Fréttablaðið - 02.01.2006, Side 14
2. janúar 2006 MÁNUDAGUR14
fréttir og fróðleikur
Nú færist senn í hönd nýtt leikjatölvustríð, eða ný
lota í áframhaldandi stríði öllu heldur, þegar þrjár
stórar leikjatölvur koma út með stuttu millibili og
keppa um hylli kaupenda. Sony og Nintendo munu
hleypa sínum af stokkunum snemma á nýju ári en
Microsoft hefur þegar ýtt sinni úr vör.
Microsoft X-box 360
Gamla X-boxið hafði gríðarlegan fjárstyrk
á bak við sig og náði öruggri fótfestu,
sérstaklega í Ameríku en einnig í
Evrópu. Hins vegar náði Microsoft aldrei
að ryðja sér til rúms á Japansmarkaði
sem er afar frábrugðinn þeim vestræna.
Þetta er eitthvað sem arfberi X-boxins,
X-box 360, er ætlað að bæta úr. En við
fyrstu sýn virðist ekki ætla að rætast úr
þeirri von Microsoft-manna. Gríðarleg
eftirspurn, langar biðraðir og vöruskortur
einkenndu útkomu tölvunnar í Ameríku og Evrópu,
en Í Japan hefur tölvan silast af stað.
Sony PlayStation 3
PlayStation-tölvurnar eru ókrýndir konungar
leikjatölvumarkaðarsins og Sony hefur haft töglin
og hagldirnar á leikjatölvumarkaði í að verða
áratug. Þriðja kynslóð
leikjatölvunnar þeirra
kemur út á vormánuðum
um heiminn allan, og virðist
munu verða tæknilega
öflugasta leikjatölvan í
þessari lotu rimmunnar,
aldrei þessu vant.
Líklegt verður að teljast
Sony komi sterkir út úr
baráttunni sem endranær
en fyrirtækið virðist vita
upp á hár hvernig markaðsetja eigi tölvuleiki. Þó
hefur heyrst að erfitt sé að forrita fyrir nýju tölvuna
vegna nýstárlegs aðalörgjörva auk þess sem forskot
Microsoft gæti haft áhrif.
Nintendo-byltingin
Vinsældir Nintendo hafa dvínað á þeim rúma
áratug sem liðinn er frá því að leikjatölvan trónaði
á toppnum. Gameboy-lófaleikjatölvur fyrirtækisins
sem eru arðbærustu leikjatölvur allra tíma, auk
annara hliðarverkefna, svo sem Pokemon, munu
þó halda þeim á floti lengi enn. Því þótt fyrirtækinu
hafi ekki vegnað vel með tvær síðustu tölvur, ætlar
Nintendo að reyna annars konar aðferð í þetta sinn.
Í stað þess að keppa um tæknilega getu við Sony
og Microsoft mun Nintendo gefa út hina tiltölulega
ódýru Revolution í vor, og huga frekar að nýjungum,
sem þeir kalla byltingarkenndar, hvað varðar spilun
og stjórn.
FBL-GREINING: LEIKJATÖLVUSTRÍÐ
Reynt að saxa á Sony
SPURT OG SVARAÐ
SPRAUTUFÍKN
Fíknin er
afar sterk
ÞÓRARINN TYRFINGSSON
Innflutningur frá fátækustu
þróunarlöndunum til
Íslands nam 0,1 prósenti af
heildarinnflutningi hvers
árs, árin 2001 til 2004.
Ráðherrafundi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar
er nýlokið en þar voru
málefni þróunarlandanna í
brennidepli.
Meginviðfangsefni fundarins, sem
haldinn var í Hong Kong, voru
viðræður um aukið frjálsræði í
viðskiptum. Meðal fundargesta var
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra
Íslands. Í ræðu Geirs, sem hann hélt
á fundinum, kom fram að meirihluti
landbúnaðarvara, sem fluttar eru
inn til Íslands, væri fluttur inn
án nokkurra viðskiptahindrana
og að þar á meðal væru flestar
mikilvægustu útflutningsvörur
vanþróuðustu ríkjanna. Ráðherra
hefur einnig látið hafa eftir sér
að Íslendingar flytji inn fullt af
matvælum og vörum frá fátækustu
löndum heims.
Fátækustu lönd heims eru
sett í sérstakan flokk samkvæmt
greiningu Sameinuðu þjóðanna.
