Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 16
16 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR GAPANDI UNDRUN Þingmenn göptu af undrun þegar stúdentaráð Háskóla Íslands hitti menntamálanefnd Alþingis í anddyri þinghússins. Tilefni fund- arins voru mótmæli stúdenta gegn hugmyndum um skólagjöld í Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞAÐ BLÆS UM MENN Á TOPPNUM Löngum hefur gustað um Davíð Oddsson á pólitískum ferli og það var kannski táknrænt að það blés hressilega á hann þegar hann kom á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum í haust. Þar með lauk einum glæsilegasta ferli eins manns í pólitík hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MYNDIR ÁRSINS 2005 ÞAÐ ER SÆTT AÐ SIGRA Það er ekki tekið út með sældinni að tapa varaformannskjöri hjá Frjálslynda flokknum. Gunnar Örlygsson og Magnús Þór Hafsteinsson tókust á um embættið og ekki fer á milli mála að Magnús Þór fór með sætan sigur af hólmi. Gunnar gekk skömmu síðar til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL BEÐIÐ FYRIR PÁFA Sóknarbörn í Landakotskirkju báðu fyrir Jóhannesi Páli II páfa þegar hann lá banaleguna í mars. Jóhannes Páll andaðist 2. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI HVENÆR KEMUR WHAM? Fyrir marga rættist 20 ára gamall draumur í lok júní þegar Duran Duran fyllti Laugardags- höll og sýndu og sannaði að hljómsveitin hefur engu gleymt. FRÉTTABLAÐIÐ/ TEITUR FRÍÐA OG ... HALLDÓR Villtustu draumar Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur rættust í desember þegar hún ekki aðeins vann titilinn Ungfrú heimur heldur fékk líka að taka í spaðann á formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BER ER HVER AÐ BAKI ... Auðun Georg Ólafsson var öllum að óvörum ráðinn fréttastjóri Útvarps síðla vetrar þrátt fyrir litla reynslu af fréttamennsku. Hann mætti galvaskur til vinnu við litla hrifningu fréttamanna en útvarpsstjóri studdi hann í hvívetna. Auðun Georg hætti eftir einn dag í embætti og útvarps- stjóri lét af störfum nokkrum mánuðum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL SÍÐASTI GEIRFUGLINN ER LENTUR Flugmaður þessarar litlu flugvélar brá á það ráð að nauðlenda á þjóðveginum um Mosfellsdal þegar bilun kom upp í vélinni. Gekk lendingin að óskum og engan sakaði. Þó varð að loka veginum um hríð meðan viðgerð fór fram en síðan tók fuglinn flugið á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GLYS OG GLAMÚR Að venju sigldu Íslendingar utan með fullan farm af væntingum fyrir Júróvisjónkeppnina sem haldin var í Kænugarði í maí. Selma Björnsdóttir lét hins vegar slakt gengi ekki á sig fá og hvatti glys- rokkarana Wig Wamm frá Noregi til dáða. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.