Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 6
6 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR
KJÖRKASSINN
Á þingið að koma saman vegna
deilna um Kjaradóm?
Já 60%
Nei 40%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Strengdir þú áramótaheit?
Segðu skoðun þína á visir.is
LÍFEYRISMÁL Dæmi eru um að
greiðslur séreignarlífeyrissparn-
aðar skerði bætur sem fólk fær
frá Tryggingastofnun ríkisins,
hvort heldur sem um er að ræða
ellilífeyri eða örorkubætur. Vakin
var athygli á þessu á síðasta
stjórnarfundi Tryggingastofnunar
og framkvæmdastjóra lífeyris-
tryggingasviðs falið að taka saman
upplýsingar um málið.
„Stjórnarmaður rak sig á þetta
hjá kunningja sínum, en augljóst
er að þetta er réttlætismál,“ segir
Kristinn H. Gunnarsson, formað-
ur stjórnar Tryggingastofnunar
og þingmaður Framsóknarflokks.
„Svo virðist sem þessi séreign-
arlífeyrissparnaður sé ekki með-
höndlaður með sama hætti gagn-
vart Tryggingastofnun og aðrar
lífeyristekjur. Þetta er vegna þess
að lög um almannatryggingar vísa
í ákvæði laga um lífeyristrygg-
ingar og séreignarsparnaðurinn
er fyrir utan það,“ segir Kristinn
og bætir við að af þessum sökum
skerði séreignarlífeyrissparnaður
tekjutryggingar að fullu meðan
aðrar lífeyristekjur geri það
ekki nema að hluta. „Fljótt á litið
virðist þarna vera mismunandi
meðferð sams konar tekna.“
Kristinn segir að til þess að
fá þessu breytt þurfi að koma til
lagabreyting. „Við ætlum að fá
betri yfirsýn yfir málið áður en
við förum með það fyrir stjórn-
ina,“ segir hann, en málið yrði
þá lagt fyrir heilbrigðisráðherra.
Næst fundar stjórn Trygginga-
stofnunar í lok mánaðarins, en þá
verður lögð fram samantekt um
málið. „En þetta þarf að skoða,
sérstaklega vegna þess að verið
er að hvetja fólk til að spara sjálft.
Ef liggur við því hálfgerð refsing
þá er hvatningin nú kannski ekki
mikil.“
Ágúst Þór Sigurðsson,
framkvæmdastjóri lífeyristrygg-
ingasviðs Tryggingastofnunar,
segir ekki liggja fyrir hversu
margir kunna að verða fyrir
skerðingu vegna viðbótarsparn-
aðarins. „Við erum nú að fara að
taka saman upplýsingar um það
og leitum þá væntanlega til Ríkis-
skattstjóra með það, til að fá upp-
lýsingar út frá launamiðum. Við
höfum svo sem ekkert í hendi í dag
um hversu margir þetta eru eða
um hvaða upphæðir er að ræða. En
til eru um þetta einhver dæmi og
þess vegna var þetta tekið upp á
stjórnarfundinum.“
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins þarf þó ekki í öllum tilvikum
að koma til skerðingar þrátt fyrir
að fólk hafi lagt fyrir, fái það
rétta ráðgjöf lífeyrissjóðanna,
eða fjármálafyrirtækjanna þar
sem séreignarsparnaðurinn er.
Hægt er að taka sparnaðinn allan
út í einu lagi áður en kemur að
ellilífeyristöku og þá skerðast
ekki greiðslur frá Trygginga-
stofnun.
olikr@frettabladid.is
FUNDUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Í NÓVEMBER Vel var mætt á fund eldri borgara um kjara-
og hagsmunamál eftirlaunaþega 26. nóvember síðastliðinn. Nú kemur upp úr dúrnum að
séreignarsparnaður skerðir að fullu ellilífeyri frá Tryggingastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Séreignarsparnaður
dregst frá bótunum
Séreignarlífeyrissparnaður skerðir að fullu tekjutengdar bætur lífeyristrygginga
Tryggingastofnunar ríkisins. Dæmi eru um að bætur fólks hafi skerst vegna
séreignarsparnaðar. Tryggingastofnun er að kanna umfang vandans.
ÁGÚST ÞÓR
SIGURÐSSON Ágúst
tekur saman upplýs-
ingar um mögulega
skerðingu bóta vegna
séreignarsparnaðar.
KRISTINN H.
GUNNARSSON
Kristinn er
stjórnarformaður
Tryggingastofnunar
ríkisins.