Þessi ríki eru 48 talsins og
eru í flokki sem kallast GSP-
lönd. Skammstöfunin stendur
fyrir „Generalized System of
Preferences“, eða ríki sem njóta
hlunninda samkvæmt „almennri
skipan á bestu kjörum“, en á þriðju
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um
minnst þróuðu löndin í maí 2001
voru gefin fyrirheit um að afnema
ætti allar magntakmarkanir og
tolla á innfutningi alls, nema
hergagna, frá 48 fátækustu
löndum heims. Ísland er eitt af
ríkjum heims sem veitir GSP-
ríkjunum tollafríðindi en til þess
að tollur falli alveg niður þarf
varan að fá svokallaðan z-toll. Sem
dæmi, má nefna að ef vara er flutt
inn beint frá Nepal, sem er eitt
af GSP-ríkjunum, þá fær varan
tollmeðferð sem kallast z-tollur en
þá er ekki tekinn tollur af vörunni.
Af fátækustu löndunum voru
eingöngu vörur frá Bangladess og
Nepal fluttar inn án tolls, það er,
báru z-toll. Alls var flutt inn fyrir
rúmar átta milljónir frá þessum
löndum árið 2004, en eingöngu
tæpar fimm milljónir á árinu sem
nú er að líða.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni flytur Ísland inn
vörur frá 14 af 48 fátækustu
þjóðum heims. Á árinu 2004
voru fluttar inn vörur frá
þessum löndum fyrir rúmar
325 milljónir íslenskra króna.
Heildarinnflutningur til Íslands
á þessum tíma nam rúmlega
260 milljörðum króna. Hlutfall
innflutnings frá fátækustu
þróunarlöndunum var því um 0,1
prósent af heildarinnflutningi til
landsins. Af þessum 14 löndum var
langmest flutt inn frá Bangladess,
eða fyrir tæpar 212 milljónir
króna. Innflutningur frá þremur
öðrum löndum, Kambódíu, Kongó
og Súdan, var rétt um eða yfir
30 milljónir en innflutningur frá
hinum löndunum tíu náði ekki
tveggja stafa tölu í milljónum
talið. Raunar var flutt inn fyrir
minna en hundrað þúsund krónur
frá Malí og Afganistan.
ÚTIMARKAÐUR Á BANGLADESS Af fátækustu þróunarlöndunum er langmest flutt inn frá
Bangladess til Íslands. Bananar eru þó ekki fluttir inn til landsins frá þessu fátæka ríki.
Íslendingar flytja nánast ekkert
inn frá fátækustu löndum heims
> SVONA ERUM VIÐ
„Ég hef nú í sjálfu sér enga skýringu á
því af hverju svona lítið er flutt inn frá
þessum löndum,“ segir Jón Steindór
Valdimarsson,aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins. Hann
bendir hins vegar á
að væntanlega séu
ýmsir samverkandi
þættir sem hafi þar
áhrif. „Til dæmis,
þá eru þessi lönd,
mörg hver, með
mjög frumstæðan
efnahag og iðnað
og þá eru þau
fjarlæg Íslandi og
lítið samband þar á milli. Ég held því að
skýringarnar séu aðallega þær að löndin
eru ekki að framleiða vörur sem okkur
vanhagar um. Hvorki eftirspurnin né
framboðið er til staðar,“ segir hann.
Jón Steindór bendir á að það geti
verið að Íslendingar séu í raun að
flytja inn meira frá þessum löndum
en tölurnar gefi til kynna. „Ef vörurnar
hafa viðkomu, til dæmis í gegnum í
heildsala frá Evrópu, þá eru þær ekki
lengur skráðar sem innflutningsvörur frá
þróunarlöndunum og því getur vel verið
að við séum að versla meira en fram
kemur í opinberum tölum.“
Ýmsir samverkandi
þættir hafa áhrif á
innflutninginn
Ari Edwald, fyrrum framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir að mestu
máli skipti að engar hindranir séu á
vörum frá fátækustu löndunum. „Mér
finnst mestu máli
skipta að það eru
engar opinberar
hömlur eða höft sem
koma í veg fyrir að
ekki er flutt meira inn
frá þessum löndum,“
segir Ari. Þegar borið
er undir Ara hvort
innflutningur frá
fátækustu löndum
heims til Íslands sé
ekki of lítill hluti af heildarinnflutningi
segist hann ekki vera í aðstöðu til þess
að meta það. Hins vegar segir hann að
það verði að ráðast af áhuga neytenda og
þeirra fyrirtækja sem þjónusta þá hversu
mikið sé flutt inn frá þessum löndum og
að ekki sé við stjórnvöld að sakast fyrst
litlar sem engar hömlur eru á vörunum.
