Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 78
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Einhvers staðar mitt á milli David Lynch og David Mamet er þriðja mynd Baltasars Kormáks, A Litt- le Trip to Heaven. Stórleikararnir Forest Whitaker og Peter Coyote leika tryggingasölumenn sem svífast einskis til að forðast að borga út þegar hamfarir dynja yfir kúnna þeirra og minna þannig eilítið á sölumennina í Glengarry Glen Ross. Þegar Forest heldur af stað í litla skrýtna smábæinn norðan við allt og ekkert erum við komin langleiðina inn í Lynchland. En hvorug þessara tilvísana nægir þó til að lýsa myndinni því hún hefur einnig ákveðinn íslenskan brag. Rétt eins og Dagur Kári og Friðrik Þór reynir Baltasar að fanga norðurslóðastemningu sem erfitt er að lýsa með orðum, enda hafa orðin takmarkað gildi þegar komið er norðan við allt og ekkert. Persónur eru skoðaðar utan frá fremur en innan og enginn tjáir sig með fleiri orðum en nauðsyn- legt er. Baltasar tókst einna fyrstum Íslendinga með 101 Reykjavík að gera bíómynd sem hökti ekki held- ur rann nokkuð ljúflega í gegn. Hún hafði ekki yfir sér brag yfir- færðs sviðsverks eða runu sketsja lauslega tengdra saman (þó að slíkt þurfi alls ekki að vera slæmt) heldur fullmótaðrar bíómyndar. Hið sama er uppi á teningnum hér, lítið er um mistök eða feil- spor, spurningin er frekar hvort áhorfendanum þykir efniviðurinn áhugaverður eða ekki. Söguþráðurinn vinnur sig ágætlega áfram. Hin óhjákvæmi- legu hvörf opinberast í miðri mynd og dularfullir atburðir hafa allir sínar útskýringar. Leyst er úr öllum hnútum, ekki er fallið í þá gryfju að búa til ráðgátu sem ekki er leyst, sem því miður allt of margir hafa gert í kjölfar Lynch, enda á áhorfandinn í raun rétt á því að vita hvernig sagan endar. Endirinn er í senn óvæntur og fullnægjandi þótt nokkrum erf- iðleikum sé bundið að átta sig á hvernig Forest komst að þessari niðurstöðu. Hvað nákvæmlega verður til þess að hann gerbreytir um hugsunarhátt? Er hann hald- inn samviskubiti? Eða er hann svona hrifinn af Juliu Stiles? Vissulega er hefð fyrir því að menn gefi allt upp á bátinn fyrir dularfullar konur í noir-myndum. A Little Trip er þrátt fyrir allt fremur raunsæisleg en bara enn önnur bíómyndatilvísunin. Maður hefði viljað fá eitthvað haldbær- ara til að skilja persónuna betur. Staðleysa og tímaleysa er ósið- ur sem leikstjórar verða að venja sig af. Hvort sem það eru ridd- arar syngjandi Queen eða menn étandi Hlöllabáta á sjöunda ára- tugnum í Reykjavík leiðir sjaldn- ast gott af slíku. Sögur eru þrátt fyrir allt flestar svipaðar inni við beinið en eigi þær að halda athygli þurfa þær að færa mann inn í einhvern heim. Hvort sem sá heimur er þekktur eða óþekkt- ur þarf hann að lúta innri lögmál- um frekar en að henda inn hlut- um af handahófi, sem hefur verið allt of áberandi á íslensku sviði undanfarið. En þrátt fyrir einhvers konar stað- og tímaleysi út á við sleppur A Little Trip vegna þess að hún er ekki handahófskennd. Í raun og veru gæti maður fundið stað og tíma nokkuð nákvæmlega - í Mið- vesturríkjum Bandaríkjanna á seinni hluta áttunda áratugarins. Einungis íslenskir áhorfendur myndu hafa eitthvað út á þá túlkun að setja þegar við sjáum Hlemm eða Keflavík í mynd. Hlemmur er vandlega dulbúinn og ekki þarf að gera mikið við Keflavík til að gera hana að amerískum smábæ. Líklega tengja fæstir aðrir þessi atriði við Ísland, jafnvel þótt þeir hafi komið hingað. Það er helst þegar tekið er utandyra að manni finnst sem hin íslenska náttúra gæti varla verið neins staðar ann- ars staðar. Leikararnir standa sig með prýði, skila sínu án þess að neinn þeirra steli senunni, ekki einu sinni Forest. Enda ekki til þess ætlast. Ekki er boðið upp á harmþrungnar óskarsræður. Til- finningarnar eru lágstemmdar í hráslagalegu umhverfinu, barátt- an er háð innan frá. Ekki er myndin þó með öllu laus við aksjónatriði. Fleiri bílar eru laskaðir en í nokkurri íslenskri mynd síðan Löggulíf kom út. Það flottasta