MOSKVA, AP Rússneska ríkisfyrir-
tækið Gazprom, sem hefur einka-
rétt til þess að selja gas, skrúfaði
í gær fyrir allan útflutning á gasi
til Úkraínu. Rússar hafa viljað
hækka verð á gasi til Úkraínu,
en Úkraínumenn sætta sig ekki
við að borga hærra verð.
Í gær sökuðu Rússar Úkra-
ínumenn jafnframt um að stela
gasi sem leitt er í gasleiðslum
gegnum Úkraínu til Vestur-Evr-
ópulanda.
Óttast er að deilur Rússa og
Úkraínumanna um gasverð geti
leitt til þess að skortur verði á
gasi víða í Evrópu, því um það
bil helmingurinn af öllu því gasi
sem notað er í löndum Evrópu-
sambandsins kemur frá Rúss-
landi, og stór hluti þess fer um
leiðslur sem liggja gegnum Úkr-
aínu.
„Upplýsingar liggja fyrir um
að Úkraínumenn séu byrjaðir að
taka til sín gas sem ætlað er neyt-
endum í Evrópu,“ var haft Sergei
Kuprianov, talsmanni Gazprom,
í rússneskum fjölmiðlum um það
bil átta klukkustundum eftir að
Rússar skrúfuðu fyrir gasið til
Úkraínu.
Allt það gas sem nú streym-
ir til Úkraínu frá Rússlandi er
ætlað neytendum í Evrópuríkj-
um, að því er Gazprom segir.
HÖFUÐSTÖÐVAR GAZPROM Í MOSKVU Óttast er að deila Rússa og Úkraínumanna um verð
á gasi valdi skorti á gasi í ríkjum Vestur-Evrópu. MYND/AP
Engin lausn í sjónmáli í deilu Rússa og Úkraínumanna:
Rússar skrúfa fyrir gas til Úkraínu
VÍNARBORG, AP All sérkennileg-
ar deilur settu svip sinn á nokkra
fjölmiðla í Austurríki í gær þegar
reynt var að skera úr því hvert væri
fyrsta barn ársins þar í landi.
Svo vill til að þrjú börn fæddust
klukkan eina mínútu yfir tólf á mið-
nætti á nýársnótt, og því var gert
fyrir hönd þeirra allra tilkall um að
teljast fyrsta barn ársins.
Austurríska ríkissjónvarpið
taldi sig þó hafa leyst deiluna með
því að segja að foreldrar allra barn-
anna þyrftu að sætta sig við að þau
hefðu fæðst á sama tíma og verði
því að deila með sér heiðrinum.
Fyrsta barn ársins í Austurríki:
Þrjú börn deila
heiðrinum
ORÐUVEITING Forseti Íslands, Herra
Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í
gær tólf Íslendinga heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu við
hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Kynjahlutfallið var jafnt að þessu
sinni en meðal þeirra sem fengu
orðu voru Brynja Benediktsdóttir
leikstjóri fyrir störf í þágu leiklist-
ar og Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra fyrir störf í opinbera
þágu.
Forseti Íslands:
Tólf sæmdir
fálkaorðunni
ORÐUHAFARNIR TÓLF Forseti Íslands ásamt
þeim tólf Íslendingum sem voru sæmdir
heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA
Handtekin á Hvolsvelli Stúlka inn-
an við tvítugt var handtekin á Hvolsvelli
í gærmorgun grunuð um ölvun við akst-
ur. Annars gengu áramótin stórslysalaust
fyrir sig í bænum.
Lét lögreglu ekki í friði Þrír gistu
fangageymslur lögreglunnar á Selfossi
á nýársnótt vegna ölvunar og óspekta.
Einn af þessum þremur lét lögreglu
ekki í friði á vettvangi. Ekki var hægt að
koma fyrir hann vitinu og því var hann
lokaður inni. Karlmaður á miðjum aldri
var jafnframt handtekinn grunaður um
ölvunarakstur um nóttina.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SYDNEY, AP Ástralíubúar fögnuðu
áramótunum í kæfandi hitabylgju.
Norðan við Sydney brutust út
kjarreldar og náðu eldslogarnir
sums staðar eina 30 metra upp í
loftið.
Að minnsta kosti þrjú hús urðu
eldinum að bráð og fleira fólk þurfti
að flýja heimili sín vegna eldanna.
Héldu sumir þeirra á bátum á haf
út þar sem fólk var óhult.
