Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 2. janúar 2006 3 Sjöundi hver bruni á heimilum verður vegna eldavéla. Mikilvægt er að fara varlega við eldamennsku og bregðast rétt við ef eldur kviknar. Það má vara sig á ýmsu varðandi bruna og eru heimilistæki þar ofarlega á lista. Algengasta heimilistækið sem kviknar í er eldavélin en sjöundi hver eldsvoði á heimili verður af hennar völdum. Það má þó koma í veg fyrir brunann með einföldum aðferðum og er mikilvægast í því sambandi að vera hvorki gleyminn né aðgæslulaus. Hér á eftir koma nokkur atriði sem hafa ber í huga: - Farið aldrei frá heitri hellu. - Haldið eldavélinni hreinni, feiti getur valdið eldsvoða. - Hafið varann á við djúpsteikingu. Ef olían er farin að rjúka er hún of heit og getur brunnið; takið pottinn þá strax af hellunni. - Reynið einungis að slökkva viðráðanlegan eld og notið pottlok eða brunateppi til þess, alls ekki vatn. - Passið að hafa rafhlöður í reykskynjurum í lagi; skynjarar geta oft og tíðum bjargað miklu. - Bregðist rétt við ef eldur kviknar. Lokið hurðum, forðið ykkur og hringið í neyðarlínuna. (staðreyndir fengnar af vefsíðu Neytendasamtakanna) Eldavélar varhugaverðar RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SKRIFAR UM FUNKISMA Funktionalismi eða nytjahyggja í húsagerðarlist fór að ryðja sér til rúms upp úr fyrri heimsstyrjöld. Svisslendingurinn Le Corbusier og Þjóðverjinn Walter Gropius voru meðal upphafsmanna stefnunnar, en Gropius var fyrsti skólastjóri Bauhaus-arkitektaskólans í Weimar í Þýskalandi. Nasistar lokuðu skólanum 1933 því þeir töldu kennarana ala á andþýskum viðhorfum. Funkisstílinn er talinn nokkurs konar fyrirrennari módernismans eða eitt afbrigði hans. Mestu skipti að rjúfa öll tengsl við fortíðina, nokkuð sem var mjög andstætt allri þjóðernisrómantík. Skraut sem einkenndi tískustrauma þar á undan, eins og hinn þýska jugend-stíl og franska art nouveau, vék fyrir einfaldleika og notagildi, og húsin voru hönnuð eftir þeirri starfsemi sem þar átti að fara fram. Baðhergi, rennandi vatn og kæliskápur voru talin mikilvægari en skrautlegar framhliðar. Ný hugmyndafræði, skynjun á tíma og breytt fjölskyldumynstur lágu að baki allri hönnun. Konan var á leið út á vinnumarkaðinn og vinnukonustéttin að hverfa. Efniviður innan sem utan átti að draga úr viðhaldi og þrifum. Innréttingar voru einfaldar, ljósakrónur í hreinum formum eins og kúlur og keilur úr ópalgleri, og stiga- og svalahandrið úr smíðajárni eða stáli. Það er þó fyrst og fremst á hinu ytra útliti húsa sem þekkja má funkisstílinn. Algengt var að arkitektar hönnuðu útlit húsanna áður en þau voru teiknuð að innan. Ósamhverfa er áberandi þáttur þessa stíls. Gluggar með löngum gluggapóstum náðu gjarnan fyrir horn til að hleypa inn sem mestri birtu. Ef svalir voru á húsinu voru þær einnig látnar ná fyrir horn. Þökin voru oftast flöt. Litir voru hreinir og afmarkaðir og litasamsetningar einkenndust af andstæðum grunnlitum. Útveggir voru oft úr hvítmálaðri steinsteypu. Á Íslandi voru fyrstu húsin í funkisstíl reist í kringum 1930. Íslenska útfærslan var þó eilítið öðruvísi en annars staðar. Fljótlega var horfið frá því að hafa þökin flöt. Annað dæmi um íslenska aðlögun er að útveggir voru oft steinaðir, ýmist með skeljasandi eða mulningi úr íslenskum bergtegundum. Hvernig má þekkja funkishúsið? Sjöundi hver eldsvoði á heimili tengist eldavélum. Formaco • Fossaleynir 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 2050 • Fax: 577 2055 • www.formaco.is ÞARFTU AÐ LOSA ÞIG VIÐ VIÐHALDIÐ? Veldu glugga vegna lítils viðhalds, góðrar hönnunar, gæða, útlits, endursölu og 10 ára ábyrgðar. Vertu viss um að gluggarnir séu - Spurðu fasteignasalann. Halla Vilhjálmsdóttir leikkona hefur búið í London síðustu árin en er komin heim til að leika í Túskildingsóperunni. Uppáhaldshúsin hennar eru tvö og mjög ólík. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Þjóðleikhúsið er í uppáhaldi hjá Höllu, „Auðvitað þykir mér Þjóðleikhúsið fallegt. Það minnir svolítið á kastala í ævintýri,“ segir Halla. Hún ætti líka að kannast ágætlega við innviði leikhússins því hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í Túskildingsóperunni sem frumsýnd var annan í jólum í Þjóðleikhúsinu. „Mér finnst frábært að vinna í húsinu, það er svo sjarmerandi. Reyndar á ég það til að villast aðeins og hlaupa á vitlausa hæð en það er ekkert tiltökumál,“ segir Halla. Þjóðleikhúsið er ekki eina byggingin sem Halla heldur upp á. „Vinur minn, sem er arkitekt, kom í heimsókn frá Bretlandi og við tókum smá túr um Reykjavík,“ segir Halla. „Hann, rétt eins og ég, er mikill aðdáandi finnska arkitektsins Alvars Aalto sem teiknaði Norræna húsið svo við fórum að skoða það.“ Alvar Aalto er stundum kallaður faðir skandinavísks módernisma í arkitektúr og hönnun. Hann var þekktur meðal annars fyrir að sameina notagildi og fagurgildi og taka umhverfi bygginga með í reikninginn er hús var teiknað. Til að mynda bar þak Norræna hússins við sjóndeildarhring fjalla Suðurnesja þar til Askja náttúrufræðihús var byggt. Til gamans má geta að arkitekt Öskju er Dr. Maggi en hann var lærisveinn Aalto. Það er þó hvorki Þjóðleikhúsið né Norræna húsið sem Halla ber sterkastar taugar til. Það er hús foreldra hennar þar sem hún ólst upp en það er jafnframt eina húsið sem hún hefur búið í á Íslandi. tryggvi@frettabladid.is Vinnustaðurinn í uppáhaldi Höllu líkar ákaflega vel við Þjóðleikhúsið jafnt að innan sem utan. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Þrettándabrennan á eldhúsflatskjánum Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. 20 ára ábyrgð. Þetta er Invita 20" LCD flatskjársjónvarp 25 ára afmælistilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.