Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 10
2. janúar 2006 MÁNUDAGUR
SMS
LEIKUR
11.HVER
VINNUR
!
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
Sendu SMS sk
eytið JA BHV á
númerið
1900 og þú gæ
tir unnið miða
fyrir tvo!
Vinningar er
u bíómiðar fyr
ir tvo • DVD my
ndir • Magic
• Tölvuleikir •
Varningur ten
gdur myndinn
i og margt flei
ra.
AUSTURRÍKI, AP Austurríki tók við for-
mennskunni í Evrópusambandinu
nú um áramótin, sex árum eftir að
Austurríkisstjórn var sett í pólitíska
sóttkví af ríkisstjórnum hinna
aðildarríkjanna fyrir að í Vínarborg
skuli hafa verið mynduð ríkisstjórn
með þátttöku Frelsisflokksins,
flokks hins umdeilda hægripopúlista
Jörgs Haider.
Þótt stuðningur kjósenda við
Frelsisflokkinn hafi dalað mikið –
og Haider reyndar búinn að yfirgefa
hann og stofna nýjan flokk – á hann
enn aðild að ríkisstjórninni og víst
er að náið verður fylgst með því
hvernig hægristjórnin í Vínarborg
fer með formennskuvaldið í
Evrópusambandinu næsta hálfa
árið.
Í byrjun október í haust stóð
tæpt að af því yrði að formlegar
aðildarviðræður hæfust við
Tyrki, eins og leiðtogar ESB höfðu
annars ákveðið, vegna fyrirvara
Austurríkisstjórnar við orðalag
samningsumboðs ESB í þessum
viðræðum, en þær eru taldar
munu geta tekið að minnsta kosti
áratug. Austurríkismenn vildu
að í samningsumboðinu væri
afdráttarlaust að viðræðunum
myndi ekki endilega lykta með
fullri aðild Tyrklands að ESB
heldur kynni Tyrkjum að verða
boðið annars konar fyrirkomulag
á nánum tengslum við sambandið.
Stjórnin í Vín hefur auk þess
skipað sér í lið með þeim innan
sambandsins sem eru tortryggnir
á frekari stækkun sambandsins
almennt (að Suðaustur-Evrópu og
EFTA-löndunum undanskildum).
„Víst er að Evrópusambandið
er ekki hægt að stækka takmarka-
laust,“ sagði Heinz Fischer, forseti
Austurríkis, í blaðaviðtali fyrir
helgi. „Mörg þeirra vandamála
sem við erum að glíma við nú, þar á
meðal atvinnuleysi, tengjast í huga
margra Austurríkismanna aðildinni
að Evrópusambandinu,“ bætti hann
við.
Víst þykir einnig að formennsku-
misseri Austurríkis verði fram-
lenging á því „íhugunarhléi“
sem margir sögðu Evrópusam-
bandið þurfa að taka sér eftir
að staðfestingarferli stjórnar-
skrársáttmála sambandsins
stöðvaðist er kjósendur í Frakk-
landi og Hollandi höfnuðu honum í
þjóðaratkvæðagreiðslum í lok maí/
byrjun júní.
Austurríski utanríkisráðherrann
Ursula Plassnik lét reyndar
svo ummælt í vikunni að þetta
„íhugunarhlé“ yrði í brennidepli
formennskudagskrárinnar. Plass-
nik sagði að á dagskránni yrði
meðal annars málfundaröð undir
yfirskriftinni „Evrópa hlustar!“,
en markmiðið með henni væri að
komast að því hvert borgarar ESB
vilja í raun að sambandið stefni.
audunn@frettabladid.is
VÍNARVALS Í UPPHAFI ESB-FORMENNSKU Með ljúfum tónum Nýárstónleika Vínarfílharm-
óníunnar hófst formennskumisseri Austurríkis í Evrópusambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Íhugunarhlé hjá
Evrópusambandinu
Austurríkismenn tóku við formennskunni í Evrópusambandinu í gær. Þeir
hyggjast nýta íhugunarhléið vel sem sambandið lenti í eftir að staðfesting
stjórnarskrársáttmálans strandaði. Formennskudagskráin ber þess merki.
TÓKÝÓ, AP Fjögurra manna fjöl-
skylda beið bana eftir að hún and-
aði að sér eiturgufum úr hver í
Norður-Japan.
