Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 77
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005 37
Fyrir fólk sem fær ekki nægju
sína af stórum og loðnum öpum
í bíó þessa dagana (og er búið að
gefast upp á skemmtanalífinu)
er alltaf hægt að bregða sér út
á leigu og finna fleiri myndir
um apann geðstirða, King Kong.
Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna
hina upprunalegu King Kong-
kvikmynd frá 1933, sem var
tímamótaverk í tæknibrellum
og segja margir að betri tækni-
brellumynd hafi ekki komið út
fyrr en með Star Wars rúmum
fjörutíu árum seinna. Fram-
hald var gert sama ár og nefnd-
ist myndin Son of Kong. Þar er
aftur snúið til Höfuðkúpueyju og
finna menn þar son Kong. Hver
mamman er skal ósagt látið en
þar sem sonurinn er albínói er
aldrei að vita nema það sé sjálf
leikkonan Ann Darrow. Minna
var fjallað um ástarmál Kong
í hinni japönsku King Kong vs.
Godzilla og hann þess í stað lát-
inn gera það sem hann gerir best,
berja risaeðlur í spað. Menn sem
ekki hafa eigin ástarmál til að
huga að deila enn þann dag í dag
um hvor þeirra sé sterkari.
Undarlegasta King Kong-
myndin er vafalaust King Kong
Escapes frá árinu 1967. Myndin
er amerísk-japönsk framleiðsla
og í þetta sinn er Kong dáleiddur
og gerður að námuverkamanni,
en sleppur laus og þarf að berj-
ast við vélmennaeftirmynd af
sjálfum sér ofan á turni í Tókíó.
Einnig reynir skrímslið Goro-
saurus að éta kærustu Kong (aðra
litla ljósku), sem reynist afar
óhollur skyndibiti. Gorosaurus er
kjálkabrotinn af apanum en birt-
ist aftur ári síðar ásamt Godzilla í
myndinni Destroy All Monsters.
Kong kom ekki aftur til Holly-
wood fyrr en árið 1976, þegar
upprunalega myndin var endur-
gerð. Breytingarnar voru þó
talsverðar, hér er hann ofsóttur
af illum olíufyrirtækjum í stað
kvikmyndamanna og endar feril
sinn ofan á World Trade Center.
Sérstaklega er fróðlegt að sjá
loftárás á tvíburaturnana í ljósi
liðinna atburða og olíufyrirtækin
halda víst áfram að misnota hör-
undsdökka þriðjaheimsbúa enn
þann dag í dag. Jessica Lange
er hér í sínu fyrsta hlutverki
ásamt stórleikurum eins og Jeff
Bridges og Charles Grodin.
Verr heppnað var framhaldið,
Kong Lives, frá 1986. Hér kemur
í ljós að Kong lifði af fallið og
hefur verið í dái í tíu ár. Skipt
er um hjarta í honum og þegar
kvenkynsapi finnst sprettur
hann upp á ný, knúinn áfram
af gangráðinum og greddunni.
Terminator-mamman Linda
Hamilton leikur hér konuna sem
keppir um ástir Kong, en fellur í
skuggann af kvenapanum.
Sami höfundur og skrifaði
hið upprunalega handrit að
King Kong, Merian C. Cooper,
sneri aftur á kunnulegar slóðir
árið 1949 þegar hann gerði aðra
mynd um risaapa, Mighty Joe
Young. Myndin var endurgerð
árið 1998 með þeim Bill Paxton
og Charlize Theron, en Jói er
hálfgerður kettlingur við hliðina
á Kong konungi.
valurg@frettabladid.is
Apaspil: Kvikmyndasaga King Kong
KING KONG Apinn úrilli hefur margoft birst á breiðtjaldinu.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Söngvarinn Michael Jackson hefur samþykkt að taka þátt í gerð
raunveruleikaþáttar sem fjalla á um fjöl-
skyldu hans. Mun hann taka stóran þátt
í gerð fyrsta þáttarins og koma lítillega
við sögu í næstu þáttum. Þættirnir fjalla
hins vegar að mestu leyti um bróður
Jacksons, Tito og syni
hans þrjá og tilraunir
þeirra til þess að kom-
ast inn í tónlistariðn-
aðinn. Latoya Jackson
og Jermaine Jackson,
systkini Michaels,
munu einnig koma
fram í þáttunum sem
verða sýndir vestan-
hafs í vor.
Knattspyrnumennirnir eru ekki á flæðiskeri staddir fjárhagslega
og Wayne Rooney er svo sannarlega
einn af þeim launahærri í bransanum.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
götublaðsins The Sun mun hann hafa
keypt hest handa kærustu sinni Coleen
Mcloughlin, að upphæð um 70.000
punda. Jafngildir það um 8 milljónum
íslenskra króna. Vinir fótboltahetjunnar
segja ástæður
fyrir gjöfinni hina
miklu ást Roon-
eys á unnustu
sinni. ,,Hann
er rómant-
íker og vill
bara að
henni finn-
ist hún vera
sérstök.“
Loksins, loksins, gætu einhverjir
hugsað en í kvöld hefst hjá Ríkis-
sjónvarpinu þáttaröðin Extras
sem er úr smiðju Ricky Gervais
og Stephen Merchant, þeirra sömu
og eiga heiðurinn af The Office.
Þættirnir hafa slegið í gegn á Bret-
landi en þeir segja frá aukaleikar-
anum Andy, sem hefur ekki fengið
eitt einasta hlutverk í kvikmynd
síðan hann hætti hjá bankanum
fyrir fimm árum vegna þess að
hann ætlaði að „meika“ það í kvik-
myndum. Hann hefur nú atvinnu
af því að vera bakgrunnsleikari
og kemst í kynni við stórstjörnur
með grátbroslegum afleiðingum.
Fjöldi þekktra leikara kemur við
sögu í þáttunum og nægir þar að
nefna Samuel L. Jackson og Ben
Stiller. ■
Extras hefur
göngu sína
RICKY GERVAIS Í kvöld hefjast sýningar á
nýjustu þáttaröð hans, Extras, sem hefur
slegið í gegn á Bretlandi.
Gamanleikarinn Mike Myers og
eiginkona hans Robin Ruzan eru
að skilja eftir tólf ára hjónaband.
Að sögn fjölmiðlafulltrúa þeirra
verða þau áfram nánir og góðir
vinir.
Myers og Ruzan, sem er rithöf-
undur og leikkona, giftu sig í maí
árið 1993. Þau eru barnlaus. Myers
er þekktur fyrir kvikmyndir á borð
við Austin Powers, Wayne’s World
og Dr. Seuss’ The Cat in the Hat.
Auk þess hefur ljáð tröllinu Shrek
rödd sína í tveimur myndum. ■
Mike Myers
skilinn
MIKE MYERS Leikarinn Mike Myers er
skilinn eftir tólf ára hjónaband.