Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 20
2. janúar 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Ég varði áramótunum í Danmörku.
Ég var svolítið fordómafullur
fyrst í stað, ekki viss um að
Danirnir réðu við að halda áramót
en þegar á reyndi sprengdu þeir
meira en nóg fyrir mig og mína.
Í Danmörku er líka flottari snjór
en á Íslandi; og tré; og það sem
verður að teljast verulegt áfall
fyrir Íslendinga: Danir eru með
miklu flottari snjóruðningsgræjur
en Íslendingar.
Þegar ég varð þess var að verið
var að horfa á okkur sem Íslendinga
þá fannst mér sem snöggvast að ég
yrði að standa undir því nýja nafni
sem þjóðin er sögð vera að skapa
sér hér ytra og verða ógurlega
drífandi og duglegur að sjá nýja
möguleika á svæðinu – bjóðast
til að kaupa húsið og breyta því í
Möntvask sem manni skilst að sé
sérstök íslensk uppfinning – En
því miður, mér datt ekkert í hug
og hélt áfram að kyrja með hinum
Máninn hátt á himni skín og Nú
árið er liðið. Vonaði að það væri
nógu íslenskt.
Nú árið er liðið og hvað gerðist?
Til dæmis það að Íslendingar vaða
yfir allt eins og logi yfir akur í
Danmörku og kaupa allt sem þeir
sjá á meðan heimamenn horfa ögn
gáttaðir á aðfarirnar. Að öðru leyti
er erfitt að rifja upp atburði ársins,
sérstaklega þegar maður situr í
útlöndum og klórar sér í hausnum.
Mér er til dæmis ógerningur að
muna hvort Íslendingar halda til
streitu umsókn sinni um aðild að
Öryggisráðinu svo að dæmi sé
tekið af máli sem var á baugi. Var
ekki árið svolítið eins og stund milli
stríða? Logn eftir storminn? Eða á
undan honum? Ár hins lognmilda
Geirs Haarde?
Því að þetta var árið þegar Davíð
Oddsson hætti ráðherradómi og
hlammaði sér niður í Seðlabankann,
kvaddi þannig stjórnmálin að sinni
að minnsta kosti eftir að hafa
hleypt öllu í bál og brand með
yfirgengilegum átökum við alls
konar viðskiptamenn. En það var
ekki Samfylkingin sem uppskar
– heldur Geir Haarde sem öllum
líkar geysivel við fyrir þær sakir
að hann lætur ekki eins og Davíð
Oddsson.
Þetta var árið þegar allir tóku
fimbullán út á húsnæðið sitt en
eyddu peningunum því miður
í vitleysu á borð við jeppa og
pallbíla.
Þetta var árið þegar Reykja-
víkurlistinn var lagður niður af
Vinstri grænum sem gerðust þannig
nokkurs konar Jóhannes skírari
fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.
Þetta var árið þegar allir töluðu
um að „spá í því“.
Þetta var ár hamfara og
óskapa víða um lönd og stjórnvöld
brugðust með ýmsum hætti: í
Bandaríkjunum sannaði George W.
Bush eftirminnilega eigið vanhæfi
á ögurstundu þegar flóðin urðu í
New Orleans en í Bretlandi elti
lögreglan saklausan mann uppi
og tók af lífi með köldu blóði fyrir
þær sakir einar að hann var í úlpu
og dökkur yfirlitum – þetta gerðist
eftir hryðjuverkin í London. En
þegar hamfarir urðu í Pakistan og
milljónir á vergang sendi íslenska
ríkisstjórnin minna fé en til
Bandaríkjanna eftir flóðin þar.
Þetta var árið þegar íslenskar
bíómyndir urðu útlenskar.
Þetta var árið sem allt gekk á
afturfótunum á Kárahnjúkum.