Að sögn yfirvalda á svæðinu
kom fjölskyldufaðirinn að eigin-
konu sinni og tveimur barnung-
um sonum meðvitundarlausum
nærri holu sem hverinn hafði
brætt í snjó við bílastæði heilsu-
lindar. Hann reyndi að draga þau
frá holunni en féll þá sjálfur í
öngvit.
Talið er að gufur, mettaðar
eitruðum vetnissúlfíðum, hafi
safnast saman í holunni og þær
síðan streymt upp þegar snjó-
þekjan gaf sig. ■
Eitraður hver í Japan:
Fjölskylda dó
eftir gaseitrun
MEXÍKÓ Hvernig markaðssetur
fyrirtæki nýjan gosdrykk á mark-
aði þar sem vel yfir helmingur
íbúa landsins býr við kröpp kjör
og á í nægum erfiðleikum með að
eiga dagsdaglega fyrir mat? Til
dæmis með því að tappa gosinu á
gamlar tómar bjórflöskur og selja
vöruna á afar lágu verði.
Þetta er nákvæmlega ástæða
þess að lítið þekkt gosdrykkjafyr-
irtæki frá Perú, Ajegroup að nafni,
hefur tekist að hrifsa fimm pró-
sent af ábatasömum gosdrykkja-
markaðnum í Mexíkó úr höndum
bandarísku risanna Coca Cola
og Pepsi Cola. Þetta hefur þeim
tekist án auglýsinga að mestu, án
þess að senda vöruna í verslanir á
dýrum og flottum flutningabílum
og án þess að bjóða upp á mikið
úrval í vörulínu sinni.
Galdurinn er að framleiða
góðan kóladrykk og selja afrakst-
urinn á mun lægra verði en aðrir
geta boðið. Þannig kostar þriggja
lítra Big Cola frá Ajegroup úr
verslun aðeins rúmar 80 íslensk-
ar krónur sem er mun lægra verð
en risarnir bjóða. Árangurinn
lætur ekki á sér standa. Á aðeins
þremur árum hefur Big Cola náð
góðri fótfestu á markaði sem áður
var nánast eingöngu í höndum
Coke og Pepsi og hefur gert gott
strandhögg í heimalandinu Perú
líka þar sem Big Cola er nú ein
mest selda gosdrykkjategundin í
landinu. - aöe
EKKERT ÓYFIRSTÍGANLEGT Með því sem kallað hefur verið skæruliðamarkaðssetning
hefur lítið fyrirtæki í Perú sölsað undir sig góðan hluta af gosdrykkjamarkaðnum í Perú
og Mexíkó þar sem keppinautarnir eru tvö stærstu gosdrykkjafyrirtæki í heimi: Coca Cola
Company og PepsiCo.
Bandarísku risarnir Coca Cola og Pepsi í óhefðbundnu gosdrykkjastríði í Mexíkó:
Perúískt kóla hefur náð fótfestu
SVEITARSTJÓRNARMÁL Tillaga um
sameiningu sveitafélaganna níu
á Eyjafjarðarsvæðinu var felld
í október síðastliðnum í öllum
sveitarfélögum nema á Siglufirði
og Ólafsfirði. Þar hefur farið
fram vinna að undanförnu til að
kanna möguleika á sameiningu
sveitarfélaganna tveggja.
Kostir hugsanlegrar sameining-
ar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eru
ótvíræðir að sögn Runólfs Birg-
issonar, bæjarstjóra Siglufjarðar.
Hann segir að með tilkomu Héðins-
fjarðaganga, komi vegalengdin á
milli sveitafélagana til með að stytt-
ast úr rúmum sextíu kílómetrum á
sumrin og tæpum 260 kílómetrum á
veturna, niður í fjórtán kílómetra og
því sé langskynsamlegast að sam-
einast.
Hann segist bjartsýnn á að
sameining verði samþykkt ef vel
verður staðið að kynningunni fyrir
bæjarbúana. Hann kennir lélegri
undirbúningsvinnu um að samein-
ing sveitarfélaganna á Eyjafjarðar-
svæðinu var felld í haust. - æþe
Hugsanleg sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar:
Kostirnir ótvíræðir
SIGLUFJÖRÐUR Bæjarstjóri telur að með
öflugu kynningarstarfi verði sameining við
Ólafsfjörð samþykkt.