Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 48
2. janúar 2006 MÁNUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í
smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Okkar elskulega
Aðalbjörg
S. Guðmundsdóttir
frá Mosfelli, Hlíðarvegi 46, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn
4. janúar kl. 15.00.
Bjarki Bjarnason Þóra Sigurþórsdóttir
Sif Bjarnadóttir Hilmir Þór og Ásbjörn Ibssynir
Ýr Þórðardóttir Hlynur Þórisson
Bjarni Bjarkason Þóra Björk Gísladóttir
Vilborg Bjarkadóttir Guðmundur Bjarkason
Aðalbjörg Egilsdóttir Óskírður Hlynsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, systur og fósturdóttur,
Ólafar Guðjónsdóttur
Flúðaseli 90, Reykjavík.
Fyrir hönd annarra vandamanna.
Marvin Ingólfsson Þóra Björk Ingólfsdóttir
Ingi Guðjónsson Margrét Ólafsdóttir
MERKISATBURÐIR
1492 Konungsríkið Granada fellur
í hendur herja Ferdinands V
Spánarkonungs og Isabellu
drottningar.
1871 Stöðulög eru sett. Þar er
kveðið á um að Ísland
sé óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis með sérstökum
landsréttindum.
1884 Saumakona á Ísafirði verður
fyrsta konan til að kjósa til
bæjarstjórnar.
1899 Kristilegt félag ungra
manna, KFUM, er stofnað í
Reykjavík.
1958 Óperusöngkonan Maria
Callas gengur af sviði á
stórtónleikum í Rómaborg
eftir aðeins eitt lag. Margir
töldu að hin skapstygga
díva hefði farið í fýlu.
1998 Fyrsti starfsdagur nýs
háskóla, Kennaraháskóla
Íslands.
JOHANN KASPAR LAVATER
(1741-1801) LÉST ÞENNAN DAG.
„Sá sem sjaldan mælir
en getur með einu vel
tímasettu orði gert þá
málglöðu orðlausa er
snillingur eða hetja.“
Johann Kaspar Lavater var þýskt
skáld og guðfræðingur.
Á þessum degi árið 1971
létust 66 knattspyrnu-
áhugamenn þegar hindranir
á vellinum Ibrox Park í
Glasgow gáfu sig um leið og
þúsundir áhorfenda yfirgáfu
íþróttaleikvanginn eftir leik
liðanna Celtic og Rangers.
Talið var að slysið sem varð
í tröppum nr. 13 hefði orðið
þegar áhangendur Rangers
yfirgáfu leikinn þar sem þeir
töldu ljóst að leikurinn væri
tapaður.
Jimmy Johnstone hafði
skorað fyrir Celtic þegar
aðeins ein mínúta var eftir
af leiknum en Colin Stein
tókst að jafna fyrir Rangers í
uppbótartíma og upphófust
mikil fagnaðarlæti í
stúkunni.
Rannsókn leiddi í ljós að
fólk tróðst undir vegna þess
gríðarlega mannfjölda sem
reyndi að komast aftur inn
á völlinn. Þegar fólk fór að
detta olli það keðjuverkun
sem leiddi til þess að 66
lágu í valnum. Aðeins ein
kona var meðal hinna látnu.
Þetta er versti harmleikur
í sögu skoska fótboltans
og aðeins atvikið á
Hillsborough er verra í sögu
breska boltans.
ÞETTA GERÐIST > 2. JANÚAR 1971
Knattspyrnuhörmung á Ibrox Park
AFMÆLI
Kjartan Sveins-
son, tónlistar-
maður í Sigur
Rós, er 27 ára.
Jón Gnarr,
skemmtikraftur
og pistlahöfund-
ur, er 38 ára.
Pjetur Sævar Hallgrímsson, kaup-
maður í Neskaupstað, er 52 ára.
Þórður Friðjóns-
son, forstjóri
Kauphallarinnar,
er 53 ára.
Björgólfur Guð-
mundsson athafna-
maður er 64 ára.
Halldór
Hermannsson,
skipstjóri á Ísafirði,
er 71 árs.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1920 Isaac Asim-
ov, vísindaskáld-
sagnahöfundur.
1912 Renato
Guttuso, ítalskur
listmálari.
1885 Gísli Ólafsson skáld frá Eiríks-
stöðum.
1699 Osman III sold-
án af Tyrklandi.
Fyrsta skóflustungan að
fyrirhuguðu bílasafni og
félagsheimili Fornbíla-
klúbbs Íslands ásamt þjón-
ustuhúsi Orkuveitu Reykja-
víkur, var tekin síðastliðinn
föstudag. Bílaáhugamenn
hafa lengi bent á nauðsyn
þess að koma upp bílasafni
í Reykjavík enda telja þeir
slík söfn njóta mikilla vin-
sælda erlendis. Félagar
Fornbílaklúbbsins eiga í dag
yfir 300 gangfæra fornbíla
af öllum stærðum og gerð-
um. Auk þess sem klúbbur-
inn á töluvert af áhöldum
sem tengjast ökutækjasög-
unni, líkt og bensíndælur og
verkfæri, auk ljósmynda-
safns með um fimm þúsund
myndum.