„Almennt er það okkar skoðun að
vænlegasta leiðin, til þess að fátækustu
ríkin geti byggt upp sinn efnahag, er að
við séum opin fyrir framleiðslu þeirra
og útflutningsvörum. Við erum fylgjandi
frjálsum viðskiptum og helst engum
takmörkunum í flæði vöru og þjónustu á
milli landa,“ segir Ari.
Eigum að vera opin
fyrir framleiðslu
þessara ríkja
ARI EDWALD
Innflutningur frá fátækustu löndunum til
Íslands kemur oft í gegnum milliliði og
því getur verið erfitt að greina hvaðan
varan kemur upprunalega. Þetta segir
Ragnheiður E. Árna-
dóttir, aðstoðarmað-
ur utanríkisráðherra.
Hún bendir
einnig á að oft er
efnahagssstarfsemi
minnst þróuðu
ríkjanna lítil og áhrifin
á heimsviðskiptin
þar af leiðandi mjög
takmörkuð og því
eigi það í rauninni
ekki að ógna neinum
þó að viðskipti þessara ríkja séu gefin
frjáls. „Ísland beitir mjög lágum tollum
í viðskiptum en það hefur ekkert verið
gefið í skyn af hálfu utanríkisráðherra
um magn innflutnings frá fátækustu
þróunarlöndunum, einungis að aðgengi
þeirra fyrir þeirra framleiðsluvörur er
að mestu leyti án kvóta eða annarra
hindrana,“ segir Ragnheiður. Hún bendir
á að tollar á vörur frá þessum ríkjum séu
almennt mjög lágir eða engir.
Hins vegar segir hún að ekki standi til
að fella niður tolla á vörur frá þróunar-
ríkjunum, að frátöldum þeim fátækustu,
nema á grundvelli fríverslunarsamninga.
Efnahagsstarfsemi
minnst þróuðu
ríkjanna er lítil
JÓN STEINDÓR
VALDIMARSSON
RAGNHEIÐUR E.
ÁRNADÓTTIR
ÞRÓUNARLÖND SEM NJÓTA
TOLLFRÍÐINDA OG ERU SKIL-
GREIND SEM GSP-RÍKI SAM-
KVÆMT SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM
✡Afganistan, Angóla, Bangladess,
Benín, Búrkína-Fasó, Búrma,Búrúndí,
Bútan, Djíbútí, Erítrea, Eþíópía,
Gambía, Gínea, Gínea-Bissá, Græn-
höfðaeyjar, Haítí, Jemen, Kambódía,
Kíribatí, Kongó, Kómoreyjar, Laos,
Lesótó, Líbería, Madagaskar, Malaví,
Maldíveyjar, Malí, Máritanía, Mið-
Afríkulýðveldið, Miðbaugs-Gínea,
Mósambík, Nepal, Níger, Rúanda,
Salómonseyjar, Sambía, Samóa,
Saó-Tóme og Prinsípe, Síerra-Leóne,
Sómalía, Súdan, Tansanía, Tógó, Tsjad,
Túvalú, Úganda, Vanúatú.
FRÉTTAVIÐTAL
STEINAR KALDAL
steinar@frettabladid.is
Nýverið hafa morfínfíkn og sprautufíkl-
ar verið í sviðsljósinu í kjölfar tveggja
dauðsfalla í miðborginni sem rekja
mátti til slíkrar lyfjamisnotkunar.
Um hvaða efni er að ræða?
Fyrst og fremst morfín og heróín sem
eru afar skyld efni og finnast í ýmsum
sterkum verkjalyfjum. Til eru samsett
efni með áþekka virkni.
Hver eru langvarandi líkamleg áhrif?
Sprautufíklar eru iðulega líkamlega
veikari en aðrir fíkniefnanotendur.
Mjög oft hafa þeir sýkst af lifrarbólgum
og einnig er þekkt að þeir smitist
af alnæmi þó það sé ekki algengt
hérlendis.
Hver eru langvarandi andleg áhrif?
Langvarandi kvíði og þunglyndi og
vanhæfni til að lifa án efnanna. Um er
að ræða afar sterka fíkn.
3.
27
6
2.
51
2
1.
54
4
Aðfluttir
alls
2.
83
8
Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar
Brottfluttir
alls
Aðfluttir
alls
Brottfluttir
alls
BÚFERLAFLUTNINGAR Á MILLI LANDA ÁRIÐ 2004
Heimild: Hagstofa Íslands
Fjöldi ungs fólks
svipti sig lífi fyrir
jól, segir lögregla
SONUR MINN
GAT EKKI MEIR
LÁTINN Í ÍBÚÐ
SINNI Í 10 DAGA
DV2x15-lesið 1.1.2006 19:17 Page 1