Þetta var árið þegar
Morgunblaðið gerðist aftur
málgagn Geirs Hallgrímssonar
í deilum hans við Gunnar
Thoroddsen. Einhver hefði haldið
að það mál væri löngu útkljáð en
Reykjavíkurbréf blaðsins hafa
engu að síður að undanförnu
snúist mjög um það að rétta hlut
þessa mikla hluthafa í blaðinu,
rétt eins og þau gerðu í gamla
daga – milli þess sem deilt er á
Fréttablaðið fyrir að vera í eigu
kaupmanna í Reykjavík. Þeir
kaupmenn munu að sögn vera
„vonda auðvaldið“ en eins og
Matthías skáld benti á í ítarlegri
greinargerð fyrir jólin þá störfuðu
þeir Styrmir fyrir „gott auðvald“
– svo gott raunar að blaðið á enn
í harðvítugum deilum fyrir hönd
þessara eigenda sinna.
Þetta var árið þegar lagadeilur
Baugs við stofnanir Sjálf-
stæðisflokksins stóðu sem hæst
– og eru varla byrjaðar enn.
Muna lesendur eftir köflunum í
Njálu þegar menn standa á þingi
og segja: „Lýsi ég þar lýriti og
lýsi ég þar lögriti“ og fara svo að
þvaðra eitthvað um holundar sár
og mergundar áður en þeir „ryðja
dóminn“? Þegar mest gekk á í
Baugsmálum fannst manni stundum
eins og maður væri að upplifa
þessa kafla úr Njálu og botnaði
ámóta mikið í þessu. Almenningur
er eflaust að verða hálf þreyttur
á þessum væringum og sennilega
er þarna ein af skýringum þess
að Samfylkingin hefur átt undir
högg að sækja hjá kjósendum að
undanförnu: fólk tengir flokkinn
við annan deiluaðilann – en finnst
að Geir Haarde standi utan við
þetta allt saman.
Og liðið er nú ár
Í DAG
ÁRAMÓT
GUÐMUNDUR ANDRI
THORSSON
Var ekki árið svolítið eins og
stund milli stríða? Logn eftir
storminn? Eða á undan hon-
um? Ár hins lognmilda Geirs
Haarde?
Framfarasókn
Völd Framsóknarflokksins ná víðar en
margur heldur – jafnvel til tungutaks
annarra stjórnmálamanna. Í áramóta-
ávörpum sínum í Fréttablaðinu á
gamlársdag sýndu formennirnir að þeir
eru sannarlega menn orðsins og kunna
að koma sínu til skila á tungumáli sem
alþýðan skilur, samanber
„hækkandi væntinga-
vísitölu“ og „aukinn rétt
til fjölskylduþátt-
töku“. Sumir
urðu þó óneit-
anlega klumsa
yfir nýyrðinu
sem Ingibjörg
Sólrún Gísla-
dóttir og Geir
H. Haarde
gripu bæði
til; þau
telja sumsé að mikil „framfarasókn“ hafi
einkennt þjóðina og íslensk fyrirtæki
á árinu sem leið – hvað sem það nú
þýðir. Sumir telja að formennirnir hafi
einfaldlega ruglast í ríminu, en þeir sem
ekki trúa á tilviljanir gera því skóna að
orðið „framsókn“ sé slíkt eitur í beinum
Ingibjargar og Geirs að þau hafi ekki
getað hugsað sér að nota það til að lýsa
þjóðinni og hennar bestu sonum.
Öðruvísi mér áður brá
Og enn af formönnunum.
Kryddsíldin rann áreynslu-
laust ofan í stjórnmála-
leiðtogana og sjónvarpsá-
horfendur á gamlársdag. Í
gegnum tíðina hefur
matargestunum
stundum hlaupið
kapp í kinn,
brigslað hvor
öðrum um dónaskap og þaðan af verra
en því var ekki fyrir að fara í ár. Kannski
hafði það sitt að segja að Össur Skarp-
héðinsson og Davíð Oddsson voru fjarri
góðu gamni, en vinarþelið hreinlega
geislaði af gestunum. Sérstaka athygli
vakti að Steingrímur J. Sigfússon
– af öllum mönnum – hældi Halldóri
Ásgrímssyni – af öllum mönnum – í
hástert fyrir hvernig hann hefði tekist
á við starf sitt í forsætisráðuneytinu,
hann hefði jú tekið við
því við erfiðar aðstæður.
