Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 62
 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SÉRFRÆÐINGURINN GUÐJÓN SIGMUNDSSON GEFUR LÍTIÐ FYRIR ÁRAMÓTAHEIT Góðir hlutir taka tíma LÁRÉTT 2 listastefna 6 í röð 8 starfsgrein 9 gljúfur 11 ónefndur 12 yfirstéttar 14 vansæmd 16 borðaði 17 stúlka 18 dýrafita 20 þys 21 megin. LÓÐRÉTT 1 skraut 3 frá 4 ballerína 5 beita 7 stoppistöð 10 draup 13 hjör 15 drykkur 16 tunna 19 guð. LAUSN LÁRÉTT: 2 dada, 6 áb, 8 fag, 9 gil, 11 nn, 12 aðals, 14 skömm, 16 át, 17 mey, 18 mör, 20 ys, 21 aðal. LÓÐRÉTT: 1 fága, 3 af, 4 dansmey, 5 agn, 7 biðstöð, 10 lak, 13 löm, 15 mysa, 16 áma, 19 ra. Þá er nýtt ár upprunnið og hversdagsleikinn hafinn af fullum þunga eftir mikil hátíðahöld desembermánaðar. A ð venju strengdu margir áramóta- heit, en ætla má að flest þeirra snúist um betra form og bætta heilsu. „Ég hef strengt áramótaheit síðastliðin 35 ár en hef hætt því nú. Með aldrinum hefur komið í ljós að maður hefur alltaf svikið sjálfan sig þannig að áramótaheitin hafa ekki staðist,“ segir Guðjón Sigmundsson, sem landsmenn þekkja betur sem Gauja litla, sem fyrir framan alþjóð létti sig í sjónvarpi á og hefur síðan hjálpað holdmiklum Íslendingum að ná tökum á offituvandanum. „Í stað áramótaheita ættu menn að taka afstöðu til þess að snúast inn í meðvitund um betri heilsu og vera meðvitaðir allt árið. Gerð var rannsókn á sykurneyslu Íslendinga og kom í ljós að hún var nær engin til 28. mars, að nálgaðist páska. Þá sló út fyrir meðvitundinni og síðan tók við vor og sumar þar sem menn hella sér heils hugar í grillmat og bjór,“ segir Guðjón sem einnig styðst við aðsókn að líkamsræktarstöðvum. „Eigendur segja að aðsókn detti niður eftir 28. mars, eða um það leyti sem páskar eru í árinu. Ég legg því til að menn líti heilt yfir árið og geri þetta ekki með off- orsi, en breyti litlu en samt dálitlu þannig að markmiðin séu raunhæf, því góðir hlutir taka tíma,“ segir Guðjón og mælir með hófsemi þegar kemur að breyttum lífs- háttum. „Ef menn hreyfa sig ekkert í viku er gott að byrja á klukkutíma hreyfingu einu sinni í viku. Þegar mönnum fer að líða vel með það má auka hreyfinguna um einn dag í viðbót og svo koll af kolli. Alls ekki þvinga sig í grænmetisát eingöngu og afneita sér um allt sem gott er. Hægar framfarir eru ásættanlegar; annars missa menn meðvitund 28. mars, eins og allir hinir,“ segir Guðjón og biður fólk að básúna ekki áramótaheit sín, heldur eiga þau með sjálfum sér. „Fljótlega fór ég að þegja um mín áramótaheit, því með því að opinbera sjálfan sig er maður alltaf að brjóta sig niður því maður veit hálfpartinn að maður ætlar að svíkja heitið. Því oftar sem maður svíkur sjálfan sig, því þyngra verður andlegt og líkamlegt niðurbrot,“ segir Guðjón sem er á því að áramót séu bæði óraunhæf og heilmikil vitleysa. „Sennilega strengja 95 prósent þeirra sem eru of þungir þess heit að grennast á nýju ári, og það er eng- inn feitur sem stefnir á meiri fitusöfnun á næsta ári. En menn verða að sætta sig við hvernig komið er fyrir þeim og ef þeim líður illa með það á að breyta því.