Hitinn komst allt upp í 44 stig á
Celsius í hitabylgjunni. Nýársdagur
hefur aldrei mælst heitari í Sydney
frá því að hitamælingar hófust.
Spáð er rigningu og lækkandi hita
síðar í vikunni.
Áramótin í Ástralíu:
Kæfandi hiti
og kjarreldar
FLÚIN Í SJÓINN Meðan kjarreldar brunnu í
úthverfum Sydney flykktist fólk á ströndina
til þess að svala sér í hitabylgjunni í gær.
MYND/AP
SR. BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON
rektor, Skálholti, riddarakross, fyrir störf
í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs
kirkjustarfs.
BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR leikstjóri,
Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu
leiklistar.
GUÐLAUG HALLBJÖRNSDÓTTIR, fv.
matráðskona, Reykjavík, riddarakross,
fyrir störf í þágu nýbúa.
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON náttúru-
fræðingur, Stykkishólmi, riddarakross,
fyrir ritstörf í þágu náttúruverndar.
GUÐNI ÁGÚSTSSON landbúnaðarráð-
herra, Selfossi, stórriddarakross, fyrir
störf í opinbera þágu.
HAFLIÐI HALLGRÍMSSON tónskáld,
Skotlandi, riddarakross, fyrir tónsmíðar.
HREFNA HARALDSDÓTTIR þroskaþjálfi,
Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu
þroskaheftra.
JÓNAS JÓNASSON útvarpsmaður,
Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í
fjölmiðlun og framlag til íslenskrar
menningar.
SIGRÚN STURLUDÓTTIR húsmóðir,
Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að
félagsmálum.
VIGDÍS MAGNÚSDÓTTIR, fv. forstjóri
Landspítalans, Hafnarfirði, riddarakross,
fyrir hjúkrunarstörf.
ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR listfræðingur,
Reykjavík, riddarakross, fyrir
framlag til varðveislu íslenskrar
menningararfleifðar.
ÞRÁINN EGGERTSSON hagfræðingur,
Reykjavik, riddarakross, fyrir vísinda- og
kennslustörf
ÍBÚATAL Ef heldur sem horfir
verða landsmenn orðnir 300 þús-
und talsins á næstu misserum.
Að því tilefni hefur starfsfólk
Hagstofunnar komið upp mann-
fjöldaklukku sem er að finna
á vef Hagstofunnar. Þar geta
landsmenn fylgst með þróun
mannfjölda frá degi til dags.
Samkvæmt mannfjöldaklukk-
unni voru Íslendingar 299.892
talsins seinnipart gærdagsins.
Hagstofan heldur utan um
talningu á landsmönnum og að
sögn Brynjólfs Sigurjónssonar,
starfsmanns á mannfjöldadeild
Hagstofunnar, er talið upp úr dag-
legu afriti af þjóðskrá og heildar-
tala landsmanna miðast við þá
sem hafa lögheimili á Íslandi.
Á vef Hagstofunnar kemur
fram að sá fyrirvari er á
manntalinu að nokkur óvissa
er í skráningum útlendinga í
flutningum til og frá landinu
og að það getur því dregist að
útlendingar sem fá dvalarleyfi
séu skráðir í þjóðskrá. Einnig
kemur fram að liðið geti nokkrir
mánuðir þar til einstaklingar
sem flytjast af landi brott eru
felldir úr þjóðskrá. - sk
FÓLKSFJÖLGUN
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni
hefur fólksfjölgun verið óvenjumikil undan-
farin ár. Aðeins vantaði rúmlega hundrað
einstaklinga í gær til að íslenska þjóðin yrði
300 þúsund.
Styttist í að 300 þúsundasti Íslendingurinn líti dagsins ljós:
Nýjar tölur birtar daglega
SÚÐAVÍK Fólksfjölgunarátak Súð-
víkinga, sem farið var af stað með
í sumar, gengur vel að sögn Ómars
Más Jónssonar sveitarstjóra.
Súðvíkingar brugðu á það ráð
í sumar að afnema leikskólagjöld
og veita sérstaka byggingarstyrki
til að sporna við flótta fólks úr
byggðarlaginu, auk þess sem
byggingarlóðum er úthlutað end-
urgjaldslaust.
Ómar segir þetta hafa gefið
góða raun. Síðan í sumar hafi
fimm fjölskyldur flust til Súða-
víkur og eftirspurn eftir húsnæði
sé sívaxandi. -sh
Súðvíkingar fjölga íbúum:
Fjölgunarátak
skilar árangri