Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 8
8 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR BÍLASALA Ökutækjafl oti lands- manna vex hröðum skrefum sam- kvæmt síðustu tölum Um ferðar- stofu. Fram til 16. desember höfðu verið skráð rúmlega þrjátíu þúsund ný ökutæki hér á landi en voru tæp nítján þúsund á sama tíma í fyrra, sem einnig þótti nokkuð gott ár. Eru aðeins þrjú ár síðan nýskrán ingar allra ökutæk- ja náðu vart tíu þúsundum. Sala á nýjum bílum hefur farið langt fram úr væntingum bílasala þetta árið. Alls höfðu selst tæplega átján þúsund nýir bílar 23. desember síðastliðinn en allt árið 2004 seldust tæplega tólf þúsund bílar. Það þýðir að fimmtíu nýir bílar hafa selst hvern einasta dag ársins og er þá ekki reiknað með nýskráðum notuðum bílum en umtalsverð viðskipti hafa verið með slíka bíla þetta árið. Er þar um fjögur þúsund bíla til viðbótar að ræða sem flestir hverjir eru afar nýlegir. Sem fyrr ber Toyota höfuð og herðar yfir aðrar tegundir seldra bíla. Alls hafa selst rúmlega 4.200 slíkar bifreiðar á árinu en Volkswagen kemur næst með 1.400 seldar bifreiðar. Er það um 23 prósenta söluaukning hjá Toyota og rúmlega átta prósenta hjá VW. Aðrar bíltegundir seljast mun minna og athygli vekur að samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins seldist hvorki Daihatsu né Isuzu-bíll allt árið en báðar tegundir voru vinsælar hér áður fyrr. Af öðrum ökutækjum má nefna að yfir þúsund vörubílar voru nýskráðir á árinu og var tæpur helmingur þeirra fluttur inn notaður. Nýskráð bifhjól voru ellefu hundruð talsins, sendibílar 2.300 talsins og tæplega tvö hundruð rútur. Þá voru og nýskráð rúmlega fimmtán hundruð önnur ökutæki sem flokkast meðal annars undir fjórhjól, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Eigendaskipti á ökutækjum hafa einnig tekið kipp þetta árið. Tæplega 95 þúsund ökutæki skiptu um eigendur, tæplega 400 á hverjum einasta degi. albert@frettabladid.is RÍFANDI SALA Sala hvers kyns ökutækja hefur aldrei verið meiri hér á landi en í ár. Sala jókst hlutfallslega á öllum bílategundum sem Bílgreinasambandið heldur tölur yfir og hafa alls selst sex þúsund fleiri fólksbílar nú en á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aldrei fleiri keypt bíla Fleiri ný ökutæki voru skráð á árinu en nokkru sinni fyrr. Tölur Umferðarstofu sýna að salan hefur aukist um rúmlega sextíu prósent frá síðasta ári. Samanburður á nýskráðum bílum milli ára 30 ÞÚS 20 ÞÚS 10 ÞÚS 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 NÝSKRÁÐIR BÍLAR Heimild: Umferðarstofa DÓMSMÁL Þrír átján ára Akur eyr ing ar voru dæmdir til að greiða sekt og sæta upptöku á kannabisefnum í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir jól. Félagarnir fóru í bíltúr um Akureyri í mars síðastliðnum. Bílstjórinn var undir áhrifum slævandi lyfja og endaði ferðin á vegg við veitingasöluna Lindina. Þar hafði lögregla afskipti af pilt- unum, tók af þeim 0,34 grömm af kannabis. Sá sem ók var dæmdur til að borga 50.000 krónur í sekt og hinir tveir 30.000 krónur hvor. Þá var bílstjóranum gert að borga 149.721 krónu í sakarkostnað. - óká Ungir Akureyringar fá dóm: Festu bíl sinn við Lindina ��������������� ������������������������� ������������� ���������� ������ ����������������������� ���������������� ������ ������ ��������� ��������� ������ ����������������������� ����������������������������� ��������������������� ���������������������������������� �� �� �� � STOKKHÓLMI, AP Nýjasta æðið í Svíþjóð eru gallabuxur af gerð- inni Cheap Monday. Það væri ekki í frásögur færandi ef þær væru ekki settar kristinni trú til höfuðs. Cheap Monday-buxurnar eru bleksvartar en merki þeirra er glottandi hauskúpa með öfug- an kross á enninu. Með þessu kveðst Björn Atldax, hönnuður buxnanna, vera að andæfa krist- inni trú. „Ég er ekki djöfladýrk- andi en er þó mjög andsnúinn skipulögðum trúarbrögðum.