af þessum atriðum er einnig hið ósennilegasta, en ekki er neitt út á þau að setja tækni- lega. Þó að kvikmyndaheimurinn sé fullur af bílslysum eru þessi með þeim ofsafengnari sem sést hafa. Eitt burðaratriði myndarinnar birtist þó ekki á skjánum held- ur ómar í gegnum hátalarana og stundum virðist sem myndin hafi verið gerð í kringum tónlist Mugi- son frekar en öfugt. Lagið Rush á til dæmis jafn stóran þátt í að vekja upp óhug fyrir fyrsta slysið og nokkuð sem gerist á skjánum. Baltasar æðir ekki af stað með góðar en ófullmótaðar hugmyndir eins og svo margir. Hann kann að gera bíómyndir og þarf því enga forgjöf eða klapp á bakið fyrir að reyna þegar hann getur. Baltasar hefur hingað til verið að læra en hann getur nú talist fullútskrifað- ur. Því verður afar spennandi að sjá hvað hann gerir næst. Valur Gunnarsson Frank Miller, handritshöfundur og annar af leikstjórum hinnar ofbeldisfullu Sin City, er að ljúka við handritið að framhaldsmynd- inni Sin City 2 sem er væntanleg 18. ágúst á næsta ári. „Ég get ekki beðið eftir því að setjast í leikstjórastólinn á nýjan leik. Ef ég fæ að ráða verða gerðar fimm myndir en bara ef ég fæ að ráða,“ sagði hann. „Fimm myndir myndu dekka allar myndasögurn- ar en ég er líka að semja efni fyrir nýju myndina. Ég á örugglega eftir að gefa út aðra myndasögu. Hún fjallar um Nancy Callahan, sem mig hefur lengi langað til að fjalla nánar um,“ sagði hann. Robert Rodriguez, hinn leik- stjóri Sin City, hefur áður látið hafa eftir sér að framhaldsmynd- in verði byggð á sögu Miller, A Dame to Kill For. Sömu aðalleik- arar verða í nýju myndinni, fyrir utan Bruce Willis sem dó í þeirri fyrri. Auk þess hefur Danny Trejo bæst í leikarahópinn en hann er þekktur skálkur úr myndum á borð við Con Air, Heat og From Dusk Till Dawn, sem var einmitt leikstýrt af Robert Rodriquez og Quentin Tarantino. ■ Miller vill fimm Sin City-myndir SIN CITY Mickey Rourke snýr aftur í Sin City 2 en hann fór á kostum í fyrri myndinni. A LITTLE TRIP TO HEAVEN LEIKSTJÓRI: BALTASAR KORMÁKUR. HANDRIT: BALTASAR KORMÁKUR OG EDWARD WEINMAN. Niðurstaða: Mynd sem stendur fyllilega fyrir sínu. Baltasar á líklega enn eftir að gera sínar bestu myndir en A Little Trip sýnir mann sem hefur náð fullum tökum á list sinni. Mitt á milli Lynch og Mamets FRÉTTIR AF FÓLKI Þúsund eintök af nýjustu plötu Sigur Rósar, Takk, verða gefin út í Bret- landi og í Bandaríkjunum á næstunni á vínyl. Búast má við því að safnarar eigi eftir að sitja um eintökin. Vínylplatan þykir sérstaklega eiguleg vegna þess að Takk var tekin upp í hliðrænu- formi, eða analog, en ekki á stafrænan hátt eins og síðasta plata Sigur Rósar, (). HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is ���� - ÓÖH DV 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd í Lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 2, 4 og 6 Íslenskur texti Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 B.I. 16 ára Sýnd kl. 10.10 B.I. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ára ...áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir freskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð ����- HJ MBL „Persónurnar eru trúverðugar og leikurinn í flestum tilvikum fyrsta flokks“ „Baltasar finnur smjörþefinn af Hollywood“ ���� - Dóri DNA - DV „...líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa“ VG - Fréttablaðið ���� - Toronto Sun SÍMI 551 9000 Hún er að fara að hitta foreldra hans ...hitta bróður hans ...og hitta jafnoka sinn Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka ���� - ÓÖH DV 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 3 og 6 Íslenskur texti Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára ...áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir freskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð ����- HJ MBL ���� - Dóri DNA - DV „...líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa“ VG - Fréttablaðið ���� - Toronto Sun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.