Bílasafnið mun njóta
nálægðar Minjasafns Orku-
veitu Reykjavíkur og Raf-
heima en söfnin verða tengd
saman af þjónustumiðstöð
Elliðaárdalsins. ■
Fornbílasafn í
Elliðaárdal
FORNBÍLL Félagar í Fornbílaklúbbnum eiga yfir 300 gangfæra fornbíla.
Fornleifafræðingafélag
Íslands (FFÍ) stendur fyrir
málfundi um framtíð forn-
leifafræðinnar á Íslandi eftir
Kristnihátíðarsjóð. Fundur-
inn verður haldinn á morgun
klukkan 16.00 í húsakynnum
Fornleifaverndar ríkisins,
Suðurgötu 39.
Kristnihátíðarsjóður var
stofnaður til að minnast þess
að 1000 ár voru liðin síðan
kristni var lögtekin hér á
landi. Styrkirnir voru veittir
til fornleifarannsókna og til
verkefna sem miðuðu að því
að efla þekkingu og vitund
um menningararf. Í ár var
úthlutað úr sjóðnum í síðasta
sinn.
Sólveig Georgsdótt-
ir, verkefnisstjóri stefn-
umörkunar á vegum
Fornleifaverndar ríkis-
ins, dr. Bjarni F. Einars-
son, framkvæmdastjóri
Fornleifafræðistofnunar og
Hrafnkell Brimar Hallmunds-
son, formaður Kumls, félags
fornleifafræðinema, munu
halda stutt framsöguerindi
þar sem þau greina frá sínu
sjónarhorni en að því loknu
verður opnað fyrir umræð-
ur. Fundurinn er öllum
opinn. ■
Framtíð forleifa-
fræðinnar
VIÐ UPPGRÖFT Í ár var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði í síðasta sinn.
„Mér líkar gríðarlega
vel í nýja starfinu og
raunar betur og betur með
hverjum deginum sem
líður,“ segir Björn Friðrik
Brynjólfsson, sem nýlega
tók við starfi aðstoðarmanns
Einar Kr. Guðfinnssonar
sjávarútvegsráðherra. Þó
að Björn Friðrik sé lærður
stjórnmálafræðingur hefur
hann ekki komið nærri
stjórnmálum fyrr um ævina,
utan að fjalla um þau í
frétta- og dagskrárgerð hjá
Ríkisútvarpinu þar sem
hann vann áður. Hann fylgir
þó Sjálfstæðisflokknum að
málum og dregur ekki dul á
að hafa kosið hann í gegnum
árin.
En í hverju ætli nýja
starfið felist? „Þetta er
gríðarlega víðfeðmt en eins
og starfsheitið felur í sér
felst það fyrst og fremst í
að aðstoða ráðherrann eftir
fremsta megni og sinna
svo öðrum verkefnum í
ráðuneytinu,“ segir Björn
Friðrik.
Hann lætur vel af
samstarfsmönnum sínum
en viðurkennir um leið að
hann sakni svolítið gamalla
samstarfsmanna sinna úr
Ríkisútvarpinu. Og hann fer
ekki leynt með ánægju sína
með Einar Guðfinnsson.
„Hann er til algjörrar
fyrirmyndir í hvívetna, ég
gæti ekki hugsað mér betri
yfirmann,“ segir Björn og
hlær.
Leiðir Björns og Einars
lágu fyrst saman í Grímsey
á Steingrímsfirði og kynnin
þar urðu til þess að Einar
bað Björn að aðstoða sig
þegar hann varð ráðherra í
haust. „Þannig er að Einar
hefur veitt lunda í Grímsey á
Steingrímsfirði tiltekna helgi
á ári um árabil. Fyrir rúmum
átta árum kynntist ég konu
frá Hólmavík og hef veitt
lunda í þeirri sömu Grímsey
síðan, þessa sömu helgi og
Einar. Við kynntumst því
þar og höfum hist þar einu
sinni á ári síðan,“ segir
Björn, sem vill ekki skera úr
um hvor þeirra sé lunknari
við lundaveiðarnar.
Björn ólst upp á Húsavík
og varði sumrum í sveit
hjá afa sínum og ömmu í
Kelduhverfinu og þangað
fór hann í jólaleyfinu. ■
BJÖRN FRIÐRIK BRYNJÓLFSSON: NÝR AÐSTOÐARMAÐUR SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Kynntust við lundaveiðar
BJÖRN FRIÐRIK BRYNJÓLFSSON Segir Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra til algjörrar fyrirmyndar og getur
ekki hugsað sér betri yfirmann. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI