Fréttablaðið - 02.01.2006, Side 22
[ ]
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
534 1300
w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s
Góð lausn
fyrir gluggann
Hafðu samband og við
komum heim til þín
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Útiseríurnar má fara að láta niður hvað úr hverju. Sumir vilja
samt njóta þeirra eitthvað lengur og það er líka allt í lagi að virða
það.
Raki sem safnast fyrir og
myndar móðu á gluggum og
í gluggakistum er hvimleitt
vandamál sem margir kannast
við. Oftast er lélegri loftræst-
ingu um að kenna.
Ein af þeim spurningum sem
iðnaðarmenn fá hve oftast er
sú hvernig losna megi við raka
og móðu úr gluggum. Slíkur raki
getur safnast saman í nokkrum
mæli og valdið tjóni á tréverki og
öðru í kringum glugga.
Loft getur einungis innihaldið
ákveðið magn raka og því minna
sem hitastigið er lægra. Þannig að
ef hitastig lækkar mjög snögglega,
eins og það gerir við glugga, þétt-
ist rakinn og döggvast. Þetta á sér-
staklega við um einfalt gler sem
heldur kuldanum mun verr fyrir
utan íbúðina.
Rakastigið í loftinu getur
hækkað af ýmsum ástæðum. Raki
kemst í loftið út frá andardrætti
manna, við notkun á heitu vatni,
til dæmis er farið er í sturtu,
þegar eldað er og ef þurrkari er
inni í íbúð svo fátt eitt sé nefnt. Sé
enginn gluggi hafður opinn verður
loftið mjög fljótt mettað og því
myndast móða á gluggum.
Almennt er talið að gott sé fyrir
heilsu manna að um helmingur
lofts endurnýist á hverjum
klukkutíma. Það má gera með því
að einfaldlega opna glugga. Við
endurnýjunina minnkar líka raka-
magnið í loftinu auk þess sem
móðan ætti að minnka eða hverfa
af rúðum. Enn mikilvægara er að
lofta út eftir til dæmis bað, sturtu,
þvotta eða eftir eldun.
Annað lykilatriði er staðsetning
miðstöðvarofna. Ofnar ættu iðu-
lega að vera staðsettir fyrir neðan
glugga til þess að hita kalt loft sem
þar berst inn og koma réttri hring-
rás á loftið. Passa þarf einnig að
gluggakistan nái ekki of langt yfir
ofninn. Það hindrar eðlilega hring-
rás og veldur því að ofninn getur
ekki hitað eins vel upp kalda loftið
við gluggana. Margir bregða á það
ráð að setja jafnvel einhvers konar
rákir eða raufar í gluggakisturnar
þannig að heita loftið frá ofninum
eigi greiðari leið að gluggum. Það
er þó bæði flókin og dýr aðgerð.
Fyrst og fremst er mikilvægt
að hafa tvöfalt gler og passa að
listar séu vel þéttir. Sé allt þetta í
lagi og passað upp á að reglulega
sé loftræst þá á vandamálið við
raka og móðu í gluggum að heyra
sögunni til. steinthor@frettabladid.is
Ráð gegn raka í gluggum
Móða sem kemur á glugga inni í íbúðum manna myndast vegna þess að rakastig andrúmsloftsins þar er of hátt. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES