Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 4
4 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR GAZABORG, AP Palestínskar örygg- issveitir réðust inn í byggingu í bænum Khan Younis á Gazaströnd í gær og frelsuðu þar gísl úr hönd- um mannræningja. Til skotbar- daga kom milli öryggissveitanna og gíslatökumannanna. Gíslinn frelsaði heitir Alessandro Bernardini, ítalskur friðarsinni sem var í gær á ferð í litlum fólksflutningabíl ásamt tíu öðrum útlendingum þegar vopn- aðir menn stöðvuðu bifreiðina og námu hann á brott. Lögreglumaður í Khan Younis hélt því fram að lítill hópur, tengdur Fatah-hreyfingunni, hefði staðið að gíslatökunni. ■ Palestínskar öryggissveitir: Gísl frelsaður LAUS ÚR PRÍSUND Alessandro Bernardini í fylgd palestínskra öryggisvarða sem frelsuðu hann úr höndum palestínskra gíslatökumanna. MYND/AP ELDSVOÐAR Tjón hjálparsveitar skáta vegna sprengingarinnar sem varð við undirbúning flugeldasýn- ingar sveitarinnar á gamlársdag hleypur á milljónum króna, að því er Ólafur Óskarsson, varaformað- ur sveitarinnar, segir. Hann segir húsnæðið tryggt og hluta tækja- búnaðar, fyrir utan fjóra vélsleða og vélsleðakerrur sem brunnu inni. Heildartjórn í brunanum hleypur á tugum milljóna. Um fimmtán manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp, fimm eða sex viðskipta- vinir og svo hjálparsveitarmenn. Maður sem var ásamt ungum börnum sínum að kaupa flugelda brákaðist á fæti þegar hann flúði húsið með þau. Mildi þykir hins vegar að ungur maður skyldi sleppa lifandi og ómeiddur úr atganginum þegar sprengingarn- ar hófust, en hann var einn að ganga frá flugeldasýningu sem sveitin ætlaði að vera með. „Fyrsta kúlan sem fer er 15 sentímetrar í þvermál,“ segir Ólafur og bætir við að ef maðurinn hefði fengið skotið í sig hefði hann ekki þurft að kemba hærurnar, en hann slapp með sviðna peysu. „Svo hleypur hann bara með þetta hvínandi í kringum sig inn í sölu- aðstöðuna, en hún er lokuð af með járnhurð með pumpu.“ Ólafur segir eldvarnaveggi í húsinu hafa haldið vel. „En hávaðinn í þessu var gífurlegur og krafturinn þannig að það stóðu bara spreng- ingarnar upp úr þakinu. Það nötr- uðu hér hús um allan bæ,“ segir hann og kveður sprengingarnar hafa staðið í fimm til tíu mínútur. Flugeldabirgðir sveitarinnar sem voru í lokuðu rými í húsinu miðju og flugeldasala sluppu hins vegar. Slökkvilið hafði hins vegar nokkrar áhyggjur af sprengihættu af birgðunum. „Við vissum ekki hvað þetta var mikið,“ segir Snorri Baldursson, slökkviliðsstjóri í Hveragerði. Hann segir slökk- viliðið hafa fengið boð um eldinn rétt eftir klukkan eitt og notið aðstoðar bæði Brunavarna Árnes- sýslu og Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins. Lögreglan á Selfossi rannsak- ar brunann en Snorri segir upptök hans þó liggja nokkuð ljós fyrir. „Það er ekkert saknæmt í þessu. Menn telja mögulegt að stöð- urafmagn hafi komið úr heftibyss- unni, eða þá að neisti hafi myndast við að hefti úr henni hafi hlaupið í nagla eða annað hefti.“ Hann segir slökkvistarfið hafa gengið ágætlega og fólk á staðnum slopp- ið vel. „Sérstaklega strákurinn með heftibyssuna. Það er talið að hann sé heppnasti maður í heimi í dag og með hreinum ólíkindum að hann skyldi bjargast.