Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 56
Leikstjórinn Steven Spielberg hefur áhuga á því að endurgera söngvamyndina Mary Poppins frá árinu 1964 sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og er fyrir löngu orðin sígild. Búið er að tala við Sir Richard Eyre, sem stjórnar leikhússupp- færslu á Mary Poppins í London, um að vera í hlutverki ráðgjafa við gerð myndarinnar. „Það verð- ur erfitt að gera betur en í fyrri myndinni en krakkar elska þessa sögu og ég er viss um að end- urgerðin verður vinsæl,“ sagði Eyre. Vill endurgera Mary Poppins Tónlistarmaðurinn Mugison féll greinilega í kramið hjá frændum okkar Svíum á árinu sem leið því plata hans Mugimama – Is This Monkey Music? hafnaði í 9. sæti í úttekt dagblaðsins Göteborgs-Posten á tíu bestu plötum ársins 2005. í umsögn um plötuna segir að hinn sérstaki hljómlistarmaður Mugison svíki engan með frumlegri plötu undir sterkum áhrifum Tom Waits og bjóði upp á svimandi fallega dúetta með söngkonunni Rúnu. Mugison er ekki í samfloti með neinum aukvisum. Í efsta sæti yfir bestu plötur ársins, að mati sænska dagblaðsins, er plata heimamannanna í Kent, annað sæti vermir Antony and the Johnsons með plötuna I Am a Bird Now, X&Y með Coldplay þykir fjórða besta plata ársins, You Could Have It So Much Better með Franz Ferdinand er í því þriðja og í því sjöunda er Bright Eyes með plötuna I‘m Wide Awake, It‘s Morning svo fáeinir séu nefndir. Mugimama – is this Monkey Music? kom út árið 2004 á Íslandi en kom út árið eftir í Svíþjóð. Mugison meðal tíu bestu í Svíþjóð MUGISON Göteborgs-Posten þykir hann sérstakur hljómlistarnaður sem hefur gefið út frumlega plötu undir áhrifum Tom Waits. STEVEN SPIELBERG Leikstjórinn vinsæli ætlar að endurgera Mary Poppins. [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Eins og ókunnugir menn banka sumar plötur á bakið á þér og heimta athygli. Þessi hér var búin að reyna að fanga athygli mína í þónokkurn tíma áður en ég loksins lét verða að því að hleypa henni inn í stofu til mín. Ég tók henni nokkuð opnum örmum, enda hefur farið gott orð af þessari sveit og hún meðal annars endað á listum margra gagnrýnanda yfir þær bestu á liðnu ári. Þrátt fyrir að það séu sex bráðgáfaðir Kanadamenn í þessari sveit, gat sameinuð viska þeirra ekki fundið betra nafn á hljómsveitina. Þau bæta þó upp fyrir það með sæmilegri tónlist, sem mætti staðsetja einhvers staðar á milli indierokks og hráu gáfumanns poppi. Ekki svo ósvipaðri öðrum grúskara uppáhöldum á borð við Arcade Fire og Fiery Furnaces. Hér er slatti af góðum lögum sem sveitin keyrir áfram með groddaralegum trommuleik, barnalegum hljómborðslínum og fallegum röddunum söngvar- anna Neko Case og Carl Newman. Lagið The Bleeding Heart Show er gott dæmi um þetta. Lögin eru þannig í eðli sínu nokkuð sykur- sæt en útsetningar eru það alls ekki. Þetta er því að mörgu leyti nokkuð brothætt tónlist, því það væri mjög auðveldlega hægt að klúðra þessum lögum með röng- um útsetningum. Önnur frábær lög, þar sem þessi blanda gengur upp, eru The Jessica Numbers og lokalagið Stacked Crooked. Að sama skapi vantar sveitina hið óskiljanlega „það“ sem ýtir sveitum eins og þessari upp á yfirborðið. Twin Cinema er virkilega góð plata og áhugaverð, en hún náði aldrei að toga mig það djúpt inn að ég gleymdi algjörlega stað og stund. Kannski full harkalegt af mér að ætlast til þess, en þar grunar mig að orðspor plötunnar hafi kannski byggt upp hjá mér of miklar væntingar. Þó að þessi sveit sé ekkert sérstaklega vinsæl á hún sér hópdýrkendur hér og þar á plánetunni. Ég held að sú staða sé ekkert að fara að breytast í bráð. Ég get ómögulega bent nákvæmlega á það sem vantar, en get þó sagt að það vantar bara örlítið af því. Flest lögin eru nefnilega þannig að maður á erfitt með að gera upp með sér hvort maður eigi að fara syngja með, eða bara skipta yfir á næsta lag. Samviska Kanada THE NEW PORNOGRAPHERS TWIN CINEMA HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 ���� - ÓÖH DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSLENSKT TAL „Persónurnar eru trúverðugar og leikurinn í flestum tilvikum fyrsta flokks“...„Baltasar finnur smjörþefinn af Hollywood“ ���� - Dóri DNA - DV ���� - Toronto Sun Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 3 og 6 Íslenskur texti Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka „...líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa“ VG - Fréttablaðið Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára ��� 1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10 ...áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð ���� - HJ MBL Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.