Mátti ekki betur sjá en
að hrósið hefði hrært
við Halldóri sem þakkaði
Steingrími bljúglega fyrir
hlý orð í sinn garð.
bergsteinn@frettabladid.is
Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól“ segir skáldið Matthías Jochumsson í áramótasálminum kunna, sem áreiðanlega hefur hljómað víða í kirkjum
landsins um nýliðin áramót. Já, hvað er framundan á árinu? Það
er spurningin sem brennur á mörgum á þessum tímamótum, en
erfitt er að fá algild svör við. Við höfum heyrt nú um áramótin
mikla umræðu um hið nýliðna ár, og sumir hafa líka spáð fram í
tímann.
Það var kannski engin tilviljun að bæði forsætisráðherra og
forseti Íslands töluðu um kjör og aðbúnað aldraðra í ávörpum
sínum nú um áramótin, enda hafa þau mikið verið til umræðu á
almennum vettvangi undanfarin misseri, ekki síst vegna þess
að þessi hópur hefur ekki setið hljóður hjá eins og áður fyrr,
heldur hafa forvígismenn aldraðra haldið málefnum þeirra
hátt á lofti og opnað augu margra fyrir þeim kjörum sem aldr-
aðir búa við.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu um
þessi mál: „Við sem erum í blóma lífsins og sitjum nú við stjórnvöl-
inn, í stjórnmálum og atvinnulífinu, höfum ekki aðeins skyldum
að gegna gagnvart kynslóðunum sem erfa landið. Við eigum ekki
síður að tryggja öldruðum örugga og góða afkomu. Við megum
aldrei gleyma því að aldraðir hafa átt stóran þátt í að skapa þá
velsæld sem nú ríkir og þeir eiga að geta notið ævikvöldsins með
reisn.“ Á svipaða strengi sló forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, í ávarpi sínu í gær þegar hann sagði: „Við stöndum í mikilli
þakkarskuld við það góða fólk, foreldra, afa og ömmur, ættmenni
öll sem ruddu brautir og mikilvægt að við metum að verðleikum
framlag þeirra. Það er til marks um siðmenningu hverrar þjóð-
ar hvernig hún býr öldruðum ævikvöldið og gerir þeim kleift að
njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu.“
Þetta voru orð forseta og forsætisráðherra um aldraða, og skal
undir þau tekið. En það er ekki nóg að tala með hástemmdum
orðum um kjör aldraðra á tímamótum sem þessum, orðum verða
að fylgja athafnir. Það er kannski hægara sagt en gert að fylgja
þessum orðum eftir og stuðla að því að aldraðir geti sem lengst
búið í heimahúsum eins og forsætisráðherra kom inn á í ávarpi
sínu. Það þarf margt og þjálfað fólk til þess að svo verði, og því
miður hefur verið skortur á slíkum starfskröfum. Hitt er deg-
inum ljósara að þetta er það fyrirkomulag sem almennt virðist
henta best fyrir aldraða, og svo að tiltæk séu hjúkrunarheimili
fyrir þá sem á þeim þurfa að halda.
Forsætisráðherra kom líka inn á matarverðið margumtala í
áramótaávarpi sínu og tilkynnti um stofnun nefndar til að fara
í þau mál. Samanburður á matarverði hér og í nágrannalönd-
unum hefur mikið verið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarnar
vikur, en til að fá hina raunverulegu mynd af lífskjörunum hér
og í nágrannalöndunum, þyrfti að kanna fleira en matarverðið.
Hvað með skattana? Hvað með vextina af húsnæðislánum? Hvað
með tryggingar og sjúkrahjálp? Hvað með orkukostnað? Hvað
með kostnað við barnauppeldi og menntun? Til að fá raunveru-
lega mynd af lífskjörunum þarf auðvitað að hafa heildarmyndina
af heimilishaldinu í huga en ekki að taka út einstaka hluta þess.
Við vitum að matarkostnaður hér er mun hærri en víðast annars
staðar, en hvað með hitt, sem vegur líka þungt í heimilishaldinu.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Forseti og forsætisráðherra ræddu
öldrunarmálin í ávörpum sínum.
Kjör aldraðra
og matarverð
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.