“ Í bókinni Leiðarvísir puttaferða- langs um himingeiminn er jörðin sprengd í loft upp af bygginga- verktökum utan úr geimnum. Íbúum hinnar ólukkulegu plánetu er sagt að nægur tími hafi verið gefinn til að mótmæla fyrirhug- uðum framkvæmdum á skrifstofu yfirvalda, sem staðsett er í næsta sólkerfi. Sumum virðist sem að borg- aryfirvöld í Reykjavík séu lítið aðgengilegri. „Þetta er gróft brot gagnvart íbúum á svæð- inu,“ segir Anna Saari, einn íbúi Holtahverfis. „Maður mun ekki sjá í himininn lengur.“ Skipulags- nefnd tilkynnti í sumar tillögu að framkvæmdum á reitnum milli Einholts og Þverholts. „Þetta er hluti af stórverkefni sem gengur undir nafninu Hlemmur plús, en ætlunin er að rífa öll þessi gömlu hús og byggja allt upp að átta hæða blokkir í staðinn til að þétta byggð. Íbúum verður fjölgað um helming í hverfinu.“ Athugasemdir íbúanna gagn- vart hugmyndum eru fyrst og fremst þrjár. „Við erum ekki að mótmæla framkvæmdum sem slíkum, enda þau hús sem á að rífa ónýt og vannýtt. En við erum á móti umfangi þeirra, og viljum fá hús sem eru í samræmi við þau sem fyrir eru, 3-4 hæðir í stað átta. Umferðarmál í hverfinu eru þegar í ólestri og sumt af þessu eru hálfgerðir hestakerruvegir. Eitthvað af þessu nýja húsnæði verða stúdentaíbúðir, og ekki er gert ráð fyrir nema hálfu bíla- stæði á íbúð, sem er alls ekki víst að sé nóg, og ekki er heldur gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti eða ef fólk á meira en einn bíl. Það er reglulega talað um bílavanda- mál í miðbænum og samt er verið að hrúga fólki þangað. Í þriðja lagi höfum við áhyggj- ur af skemmdum á húsum og lögnum meðan á framkvæmdum stendur, en húsin hér eru byggð upp úr 1940. Mánuðum saman fundum við fyrir höggbylgjum vegna sprengjuframkvæmda við Borgartún og gamla Stjörnu- bíóreitinn. Ekki hafa fengist svör við því hver ber ábyrgðina ef þau hús sem fyrir eru verða fyrir skemmdum, eða ef skipta þarf um lagnir, og hvenær það er afleiðing af framkvæmdun- um. Við viljum að húsin verði ástandstekin áður en fram- kvæmda er hafist.“ Anna Saari og Már Gunnlaugs- son hvöttu fólk í hverfinu til að skrifa borgaryfirvöldum bréf ef það hefði eitthvað við framkvæmd- irnar að athuga, og um 70 manns gerðu svo. Einnig stóðu þau fyrir söfnun undirskriftalista gegn byggingu háhýsanna, og um 80% af íbúum hverfisins skrifuðu undir. „Borgin hefur viðurkennt að þetta brjóti blað í byggingasög- unni, enda eru þetta gífurlegar framkvæmdir á einum reit. Við höfum skoðanir á málinu og viljum berjast fyrir rétti okkar. Við erum ekki samtök, bara íbúar, og höfum ekki ráð á að ráða lögfræðing í fulla vinnu eins og í raun þyrfti. Þetta er spurning um íbúalýð- ræði, okkur er tilkynnt um hvað er að gerast en við fáum ekki að taka þátt í ákvarðanatökunni. Ákvörðunin verður tekin á næstu dögum og ber að svara öllum athugasemdum. Hafa íbúarn- ir eitthvað að segja, eða hver á í raun borgina?“ Málið hefur þó einnig haft jákvæðar afleiðingar, segir Már. „Þetta hefur hnýtt íbúana saman og myndað ný tengsl sem maður hafði ekki áður. Það gerist ekkert ef maður gerir ekkert.