Fréttablaðið - 02.01.2006, Side 44
2. janúar 2006 MÁNUDAGUR24
Samið hefur verið um fram-
kvæmdir við íþróttasvæðið í
Laugardal. Knattspyrnusamband
Íslands fékk ÍSTAK til verks-
ins en áætlað er að reisa hús við
vesturhlið núverandi bygginga
við Laugardalsvöll ásamt nýjum
áhorfendastúkum.
Húsið verður um 800 fermetrar
að grunnfleti en þar verður kjallari
auk þriggja hæða. Á efstu tveimur
hæðum eru áætlaðar skrifstofur og
fræðslumiðstöð í eigu KSÍ. Nýjar
áhorfendastúkur, 1000 fermetrar
hvor, rísa beggja vegna við núver-
andi áhorfendastúku. Framkvæmd-
ir að uppgreftri er lokið. ■
Nýjar áhorf-
endastúkur
Húsnæði og stúkur munu rísa
í Laugardal en ÍSTAK sér um
framkvæmdir.
Bæta á við áhorfendastúkum á Laugar-
dalsvellinum.
SELDAR EIGNIR Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
300
250
200
150
100
50
0
FJÖLDI
11/11-
17/11
180
9/12-
15/12
136
16/12-
22/12
185
28/10-
3/11
168
4/11-
10/11
166
2/12-
8/12
141
Mig langar alveg ofboðslega að eignast
hús með stórum frönskum hurðum sem
opnast úr eldhúsi út í garð – franskar
hurðir eru með litlum rúðum, alveg
ótrúlega fallegar. Ég kynntist því þegar
ég bjó í London að hafa slíkar hurðir og
það var alger draumur,“ segir Hulda Björk
glaðlega og heldur síðan áfram. „Ef ég
leyfi mér nú að fara alveg í mína villtustu
dagdrauma þá sé ég fyrir mér hús með
svoleiðis hurðir ná næstum yfir heilan vegg
og hinir veggirnir væru bara venjulegir. Svo
væri glerþak til að hleypa allri dagsbirtunni
inn. Ég vildi helst byggja þetta hús við
hafið þar sem ég heyrði ekkert nema
náttúruhljóð,“ segir söngkonan og er afar
dreymandi í málrómnum.
DRAUMAHÚSIÐ MITT HULDA BJÖRK Á SÉR DRAUMAHÚS VIÐ HAFIÐ
Vill fá dagsbirtuna inn um þakið
Hulda Björk elskar franskar hurðir.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Giljaskóli hóf starf sitt 1995 í húsnæði leikskólans Kiðagils en eftir
nokkrar hrakfarir í húsnæðismálum flutti skólinn í fyrsta hluta núverandi
skólabyggingar sinnar 1998. Fyrst um sinn var rúmt um nemendur en á
aðeins tveimur árum fylltist skólinn svo brugðið var á það ráð að fá þrjár
stakar kennslustofur. Haustið 2002 var skólinn loks fullbyggður, 4.500
fermetrar auk íþróttahúss, svo ekki væsir um nemendur Giljaskóla í dag.
Á tíu árum hefur fjöldi nemenda Giljaskóla nær tífaldast. 1995 voru
nemendur 44 og bekkjardeildir 2 en nú eru bekkjardeildirnar orðnar 10
og nemendur 407.
Núverandi skólabyggingu Giljaskóla teiknaði Fanney Hauksdóttir.
GILJASKÓLI
Í Fasteignablaði Fréttablaðsins
þann 19. desember var einn af
íbúum hússins Áss við Sólvalla-
götu rangnefndur.
Dýralæknirinn sem þar bjó
hét Ásgeir Ó. Einarsson en ekki
Ásgeir L. Jónsson. Aðstandendur
og aðrir lesendur eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum. ■
Leiðrétting
Ás, Sólvallagötu 23, Reykjavík.