Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 2
2 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR
ÁVARP Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands, varð tíðrætt um
vanda aldraðra í áramótaávarpi
sínu í Ríkissjónvarpinu á gaml-
árskvöld. Sagði hann þar enn
skorta verulega á að bætt hefði
verið úr brýnni þörf margra
þeirra og ætti þjóðin öll að sýna
sóma sinn í að hlúa enn betur að
öldruðum og raunverulega búa
þeim áhyggjulaust ævikvöld.
Íslensk list og menning voru
forsetanum einnig hugfangin
og gerði hann mikið úr frekari
möguleikum að kynna fyrir ver-
öldinni þá fjölmörgu listamenn
íslenska og verk þeirra sem jafn-
ast á við það besta sem gerist.
„Við eigum óunnið hið brýna verk
að kynna heiminum marga frá-
bæra listamenn sem Ísland ól í
árdaga lýðveldistímans, snillinga
sem eingöngu ræktuðu garð sinn
hér heima en gáfu okkur verk sem
jafnast á við það besta sem þekk-
ist í veröldinni.“
Nefndi forsetinn þar sér-
staklega til Ásmund Sveinsson
og Kjarval en fagnaði líka góðu
gengi yngri listamanna landsins á
erlendri grund, listamanna á borð
við Sigur Rós, Sjón, Arnald Ind-
riðason og Ólaf Elíasson.
Fór forsetinn einnig nokkrum
orðum um sóknarfæri Íslendinga
á erlendri grund og nefndi heim-
sókn Indlandsforseta hingað til
lands og heimsókn íslenskra aðila
til Kína á síðasta ári sérstaklega.
„Það eru mikil forréttindi fyrir
okkur Íslendinga að Indverjar
og Kínverjar vilji efla samvinnu
við okkar þjóð og leggi áherslu á
að gera hana árangursríka. Það
skapar okkur vænlega stöðu í
hinu nýja hagkerfi heimsins.“ - aöe
Áramótaræða Ólafs Ragnars Grímssonar forseta:
Hlúa þarf betur að öldruðum
MARGVÍSLEGUR ÁVINNINGUR Forseti
Íslands sagði heimsókn forseta Indlands
hingað til lands á síðasta ári skapa Íslend-
ingum sóknarfæri sem aðrar þjóðir gjarnan
vildu njóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
ÁVARP „Fátt skiptir hag fjölskyld-
unnar meira máli en verðlag á
brýnustu nauðsynjum og ekki
verður við það unað til framtíð-
ar að matvælaverð hér á landi sé
langt umfram það sem er í grann-
ríkjum okkar,“ sagði Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra í
áramótaávarpi sínu í fyrrakvöld.
Boðaði hann aðgerðir af hálfu rík-
isstjórnarinnar og fyrsta skrefið
sé að koma á fót nefnd tengdra
aðila sem eiga að tilgreina ástæð-
ur þessa og koma með úrbætur í
kjölfarið.
Forsætisráðherra er þarna að
vísa til nýrrar skýrslu sem tekur
af allan vafa um að matvælaverð
á Íslandi er með því hæsta og
mun hærra en í nágrannaríkjum
þeim er við gjarnan berum
okkur saman við. Var niðurstaða
skýrsluhöfunda meðal annars
sú að ástæðurnar mætti að
mestu rekja til innflutningshafta
og verndarstefnu stjórnvalda
gagnvart íslenskum landbúnaði.
Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu,
fagnar þessari ákvörðun
forsætisráðherra og segir þetta
stærsta skref sem stjórnvöld hafi
tekið hingað til í þessu máli. „Þessu
höfum við lengi barist fyrir enda
sýna og sanna dæmin að þegar
höft og tollar eru afnumin lækkar
vöruverð til neytenda að sama
skapi. Við höfum lengi bent á að
stjórnvöld sjálf gætu auðveldlega
lagað þessa stöðu sé vilji til þess
og með þessu er forsætisráðherra
að stíga stærra skref en nokkur í
hans stöðu hefur gert.“
Haraldur Benediktsson,
formaður Bændasamtakanna,
segir bændur taka slíkum
tillögum af æðruleysi þrátt
fyrir að skýrslur sýni að það
séu þeir sem eiga hvað mest
á hættu ákveði stjórnvöld að
aflétta tollum eða tilkynni með
öðrum hætti um stórvægilegar
breytingar á matvælamarkaði.