“ Með merki buxnanna segist Atl- dax vilja vekja ungt fólk til vit- undar um að kristin trú sé „illt afl“ sem kveikt hefur fjölda styrjalda í gegnum tíðina. Talsmenn sænsku kirkjunnar láta sér fátt um finnast og segja umræður um trúarbrögð ætíð til góðs. Prestar landsins eru hins vegar ómyrkir í máli. „Ég get ekki orða bundist,“ segir séra Karl- Erik Nylund, prestur í Stokkhólmi. „Þetta er frekleg árás gegn kristnu fólki og ég hlýt að mótmæla þessu. Enginn vill styggja gyðinga eða múslima en það er talið í góðu lagi að ögra kristnum.“ Ekki fylgir sögunni hvort kaup- endur buxnanna geri það vegna skilaboðanna eða af því að þær séu einfaldlega þægilegar. - shg CHEAP MONDAY Brækurnar umdeildu kosta rúmlega fjögur þúsund íslenskar krónur. 200.000 pör hafa selst síðan í mars 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gallabuxur skreyttar djöfullegum táknum vinsælar í Svíþjóð: Buxum beint gegn kristninni EFNAHAGSMÁL „Það er of djúpt í árina tekið að segja að vanskil séu í lágmarki en vissulega hefur þeim farið fækkandi á þessu ári og það hefur ekki gerst í mörg ár,“ segir Árni J. Magnús hjá Lánstrausti en það fyrirtæki hefur umsjón með svonefndri vanskilaskrá. Vanskilum hefur fækkað á árinu 2005 en allar götur síðan 1997 hefur þeim sem lenda á vanskila- skrá farið stöðugt fjölgandi. Hefur skuldugu ungu fólki sérstaklega fjölgað undanfarin ár og kenna margir um auðveldara aðgengi að lánsfé en áður tíðkaðist. Árni varar þó við að dregnar séu of miklar ályktanir af fækkun vanskila- fólks. „Það er ekki hægt að segja að um umtalsverða fækkun sé að ræða en fækkun er það engu að síður og það er markvert við árið í ár. Fækkunin er hjá öllum ald- urshópum en skýringarnar á því geta verið margvíslegar. Innkoma bankanna á íbúðamarkaðinn gerði mörgum kleift að endurfjármagna lán sín og losna þannig við erfið- ar byrðar. Einnig má tína til að almennt ríkir gott efnahagsástand í þjóðfélaginu og atvinna er næg. Aðrir þættir spila einnig þarna inn í en svo á eftir að koma í ljós hvort þessi fækkun vanskilamála heldur áfram. Jólamánuðurinn er yfirleitt einn af toppunum hvert ár og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokkra mánuði hvort öll þau kaup verða greidd upp að fullu.“ - aöe SKULDADAGAR Pyngja margra léttist verulega um jólin og alltaf einhverjir sem geta ekki greitt skuldir sínar að þeim loknum. Hversu margir þeir verða eftir þessi jólin verður ekki ljóst fyrr en um mitt næsta ár. Vanskil almennings minnka í fyrsta sinn í mörg ár: Árangurslausum fjárnámum fækkar Breyttir tímar Um áramótin tóku gildi tóbakslög á Spáni en Spánverjar reykja einna mest allra þjóða Evrópu og þótt víðar væri leitað. Enn má reykja á flestum börum á afmörkuðum stöðum en veitingastaðir verða margir með öllu reyklausir. SPÁNN VEISTU SVARIÐ 1 Hver er skólastjóri Tónlistarskóla FÍH? 2 Hvaða hornamaður í Val var nýlega valinn í landsliðið í handbolta? 3 Hvað heitir nýráðinn forstjóri 365? DANMÖRK Mar- grét Dana- drottning lagði mikla áherslu á málfrelsið í ára- mótaávarpi sínu á gamlársdag. Sagði Mar- grét að Dan- mörk væri opið og lýðræðislegt samfélag þar sem virðing væri borin fyrir fólki og skoð- unum þess. En umræður um málfrelsi í land- inu hafa verið töluverðar undanfar- in misseri í kjölfar hótana múslíms- kra öfgamanna vegna teikninga af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jyllands posten. Að lokum ræddi drottningin fæðingu krónprinsins í október og óskaði öllum þeim sem höfðu eign- ast börn á árinu gæfu á komandi árum.  Áramótaávarp Danadrottningar: Málfrelsið er mikilvægt DANADROTTNING Nátturuhamfarir voru ofarlega í huga drottningar og þakkaði hún löndum sínum fyrir gjafmildi sína í fjáröflunum handa fórnarlömbum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.