Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
16%
31%
F
ré
tt
a
b
la
›
i›
F
ré
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Allt-fasteignir.
á mánudegi
LESTUR MEÐAL 25-45 ÁRA
Húsnæðisleitin hefst
í Fréttablaðinu
Sími: 550 5000
MÁNUDAGUR
2. janúar 2006 — 1. tölublað — 6. árgangur
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR
Þjóðleikhúsið er í
uppáhaldi
hús • fasteignir
Í MIÐJU BLAÐSINS
AY
GO
AY
GO
AY
GO
AY
GO
AY
GO
OFKEYRSLU
TÓNLEIKAR
LAUGARDALSHÖLL
06.01.2006 kl. 18.00
ÓKEYP
IS MIÐA
R:
Náðu þé
r í ókeyp
is miða
í Aygo h
jólhýsin
u á Læk
jartorgi
milli fim
m og át
ta alla d
aga
fram að
tónleiku
m.
www.aygo.is
Viggó góður dómari
Landsliðsþjálfarinn Viggó
Sigurðsson þótti standa
sig sérstaklega vel í
dómarahlutverkinu
á fjáröflunarleik ÍR
sem hann dæmdi á
föstudag.
ÍÞRÓTTIR 34
STARFSLOK Ragnhildur Geirsdótt-
ir, fyrrum forstjóri FL Group,
fær 130 milljóna króna greiðsl-
ur frá félaginu næstu fjögur til
fimm ár vegna starfsloka sinna í
október.
Ragnhildur tók við starfinu
af Sigurði Helgasyni, sem lét af
störfum í vor eftir tuttugu ára
stjórnartíð hjá fyrirtækinu. Sig-
urður fær 161 milljón króna í
greiðslur frá félaginu næstu fjög-
ur til fimm ár vegna starfsloka
sinna. Ragnhildur gegndi stöðu
forstjóra í fimm mánuði.
„Þessar greiðslur eru einung-
is uppgjör á ráðningarsamningi
Ragnhildar,“ segir Skarphéðinn
Berg Steinarsson, stjórnarfor-
maður FL Group. „Hún er eins
og aðrir launþegar með ákveðinn
uppsagnarfrest, auk þess sem
ýmis hlunnindi koma inn í samn-
inginn.“
Skarphéðinn Berg segir vissu-
lega um háar fjárhæðir að ræða,
en það sé hefðbundið í ráðning-
arsamningum forstjóra fyrir-
tækja að svo sé. „Launin eru há
og kaupaukagreiðslur bætast við
þegar vel gengur.“
Skarphéðinn Berg segir félag-
ið hafa gengið vel í stjórnartíð
Ragnhildar og tekið hafi verið
mið af því. „Það var tiltölulega
einfalt mál að gera upp ráðning-
arsamning hennar.“
Skarphéðinn segist ekki leggja
mat á það hvort um óeðlilega háar
fjárhæðir sé að ræða. „Þetta eru
greiðslur sem Ragnhildi ber sam-
kvæmt ráðningarsamningi henn-
ar, og launakjör hennar voru eins
og tíðkast hjá fólki í sambæri-
legum störfum,“ segir Skarphéð-
inn Berg. „Ragnhildur er öflug
manneskja og hún vann vel fyrir
félagið.“
„Ég þekki ekki þau viðmið
sem ríkja við samninga af þessu
tagi en ég get ekki annað sagt
en að mér finnst mjög vel í lagt
með þessum greiðslum,“ segir
Vilhjálmur Bjarnason, við-
skiptafræðingur og hluthafi í FL
Group. - ht
Fær 130 milljónir króna
eftir fimm mánaða starf
Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrum forstjóri FL Group, fær 130 milljónir frá félaginu næstu fjögur til fimm ár
vegna starfsloka í október. Sigurður Helgason, sem lét af störfum forstjóra í vor, fær 161 milljón.
RAGNHILDUR
GEIRSDÓTTIR
FL Group greiðir
henni 130 milljónir
vegna starfsloka sem
forstjóri fyrirtækisins.
SIGURÐUR
HELGASON
Lét af störfum sem
forstjóri FL Group í
vor og fær 161 milljón
vegna starfslokanna.
