Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 12
12 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR
AKUREYRI Elín Margrét Hallgríms-
dóttir, símenntunarstjóri Háskól-
ans á Akureyri, gefur kost á sér
í fyrsta til þriðja sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar á Akureyri
í vor.
Elín vill með framboði sínu
stuðla að því að gera Akureyrarbæ
betri búsetukost fyrir fjölskyldur
þar sem atvinna, menntun, menn-
ingar- og tómstundastarf sé fjöl-
breytt, heilbrigðis- og félagsþjón-
usta góð og einstaklingar eigi þess
kost að njóta hæfileika sinna.
Hún telur möguleika sveitarfé-
lagsins mikla sem felast ekki síst
í mannauðinum á svæðinu. - æþe
Bæjarstjórnarkosningar:
Elín Margrét í
1. til 3. sætið
Filippseyjar heilla Kostnaður við
að dvelja á elliheimili í Japan er orðinn
svo hár að fjöldi eldri borgara flytur til
Filippseyja til að eyða ævidögunum. Er
kostnaðurinn þar tífalt minni en í Japan
þar sem hver mánuður á hjúkrunar- og
elliheimili getur kostað nokkur hundruð
þúsund krónur.
Vilja fækka sjálfsvígum Japönsk
stjórnvöld hafa sett sér það markmið
að koma fjölda sjálfsvíga niður fyrir
25 þúsund á ári á ári komanda. Tíðni
sjálfsvíga er mikið vandamál í þjóðfélag-
inu en tæp 33 þúsund styttu sér aldur á
síðasta ári.
Villur vega Ökumaður nokkur slasaði
tíu manns þegar hann ók bifreið
sinni inn í verslunarmiðstöð í Tókýó
á háannatíma. Ekki var vitað hvað
honum gekk til en hann var handtekinn
skömmu síðar.
JAPAN
FERÐAÞJÓNUSTA „Um ákveðinn
afturkipp hefur verið að ræða í
ferðaþjónustunni á árinu miðað
við það sem verið hefur undan-
farin ár,“ segir Erna Hauksdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar. Hátt gengi íslensku
krónunnar hefur orðið þess vald-
andi að Ísland er ekki lengur eftir-
sóttur kostur fyrir ferðaþjónustu-
heildsala erlendis og má vænta
þess að næsta ár verði jafnvel enn
verra.
Lítils háttar aukning hefur þó
orðið á komum erlendra ferða-
manna hingað til lands á árinu.
Erna segir það gleðilegt en aukn-
ingin sé þó í engu samræmi við
aukninguna í nágrannalöndum
okkar. „Við getum ágætlega við
unað þrátt fyrir allt en því er ekki
að neita að gengið hefur sett strik
í reikninginn og við höfum heyrt
það frá erlendum ferðaheildsölum
að þeir hafi beinlínis tekið okkur af
skrá hjá sér vegna kostnaðarins og
sá samdráttur mun að stórum hluta
koma fram á næsta ári. Þannig
erum við sérstaklega áhyggjufull
hvað næsta ár varðar enda kemur
öll niðursveifla illa niður á mörg-
um minni fyrirtækjum í greininni
sem fjárfest hafa undanfarin ár
fyrir háar upphæðir.“ - aöe
DÝRTÍÐIN DREGUR EKKI AÐ Lítilsháttar aukning varð á komum erlendra ferðamanna
hingað til lands á árinu en hátt gengi veldur greininni slæmum búsifjum og margir erlendir
ferðaheildsalar hafa afskrifað Ísland sem áfangastað meðan svo er.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Árið erfitt fyrir ferðaþjónustu á Íslandi:
Getur versnað enn frekar
Mannskæður eldsvoði Eldsvoði á
heimili fyrir geðfatlaða í útjaðri Moskvu-
borgar varð á fimmtudag sjö manns að
bana. Tólf manns slösuðust. Slökkvistarf
tafðist þar sem ekki náðist í neitt vatn til
þess nær en í kílómetra fjarlægð.
RÚSSLAND
NEYTENDUR Íslensk heimili munu
geta borið saman gjaldskrár orku-
fyrirtækja nú eftir áramótin og
valið sér þann kostinn sem hag-
stæðastur er fyrir hvert og eitt
heimili.
Þetta kemur í kjölfar laga sem
sett voru 2003 um samkeppni á
rafmagnsmarkaði en ár er liðið
síðan fyrirtækjum og stórnot-
endum buðust sömu skilmálar og
nú bjóðast almennum heimilum
í landinu. Allar upplýsingar um
verðlagningu og gjaldskrá hvers
fyrirtækis fyrir sig verður að
finna á heimasíðum þeirra fljót-
lega en einnig verða þær upplýs-
ingar aðgengilegar á heimasíðu
Neytendastofu.
Var áætlað að þeir kaupendur
sem breyta vilja til gætu skipt yfir
þann fyrsta mars næstkomandi en
vegna tæknilegra tafa verður það
vart fyrr en undir júní. - aöe
LJÓSADÝRÐ Á nýju ári verður virk samkeppni á rafmagnsmarkaði hér á landi og verið getur
að um næstu jól verði jafnvel ódýrara fyrir íslensk heimili að tendra jólaljósin en nú er.
Almennt viðskiptafrelsi á raforkumarkaði um áramótin:
Samkeppni í raforkusölu
ÚTBOÐ Fjögur tilboð bárust í
rekstrar- og skipulagslega úttekt
á Reykjavíkurflugvelli að sögn
Helga Hallgrímssonar, formanns
samráðsnefndar um úttekt á
Reykjavíkurflugvelli.
Tilboðin sem bárust voru frá
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen, Línuhönnun, VSÓ-ráðgjöf
og ParX viðskiptaráðgjöf og verð-
ur ákvörðun tekin fljótlega um
hvaða tilboði verði tekið. ■
Úttekt á Reykjavíkurflugvelli:
Tilboðin fjögur
VATNSMÝRIN Skiptar skoðanir eru um
hvernig skuli standa að skipulagningu
hennar. svæðisins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
FAGNAR NÝJU ÁRI Á GÖMLU HJÓLI
Þessi Breti tók á nýársdag þátt í hinni
árlegu nýársgöngu í Lundúnaborg á
ævaforni reiðhjóli, sem hann er býsna
stoltur af. Þetta árið tók meira en milljón
manns þátt í nýársgöngunni, sem er með
fjölmennustu útiviðburðum heims ár hvert.
MYND/AP