„Við erum hvergi hræddir heldur
þvert á móti því umrædd norræn
skýrsla leiðir einmitt einnig í
ljós að verðlagning er undarlega
mikil á tollfrjálsum innfluttum
vörum og þar komum við hvergi
nærri.“ albert@frettabladid.is
Ástæður hás mat-
vælaverðs kannaðar
Forsætisráðherra ætlar að kalla saman hagsmunaaðila til að finna ástæður
þess að matvælaverð hér á landi er langtum hærra en í grannlöndunum og
koma með úrbætur í kjölfarið.
STÓRT SKREF Forsætisráðherra hefur gengið lengra en forverar hans og vill skýringar á háu
matvælaverði hérlendis. Sérstök nefnd verður sett á laggirnar eftir áramót og mun hún fara
ofan í kjölinn á því hvers vegna svo sé.
DÝRAST Á ÍSLANDI Skýrslur sýna að
landbúnaðarvörur hvers konar eru stór
kostnaðarliður hjá heimilum og meta
margir það svo að verðlagning sé úr takti
við það sem eðlilegt megi teljast. Verndar-
tollum ríkisins sé um það að kenna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS
Edda, hvernig fannst þér
Skaupið?
„Mér til mikils léttis þá hló ég bara þó
nokkuð.“
Edda Björgvinsdóttir var einn af þremur
umsjónarmönnum Áramótaskaups RÚV
2005 auk þess sem hún leikstýrði því og lét
sig ekki muna um að leika nokkur hlutverk í
þokkabót. Það gerði sonur hennar, Björgvin
Franz Gíslason, líka.
LÖGREGLA Maður slasaðist
alvarlega á hendi í Grindavík á
miðnætti á gamlárskvöld þegar
flugeldur sprakk í hendi hans.
Þá var félagi mannsins sem
nærri stóð einnig fluttur á slysa-
deild í Reykjavík með minniháttar
brunaáverka á brjósti og maga.
Lögreglu barst tilkynning um
slysið þegar þrjár mínútur voru
liðnar af nýja árinu, en mennirnir
voru að skjóta upp flugeldum við
heimahús. Flugeldur hafði losnað
frá priki og hélt annar maðurinn
á honum og ætlaði að henda frá
sér þegar búið væri að kveikja í
honum. Flugeldurinn sprakk hins
vegar áður en hann náði að kasta
honum. Mennirnir voru báðir
fluttir með sjúkrabíl til Reykja-
víkur. - óká
Áramótafagnaður í Grindavík:
Raketta sprakk
í hendi manns
LÖGREGLA Maður á fimmtugsaldri var
úrskurðaður í viku gæsluvarðhald
í Vestmannaeyjum seint á gamlárs-
kvöld grunaður um dreifingu fíkni-
efna.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
handtók um morguninn þrjár konur
og einn karl, öll á þrítugs-og fertugs-
aldri, vegna meintra fíkniefnabrota
og játaði ein konan umtalsverða sölu
á fíkniefnum. Manninum var sleppt
eftir yfirheyrslur en í fórum hans
fannst ekkert, en smáræði af hassi í
fórum kvennanna.
Á heimilum kvennanna og í
bifreið fannst töluvert magn af
eiturlyfjum til viðbótar, alls um
100 grömm af hassi og eitthvað af
amfetamíni, að því er fram kemur
hjá lögreglu. Konunum var svo
einnig sleppt, en í framhaldi af
játningu einnar þeirra var karlinn
sem nú situr í gæsluvarðhaldi
handtekinn. Þá fann lögregla við
leit í tveimur húsum tæplega 100
grömm af hassi til viðbótar og
tæpa milljón króna í peningum,
bæði íslenskum krónum og
dollurum. Lögregla segir manninn
hafa játað því að eiga hassið en
neitað fíkniefnasölu.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
segir rannsóknina halda áfram eftir
helgina, en ljóst sé að hún sé nokk-
uð umfangsmikil og beinist að því
að upplýsa ætlaða fíkniefnasölu í
Eyjum undanfarna mánuði. Gæslu-
varðhaldsúrskurðurinn yfir mann-
inum var kveðinn upp í Héraðs-
dómi Suðurlands. - óká
VESTMANNAEYJAR Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til rannsóknar umfangsmikið fíkni-
efnamál. Einn situr í gæsluvarðahaldi.
LÖGREGLA Þrír hestar drápust
þegar ekið var á hestastóð fyrir
utan bæinn Þorbergsstaði í Mið-
dölum laust fyrir klukkan 20.00 á
gamlárskvöld.
Ökumaðurinn, sem er
karlmaður kominn yfir miðjan
aldur, slapp að mestu óskaddaður.
Bíllinn er gjörónýtur. Að sögn
lögreglunnar í Búðardal var
gríðarleg hálka þar sem óhappið
varð auk þess sem hestarnir hlupu
inn á veginn í myrkri. - fb
Umferðarslys í Miðdölum:
Þrír hestar
drápust
LÖGREGLA Maður um tvítugt er
í haldi lögreglu vegna gruns
um nauðgun á veitingahúsi í
Reykjavík. Atvikið átti sér stað á
fimmta tímanum á nýársnótt.
Að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík er maðurinn sakaður um að
hafa notfært sér ástand stúlku á
sama aldri sem var mjög ölvuð.
Málið er í rannsókn. - fb
Veitingahús í Reykjavík:
Grunur um
nauðgun
Slagsmál á dansleik Karlmaður á
þrítugsaldri var handtekinn grunaður um
ölvun við akstur á Húsavík á nýársnótt.
Auk þess var karlmaður frá Þórshöfn
um tvítugt fluttur á heilsugæslu eftir
slagsmál á dansleik.
Ruslakassar sprengdir Fjórir
ruslakassar voru sprengdir á Höfn í
Hornafirði á gamlárskvöld auk þess
sem kveikt var í einum litlum ruslagámi.
Enginn slasaðist og ekki þurfti að kalla
út allt slökkviliðið á staðnum. Tjónið var
engu að síður töluvert.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Átján útköll Slökkviliðið í Reykjavík
fór í átján útköll á gamlárskvöld og
nýársnótt. Sautján þeirra voru vegna
minniháttar elda í gámum. Mikill fjöldi
sjúkraflutninga var um nóttina, eða um
fjörutíu talsins.
Sextíu á slysadeild Um sextíu
manns komu á slysadeild Landspítalans
í Fossvogi á gamlárskvöld og nýárs-
nótt. Talan er tvöfalt hærri en það sem
gengur og gerist um helgar á sjúkrahús-
inu. Eitthvað var um brunaslys vegna
flugelda og blysa fram að miðnætti.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGLA Flugeldur fór inn
um glugga á einbýlishúsi við
Skerseyrarveg í Hafnarfirði rétt
fyrir miðnætti á gamlárskvöld.
Enginn var heima þegar flug-
eldurnn sveif inn um gluggann
en nágranni sem sá atvikið var
fljótur til og slökkti eldinn með
slökkvitæki inn um gluggann á
húsinu. Húsið var síðan reykræst
þegar slökkviðið mætti á stað-
inn. - fb
Óhapp í Hafnarfirði:
Flugeldur inn
um glugga
ÁRAMÓT Ljósadýrð tók á móti
fyrsta Íslendingi nýs árs sem
fæddist á kvennadeild Landspítala
- háskólasjúkrahúss laust eftir
klukkan hálfeitt á nýársnótt.
Barnið, sem var drengur, er annað
barn foreldra sinna, Önnu Lilju
Stefánsdóttur og Jörgens Ívars
Sigurðssonar, en þau áttu fyrir
tveggja ára son.
Fyrsta barn ársins er mikill
myndarpiltur og mældist hann
16 merkur og 53 sentimetrar við
fæðingu. Allt gekk vel fyrir sig og
móður og syni heilsast vel. -ht
Fyrsti Íslendingur ársins:
Fæddist stuttu
eftir miðnætti
ÁNÆGÐ FJÖLSKYLDA Fyrsta barn ársins
ásamt foreldrum sínum og stóra bróður.
Fréttablaðið/GVA
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
Rannsókn miðar að því að upplýsa um dópsölu í Vestmannaeyjum:
Tekin með dóp og milljón í peningum