HLÝTT FRAM EFTIR DEGI Það
verður nokkuð stíf suðvestanátt með
skúrum allvíða en þurrt að mestu á
norðanverðu landinu. Milt framan af degi
en kólnar nokkuð þegar líður á síðdegið
og kvöldið. VEÐUR 4
ATLI ÖRVARSSON
Er tónskáld í Los
Angeles
Samdi tónlistina við Stuart litla
FÓLK 62
Stund milli stríða
Var árið 2005 ekki eins og
lognið á eftir storminum,
eða undan honum?
spyr Guðmundur
Andri Thorsson í
ársuppgjöri sínu.
Í DAG 20
Góðir hlutir gerast hægt
Guðjón Sigmundsson
hefur strengt áramóta-
heit í 35 ár en er nú
hættur þar sem hann
segir þau sjaldan
hafa staðist.
FÓLK 38
Kynntust við lundaveiðar
Húsvíkingurinn Björn Friðrik Brynjólfs-
son er nýr aðstoðarmaður Einars K.
Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra.
Þeir kynntust við lundaveiðar í
Grímsey á Steingrímsfirði.
TÍMAMÓT 24
ELDSVOÐAR Stöðurafmagn er talið
kunna að hafa valdið brunanum
hjá Hjálparsveit skáta í Hvera-
gerði á gamlársdag.
Snorri Baldursson,
slökkviliðsstjóri í Hveragerði,
telur koma til greina að banna
björgunarsveitarmönnum að vera
í flísfatnaði þegar höndlað er með
sprengifim efni, en starfsmaður
hjálparsveitarinnar var að ganga
frá flugeldasýningu í húsinu.
Stöðurafmagn getur myndast við
núning gerviefna og þekkja marg-
ir hvernig er að fá í sig neista frá
einhverjum sem gengið hefur yfir
teppalagt gólf.
Einnig er talið að neisti kunni
að hafa myndast við að hefti hafi
skotist í annað hefti eða nagla.
Verið var að vinna með heftibyssu
þegar kviknaði í. „Ólíklegt er að
hægt verði að sanna hvort var,“
segir Snorri, en telur að lagst verði
yfir vinnulag við meðhöndlun
skotelda í kjölfarið.
Í sama streng tekur Kristján
Einarsson, slökkviliðsstjóri
hjá Brunavörnum Árnessýslu.
„Brunamálastofnun hlýtur nú að
taka þetta mjög föstum tökum,“
segir hann og telur líklegt að
settar verði reglur um að sala og
meðhöndlun skotelda verði alfarið
færð yfir í sérstaka gáma fjarri
öðrum byggingum. Sjá síðu 4 /- óká
Stórbruni varð hjá Hjálparsveit skáta í Hveragerði á gamlársdag:
Stöðurafmagni kennt um eld
HÚSNÆÐI HJÁLPARSVEITAR SKÁTA Í HVERAGERÐI BRANN Á GAMLÁRSDAG Brunavarnir Árnessýslu lögðu til körfubíl við slökkvistarf í Hvera-
gerði á gamlársdag, en vegna sprengihættu af birgðum flugelda í húsinu þótti ekki óhætt að manna körfuna, sem þó nýttist til að sprauta
ofan í eldhafið. Mikið tjón var í brunanum og missti hjálparsveitin allan sinn búnað, utan tvo bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/KIDDI RÓT
ANNA SAARI OG MÁR GUNNLAUGSSON
Eru mótfallin
stórframkvæmdum
Mótmælin hafa þjappað íbúunum saman
FÓLK 62
LÖGREGLA Drukkinn maður hékk
utan á svölum á þriðju hæð fjöl-
býlishúss í Keflavík og hótaði að
kasta sér niður á steypta stétt
um klukkan fjögur á nýársnótt.
Lögregla hafði verið kvödd á
staðinn vegna ölvunar og æsings
mannsins. Að sögn lögreglu í
Keflavík náðist að bjarga mann-
inum af svölunum og hann var í
kjölfarið vistaður í fangahúsi.
Fyrr um nóttina óskaði maður
í Keflavík eftir aðstoð lögreglu
þar sem hann hafði verið
skallaður í andlitið, en tennur í
honum brotnuðu og hann skarst
töluvert.
Lögreglan fann meintan
árásarmann skömmu síðar, en
sá var með fjögurra sentímetra
langan skurð á enninu.
Árásarmaðurinn fékk að gista
fangageymslu, en báðir voru
ölvaðir. - óká
Gleðskapur á nýársnótt:
Manni bjargað
af svölum húss