinn Rocco spila. Það má með
sanni segja að Kiefer hafi haldið
uppi stuðinu og ekki látið þá miklu
athygli sem hann fékk á tónleik-
unum á sig fá. Lék hans á als oddi
og skemmti sér konunglega ásamt
flestum þeim sem á Nasa voru
mættir. ■
Vinir Kiefers hristu upp í liðinu á Nasa
THE BURDEN Hljómsveit-
armeðlimir sungu lög sín
af miklum krafti enda
var það mál manna eftir
tónleikana að þeir hefðu
verið stórgóðir.
KRUMMI Í MÍNUS Og félagar voru nokkuð
ánægðir með Rocco og hljómsveit hans og
gengu sáttir út að tónleikunum loknum.
SÓLÓ Hljómsveit Roccos var í góðu stuði á Nasa og spilaði lög sín af miklum sannfæringar-
krafti. Hér tekur gítarleikari sveitarinnar sóló af miklum móð.
KIEFER SUTHERLAND Var einstaklega hress
í bragði og smellti kossi á þær stöllur
Hrafnhildi, Laufeyju og Súsönnu. Voru þær
augljóslega í sjöunda himni með Kiefer
sem og hljómsveit Roccos.
KIEFER Heilsaði upp á Elisabetu Gunnars-
dóttir eða Betu Rokk eins og hún er betur
þekkt, og Fanneyju Stefánsdóttur. Voru þær
greinilega hæstánægðar með að hafa hitt
leikarann góðkunna.
SÆVAR HELGASON, PÁLL SÆÞÓRSSON,
VALTÝR SIGURÐSSON OG EINAR ÓMARS-
SON Fíluðu Rocco and the Burden í botn
á Nasa.
HLJÓMSVEITIN GHOSTIGITAL Fór mikinn á Nasa þegar hún hitaði upp fyrir Rocco and the
Burden. Hér er Einar Örn Benediktsson í essinu sínu.