“ valurg@frettabladid.is ANNA SAARI OG MÁR GUNNLAUGSSON Andstaðan við fyrirhugaðar framkvæmdir hefur þjappað íbúunum saman. Atli Örvarsson er kannski ekki nafn sem allir kannast við, en líklega þekkja fleiri sjónvarpsþættina Law and Order og NYPD Blue. Atli hefur útsett og samið tónlist fyrir þættina, og hefur nýlega lokið við að semja tónlist fyrir Stuart Little 3, þar sem Michael J. Fox, Geena Davis og Hugh Laurie ljá litlu músafjölskyldunni raddir sínar. En það er fleira á döfinni. „Ég sagði skilið við það fyrirtæki sem ég var að vinna hjá og byrjaði að starfa sjálfstætt á árinu. Ég er að semja tónlist fyrir þættina Just Legal, þar sem Don Johnson fer með aðalhlutverk. Og svo var ég að vinna við myndina Strike the Tent, sem verður frumsýnd á næsta ári en hefur þegar unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Cork, Tahoe og víðar.“ Myndin er skrifuð og leikstýrð af Julian Adams, og er byggð á sannri sögu langalangafa hans, sem barðist með Suðurríkjunum í bandaríska borgarastríðinu en var ástfanginn af stúlku frá Norðurríkjunum. „Hann var ánægður með að ég væri Íslendingur, og héldi því ekki með öðru hvoru liðinu. Þetta er enn viðkvæmt mál og að einhverju leyti skiptir þetta þjóðinni algerlega í tvennt. Til dæmis fóru úrslitin í kosningunum í fyrra eftir nokkurn veginn sömu ríkjalandamærum og borgarastríðið. Í hverri viku er einhvers staðar í Suðurríkjunum verið að endurgera orrustur úr stríðinu, þar sem áhugamenn koma saman í búningum og leika bardagana. Það er undarleg menning að vera alltaf að endurupplifa orrustur sem þeir töpuðu. Ein slík endurgerð var notuð í myndinni, og þetta eru því ekki leikarar sem klæðast herbúningunum heldur áhugamenn um stríðið.“ Atli hefur búið í Bandaríkjunum í rúm tíu ár. „Ég fór til Boston í nám árið 1993, og svo þaðan til Norður- Karólínu í framhaldsnám. Ég fór fyrst til Los Angeles árið 1998. Mike Post, sem er gamalreyndur sjónvarpstónlistarmaður, á fyrirtæki sem stofnaði sjóð til að hjálpa ungum tónlistarmönnum að komast á framfæri. Á hverju ári er haldin keppni og vinningshafinn fær að fara til Los Angeles í sex vikur og kynnast því að starfa við gerð sjónvarpstónlistar. Ég vann þá keppni, og tveimur árum síðar þegar Post vantaði aðstoðarmann bauð hann mér vinnu.“ Í millitíðinni starfaði Atli meðal annars sem hljómborðsleikari Jessicu Simpson og fór með henni í tónleikaferðalag. „LA er mikill frumskógur, það tekur tíma og mikla þrautseigju að koma sér inn í bransann. Þjóðsagan er sönn, allir þjónar hérna eru leikarar alls staðar að úr heiminum sem koma til borgarinnar til að meika það. En þetta gefur borginni mikinn kraft, og gerir það áhugavert að búa hér.“ Var það alltaf ætlunin að gerast höfundur sjónvarpstónlistar? „Ég fór í nám til Berkeley að læra djasspíanó, og þar fékk ég að reyna að semja tónlist við myndir. Ég elska bæði tónlist og kvikmyndir og það var ekki aftur snúið. Ég stefni nú að því að færa mig meira inn á kvikmyndir, og verð að semja við tvær myndir á næsta ári, aðra þeirra eftir Julian Adams.“ valurg@frettabladid.is Elskar bæði tónlist og kvikmyndir ATLI ÖRVARSSON Að störfum í Los Angeles. HLEMMUR PLÚS: MÆTIR ANDSTÖÐU ÍBÚA Hafa áhyggjur af gömlu húsunum [ VEISTU SVARIÐ ] 1. Björn Th. Árnason 2. Baldvin Þorsteinsson 3. Ari Edwald HRÓSIÐ FÁ... Strákarnir fyrir að vera óhræddir við breytingar og fá nýja stráka til liðs við sig. Ofurtala 2 17 19 21 22 6 9 26 29 40 41 30 32 36 4 2 9 0 8 6 0 2 1 2 31.12.2005 28.12.2005 Fyrsti vinningur gekk ekki út. Fyrsti vinningur gekk ekki út. 15 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.