“ olikr@frettabladid.is SLÖKKVISTARF Í HVERAGERÐI Slökkvilið Hveragerðisbæjar naut aðstoðar Brunavarna Árnessýslu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins við að ráða niðurlögum eldsins. MYND/KIDDI RÓT Heppinn að sleppa lifandi Hjálparsveit skáta í Hveragerði missti allan sinn búnað í stórbruna á gamlársdag. Eldur komst í flugelda sem nota átti í sýningu. Talið er að neisti hafi myndast af heftibyssuskoti eða stöðurafmagni. Málið er í rannsókn. HJÁLPARSVEITIN BRENNUR Slökkvilið óttaðist mjög sprengihættu af flugeldabirgðum sem vitað var af í húsinu. MYND/KIDDI RÓT Ölvunarútköll í heimahús Eitthvað var um ölvunarútköll í heimahús í Kópa- vogi á nýársnótt en annars var kvöldið rólegt í bænum rétt eins og í Hafnarfirði og Garðabæ. Enginn gisti fangageymsl- urnar og engin slys urðu vegna flugelda. Rólegt á Akranesi Fjölmargir söfnuðust saman í miðbæ Akraness á nýársnótt. Að sögn lögreglunnar fór kvöldið þó friðsamlega fram og gisti enginn í fangageymslum. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLA Karlmaður á sextugs- aldri meiddist lítillega eftir að hann féll á milli hæða í fjölbýlis- húsi í Reykjavík seint á gamlárs- kvöld. Maðurinn féll af svölum á fjórðu hæð hússins niður á þá þriðju. Hann var að reyna að klifra á milli svala á fjórðu hæðinni þegar slysið varð. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík eru meiðsli mannsins talin minniháttar og þykir mildi að ekki skyldi hafa farið verr. Ekki lágu fyrir upplýsingar um það hjá lögreglu hvað manninum gekk til með þessu glæfralega ferðalagi sínu. - fb Reyndi að klifra milli svala: Féll niður af fjórðu hæð GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 30.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,98 63,28 Sterlingspund 108,59 109,11 Evra 74,49 74,91 Dönsk króna 9,985 10,043 Norsk króna 9,317 9,371 Sænsk króna 7,922 7,968 Japanskt jen 0,536 0,5392 SDR 89,98 90,52 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,9002 SJÚKRAFLUG 25 ára gamall karlmað- ur frá Tálknafirði fékk skoteld í augað á gamlárskvöld og var flutt- ur með sjúkraflugi frá Bíldudals- flugvelli til Reykjavíkur. Maðurinn var að kveikja í flug- eldatertu og fékk þá flugeld í annað augað. Fékk hann að fara heim af Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir skoðun. Lögreglan á Patreksfirði er óánægð með hversu langan tíma tók fyrir flugvélina að mæta á svæðið en hún var staðsett á Akur- eyri. Var hún í 60 til 65 mínútur á leiðinni en á ekki að vera lengur en 45 mínútur. Engin sjúkraflug- vél var á Vestfjörðum þegar slysið varð því vél sem var á Ísafirði hafði skömmu áður verið færð til Vest- mannaeyja. Skapaðist þá ákveðið millibilsástand sem verður leyst á næstu dögum. „Ég er ekki búinn að fá svör við því hvað það var sem tafði vélina,“ segir Sveinbjörn Dúason, slökkvi- liðsvarðstsjóri á Akureyri. „Þeir voru búnir að fara í flug fyrr um kvöldið sem gekk vel fyrir sig. Þeir voru í hálftíma en máttu vera í 45 mínútur. Við ætlum að sjá hvað veld- ur þessu og sjá síðan til þess að það komi ekki fyrir aftur,“ segir hann. Fyrra flugið var farið til að sækja veikan mann til Vopnafjarðar. Að sögn Sveinbjörns verður í framtíðinni komin sérhæfð vél á vestfirðina sem mun sinna þessu svæði. Mun hún geta staðið tilbúin með öllum græjum um borð þannig að ekki þurfi að tína til efni í hana þegar eitthvað kemur upp á. - fb 25 ára maður frá Tálknafirði fékk skoteld í augað: Sjúkraflugvélin lengi á leiðinni SKOTIÐ UPP FLUGELDUM Maðurinn frá Tálknafirði var einn af fáum sem slösuðust alvarlega af völdum flugelda um þessi áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.