Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 53
29 LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Eldhús eftir máli Þjóðleikhúsið / Smíðaverkstæðið / Eldhús eftir máli / Höfundur: Vala Þórs- dóttir, byggt á nokkrum smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur / Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir / Leikmynd: Stígur Stein- þórsson / Tónlist: Björn Thorarensen / Búningar, grímur og hattar: Katrín Þor- valdsdóttir / Lýsing: Hörður Ágústsson / Leikarar: Aino Freyja Järvelä, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, María Pálsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdótt- ir og Þórunn Lárusdóttir. Niðurstaða: Sýning Þjóðleikhússins er stílhrein og einlæg og allir listamenn sem að henni standa geta kinnroðalaust klappað sjálfum sér á bakið fyrir vel unnið starf. Svava Jakobsdóttir hefur með verkum sínum markað dýpri spor í íslenska kvennabaráttu en margan óraði fyrir og nú, eftir fráfall hennar á því ári sem hún hefði orðið 75 ára setur Þjóðleik- húsið upp leikhúsverk sem byggir á fimm vel þekktum smásögum hennar. Það er vel, enda eru verk hennar margslungin, hafa djúpa merkingu og eru tíðum hárbeitt ádeila á þá tilveru sem konum fyrr og nú hefur verið búin í þjóð- félagi sem kallar sig siðmenntað og stundum vestrænt einhverra hluta vegna. Raddir stórkvenna á borð við Svövu heyrast allt of sjaldan nú um stundir. Við að rifja upp þessar smá- sögur Svövu sem Vala Þórsdóttir hefur hér spunnið leikverk upp úr vakna hugrenningar um hvers konar tilveru þjóðfélag okkar býr dætrum mínum og hvaða fyrir- myndir og hugmyndir verði þeim hugleiknar þegar þær vaxa úr grasi. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds fyrir þeirra hönd að þurfa að vinsa úr allt hismið sem kemur með þessari tegund bandarísks sjónvarpsefn- is sem raunveruleikasjónvarp kallast og yfirskyggir flest sem birtist á skjám landsmanna um þessar mundir. Ekki kannast ég við þann raunveruleika sem þar birtist. Þar er sjálfsvirð- ingu kvenna misboðið hvað eftir annað. En hvað þá með konurnar í leikritinu? Jú, sá heimur sem þær hrærast í verður um síðir þeirra fangelsi og þær eiga ekki undan- komu nema með hugarfarsbreyt- ingu. Ekki bara þeirra sjálfra heldur líka samfélagsins. Það er enginn sökudólgur − því miður. Ekki einu sinni karlarnir eiga sök á því hvernig fyrir þeim er komið heldur erum við öll föst í hlekkj- um hugarfarsins. Við getum ekki lengur greint sundur aðalatriði og aukaatriði – hvað er mikilvægt eða hvaða gildi við viljum varð- veita. Afhelgunin er orðin algjör og nú þurfum við að fara að skil- greina dyggðirnar og lestina upp á nýtt. „Heil mannsævi og ég hef ekkert að segja,“ segir aumingja Aðalheiður í leikritinu eftir að börnin hennar hafa tekið úr henni heilann og af því hjartað er orðið svo stórt þá þarf að skera það úr líka. Sögurnar hennar Svövu eru tímalausar og eiga alltaf erindi við okkur eins og allar góðar sögur. Þær eru bæði harmrænar og bráðfyndnar. Hvað varðar sýningu Þjóð- leikhússins þá er hún stílhrein og einlæg og allir listamenn sem að henni standa geta kinnroða- laust klappað sjálfum sér á bakið fyrir vel unnið starf. Svo er alltaf umdeilanlegt hvernig smásagn- aformið er yfirfært á leikhúsið og hlýtur það að ráðast af smekk hvers og eins. Mér þótti Vala komast smekk- lega frá því að flétta textann og að sama skapi tókst leikstjóranum að nýta rýmið á Smíðaverkstæðinu sem Stígur hefur hannað svo þén- anlega leikmynd inn í. Lýsing við hæfi í samspili við nostursamlega búninga og grímur. Leikkonurnar áttu allar góðan dag og eini karl- leikarinn á gömlum slóðum, einn með stelpunum. Fyrir mína parta langar mig að fara að sjá góðan leikstjóra eins og Ágústu Skúladóttur glíma við verkefni sem reyna meira á leik- ara hvað varðar persónusköpun og dramatísk átök. Hún kann öll „leikhústrikkin“ og hefur sýnt það oft að undanförnu. Í heildina: Fallegt minni um Svövu Jakobs- dóttur. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Vínartónleikar F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 græn tónleikaröð í háskólabíói aukatónleikar í háskólabíói MIÐVIKUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 LAUGARDAGINN 7. JANÚAR KL. 17.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Peter Guth Einsöngvari ::: Anton Scharinger Helstu perlur höfuðtónskálda Vínar með Strauss- feðga í broddi fylkingar, hinn frábæri einsöngvari Anton Scharinger og einn mesti sérfræðingur í Vínartónlist, hljómsveitarstjórinn Peter Guth. Tryggðu þér miða núna á www.sinfonia.is á hina bráðskemmtilegu og sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Frábær byrjun á nýju ári Stóra svið SALKA VALKA Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við Leikfélagið Regínu Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 HÚSMÓÐIR UMKRINGD BÖRNUM SÍNUM Þjóðleikhúsið minnist Svövu Jakobsdóttur með því að sýna Eldhús eftir máli, sem Vala Þórsdóttir hefur unnið upp úr smásögum Svövu. Leikhús eftir smásögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.