Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 58
34 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
30 31 1 2 3 4 5
Mánudagur
■ ■ SJÓNVARP
12.40 West Ham-Chelsea á Enska
boltanum. Bein útsending.
18.30 NFL á Sýn.
20.30 Ensku mörkin á Sýn.
21.30 Íþróttaannáll 2005 á Sýn.
22.30 HM á Sýn. England og
Argentína.
Ungbarnasund
Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug.
Sunddeild Ármanns
Barnasund
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 15. janúar nk.
í Árbæjarskóla
Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00
í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122
7. September nk.
10.S ptember nk.
4. janúar
28. janúa
Enska úrvalsdeildin:
MAN.UTD-BOLTON 4-1
1-0 Bruno N´Gotty, sjm (8.), 1-1 Gary Speed (33.),
2-1 Louis Saha (44.), 3-1 Cristiano Ronaldo (68.),
4-1 Cristiano Ronaldo (90.).
ASTON VILLA-ARSENAL 0-0
CHARLTON-WEST HAM 2-0
1-0 Shaun Bartlett (21.), 2-0 Darren Bent (63.).
CHELSEA-BIRMINGHAM 2-0
1-0 Hernan Crespo (25.), 2-0 Arjen Robben (43.).
TOTTENHAM-NEWCASTLE 2-0
1-0 Tainio (43.), 2-0 Mido (66.).
LIVERPOOL-WBA 1-0
1-0 Peter Crouch (52.).
MIDDLESBROUGH-MAN. CITY 0-0
PORTSMOUTH-FULHAM 1-0
1-0 Gary O´Neill (43.).
STAÐAN:
CHELSEA 20 18 1 1 43:9 55
MAN.UTD. 20 13 5 2 40:17 44
LIVERPOOL 18 12 4 2 26:9 40
TOTTENHAM 20 10 7 3 29:18 37
WIGAN 20 11 1 8 25:24 34
ARSENAL 19 10 3 6 27:15 33
BOLTON 18 9 4 5 23:18 31
MAN.CITY 20 8 4 8 27:22 28
BLACKBURN 19 8 3 8 24:24 27
WEST HAM 20 7 5 8 26:27 26
NEWCASTLE 19 7 4 8 18:21 25
CHARLTON 18 8 1 9 23:27 25
ASTON VILLA 20 5 7 8 23:29 22
MIDDLESBRO 19 5 6 8 23:28 21
FULHAM 20 5 5 10 23:29 20
EVERTON 20 6 2 12 11:30 20
W.B.A. 20 5 4 11 19:29 19
PORTSMOUTH 20 4 5 11 15:31 17
BIRMINGHAM 19 3 4 12 13:29 13
SUNDERLAND 19 1 3 15 14:36 6
ÚRSLIT
Bjarni bestur hjá Val
Knattspyrnumaðurinn Bjarni Ólafur
Eiríksson var á gamlársdag kjörinn
íþróttamaður Vals. Bjarni lék mjög vel
með Val í Landsbankadeildinni og var
síðan valinn í íslenska landsliðið.
> Ágúst tekur við körlunum
og Helena best
Hinn ungi og efnilegi þjálfari kvennaliðs
Hauka í körfuknattleik, Ágúst Björgvins-
son, hefur verið ráðinn sem þjálfari
karlaliðs félagsins í stað Predrag Bojovic
sem lét af störfum eftir tap
gegn Hetti milli jóla og
nýárs. Ágúst mun einnig
halda áfram sem
þjálfari
kvenna-
liðs
félagsins.
Fyrirliði
þess,
Helena
Sverris-
dóttir, var
síðan kjörin
íþróttamaður
Hauka á
gamlársdag.
FÓTBOLTI Newcastle og enska
landsliðið varð fyrir miklu áfalli
á gamlársdag þegar Michael
Owen braut bein í einni tánni.
Meiðslin eru svipuð mjög frægum
meiðslum sem David Beckham
varð fyrir á sínum tíma. Meiðslin
þýða að Owen verður að hvíla í tvo
til þrjá mánuði.
„Þetta er ótrúlega svekkjandi,“
sagði Owen eftir leikinn en hann
þótt hann sé brotinn er hann ekki
bugaður. „Ég efast ekki um að
ég verði klár í slaginn fyrir HM
í sumar. Sérfræðingarnir segja
mér að það sé ekki nokkur vafi
á að löppin verði orðin góð fyrir
þann tíma.“
Sven-Göran Eriksson, lands-
liðsþjálfara Englands, var að
vonum nokkuð brugðið en hann
ætlar sér að fylgjast ítarlega
með bata framherjans. „Þetta er
ansans óheppni og kemur sér illa
fyrir landsliðið og Newcastle.
Michael er frábær framherji
og gríðarlega mikilvægur fyrir
landsliðið og félag sitt. Vonandi
nær hann sér á strik hið fyrsta.“
Owen gerir sér grein fyrir því
að hann verði að vera þolinmóð-
ur enda eru þetta mjög hvimleið
meiðsli.
„Það er ekkert hægt að gera
til að koma mér í slaginn á stutt-
um tíma. Beckham, Rooney og
Gerrard hafa allir lent í þessu og
ég er búinn að heyra í þeim. Það
lenda allir í mótlæti en ég get í
það minnsta huggað mig við að ég
verð klár fyrir HM. Þetta hefði
svo sannarlega getað orðið verra,“
sagði Owen. henry@frettabladid.is
Michael Owen fótbrotinn
Enski landsliðsframherjinn stefnir á að verða kominn í toppform fyrir HM
næsta sumar þrátt fyrir að hafa fótbrotnað í leik Newcastle og Tottenham.
BROTINN EN EKKI BUGAÐUR Michael Owen sést hér á ferðinni í leiknum örlagaríka gegn
Tottenham á gamlársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Besti knattspyrnumaður
heims, Brasilíumaðurinn Ronald-
inho hjá Barcelona, hefur mikið
álit á enska landsliðsfyrirliðan-
um David Beckham og segir hann
vera einn besta leikmanninn í
spænsku deildinni ef ekki þann
besta.
„David er frábær leikmaður
og kannski besti leikmaðurinn
í spænsku deildinni það sem af
er þessu tímabili. Hann hefur
svo mörg vopn í búri sínu. Hann
hleypur mikið, tæklar, gefur gull-
fallegar sendingar. Hann virðist
vera búinn að finna sinn leik hér
á Spáni,“ sagði Brasilíumaður-
inn brosmildi sem telur enska
landsliðið vera eitt það sterkasta
í heiminum í dag. „England er
klárlega með eitt besta lands-
lið heims í dag. Wayne Rooney
er gríðarlega mikilvægur fyrir
enska landsliðið. HM gæti verið
mótið sem hann sýnir hversu
góður hann er því Rooney er leik-
maður sem getur breytt gangi
leikja á augnabliki. Ég hitti hann
í fyrsta skipti á dögunum og þetta
er frábær strákur.“ - hbg
Ronaldinho hefur mikið álit á David Beckham:
Beckham er einn sá
besti á Spáni
BECKHAM OG RONALDINHO Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir Beckham kannski besta
leikmann spænsku deildarinnar í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Tæplega 700 manns mættu í íþróttahúsið
í Austurbergi á föstudaginn þegar gamlir
ÍR-ingar tóku á móti núverandi
meistaraflokki ÍR í fjáröflunarleik
meistaraflokksins. Það voru margir
áhugaverðir leikmenn sem spiluðu
með gamla ÍR-liðinu sem bar
sigur úr býtum, 39-35. Gömlu
mennirnir tóku svo fast á
ungu strákunum að þeir
urðu hálfhræddir. Fyrr
en varði höfðu gömlu
kempurnar náð miklu
forskoti, 20-7. Í gamla
liðinu voru menn eins
og Júlíus Jónasson, Finnur
Jóhannsson og Erlendur
Ísfeld. Betur gekk hjá
ÍR-liðinu í síðari hálfleik og
það náði að bjarga sér frá niðurlægingu.
Landsliðsþjálfararnir Viggó Sigurðsson
og Bergsveinn Bergsveinsson dæmdu
leikinn og fórst þeim verkið vel úr
hendi að því er Hólmgeir Einarsson,
stjórnarmaður í ÍR og þjálfari „gamla“
liðsins segir.
„Þeir stóðu sig eins og hetjur
og ég verð að gefa Viggó 9,5 í
einkunn fyrir dómgæsluna,“ sagði
Hólmgeir kátur en leikurinn
markaði tímamót hjá honum
en hann er hættur að
vinna fyrir handknatt-
l e i k s d e i l d i n a
vegna heilsu-
farsástæðna eftir margra ára óeigingjarnt
sjálfboðaliðastarf. „Eina sem ég get sett
út hjá Viggó er að hann var ekki nógu
harður. Hann gaf hvorki gul né rauð spjöld
í leiknum. Ég reyndi eins og ég gat að fá
spjald og lyfti meðal annars buxunum upp
að hnjám en það virkaði ekkert á hann.“
Eftirlitsdómararnir Kjartan Steinbach og
Hákon Sigurjónsson mættu á svæðið
til þess að taka Viggó út og þeir
skiluðu skýrslu um frammistöðuna.
„Viggó var farinn áður en skýrslan
kom. Hann hlýtur að hafa fengið
fína útkomu hjá þeim
félögum,“ sagði Hólmgeir
kátur með að hætta á
toppnum sem þjálfari.
FJÁRÖFLUNARLEIKUR ÍR-INGA: VIGGÓ SIGURÐSSON SLÓ Í GEGN SEM DÓMARI
Viggó góður en ekki nógu harður
FÓTBOLTI Leikmannamarkaðurinn
í Evrópu opnaði á nýjan leik um
áramótin og verður opinn út
mánuðinn. Manchester United er
eitt þeirra liða sem þurfa klárlega
að styrkja sig og sögur bárust
af því í gær að liðið væri með
tvo Frakka í sigtinu. Þetta eru
Patrice Evra, leikmaður Monaco,
og Franck Ribery, leikmaður
Marseille.
Ribery er 22 ára miðjumaður
en Tottenham er einnig að spá
í kappann. United fær líka
samkeppni um Evra en Inter er
búið að setja sig í samband við
Monaco og vill gjarna kaupa hinn
24 ára varnarmann sem sló í gegn
með Monaco fyrir tveim árum.
Manchester United:
Tveir Frakkar
í sigtinu
PATRICE EVRA Gæti verið á leið til Man.
Utd. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP