Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.01.2006, Qupperneq 10
 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR SMS LEIKUR 11.HVER VINNUR ! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS sk eytið JA BHV á númerið 1900 og þú gæ tir unnið miða fyrir tvo! Vinningar er u bíómiðar fyr ir tvo • DVD my ndir • Magic • Tölvuleikir • Varningur ten gdur myndinn i og margt flei ra. AUSTURRÍKI, AP Austurríki tók við for- mennskunni í Evrópusambandinu nú um áramótin, sex árum eftir að Austurríkisstjórn var sett í pólitíska sóttkví af ríkisstjórnum hinna aðildarríkjanna fyrir að í Vínarborg skuli hafa verið mynduð ríkisstjórn með þátttöku Frelsisflokksins, flokks hins umdeilda hægripopúlista Jörgs Haider. Þótt stuðningur kjósenda við Frelsisflokkinn hafi dalað mikið – og Haider reyndar búinn að yfirgefa hann og stofna nýjan flokk – á hann enn aðild að ríkisstjórninni og víst er að náið verður fylgst með því hvernig hægristjórnin í Vínarborg fer með formennskuvaldið í Evrópusambandinu næsta hálfa árið. Í byrjun október í haust stóð tæpt að af því yrði að formlegar aðildarviðræður hæfust við Tyrki, eins og leiðtogar ESB höfðu annars ákveðið, vegna fyrirvara Austurríkisstjórnar við orðalag samningsumboðs ESB í þessum viðræðum, en þær eru taldar munu geta tekið að minnsta kosti áratug. Austurríkismenn vildu að í samningsumboðinu væri afdráttarlaust að viðræðunum myndi ekki endilega lykta með fullri aðild Tyrklands að ESB heldur kynni Tyrkjum að verða boðið annars konar fyrirkomulag á nánum tengslum við sambandið. Stjórnin í Vín hefur auk þess skipað sér í lið með þeim innan sambandsins sem eru tortryggnir á frekari stækkun sambandsins almennt (að Suðaustur-Evrópu og EFTA-löndunum undanskildum). „Víst er að Evrópusambandið er ekki hægt að stækka takmarka- laust,“ sagði Heinz Fischer, forseti Austurríkis, í blaðaviðtali fyrir helgi. „Mörg þeirra vandamála sem við erum að glíma við nú, þar á meðal atvinnuleysi, tengjast í huga margra Austurríkismanna aðildinni að Evrópusambandinu,“ bætti hann við. Víst þykir einnig að formennsku- misseri Austurríkis verði fram- lenging á því „íhugunarhléi“ sem margir sögðu Evrópusam- bandið þurfa að taka sér eftir að staðfestingarferli stjórnar- skrársáttmála sambandsins stöðvaðist er kjósendur í Frakk- landi og Hollandi höfnuðu honum í þjóðaratkvæðagreiðslum í lok maí/ byrjun júní. Austurríski utanríkisráðherrann Ursula Plassnik lét reyndar svo ummælt í vikunni að þetta „íhugunarhlé“ yrði í brennidepli formennskudagskrárinnar. Plass- nik sagði að á dagskránni yrði meðal annars málfundaröð undir yfirskriftinni „Evrópa hlustar!“, en markmiðið með henni væri að komast að því hvert borgarar ESB vilja í raun að sambandið stefni. audunn@frettabladid.is VÍNARVALS Í UPPHAFI ESB-FORMENNSKU Með ljúfum tónum Nýárstónleika Vínarfílharm- óníunnar hófst formennskumisseri Austurríkis í Evrópusambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íhugunarhlé hjá Evrópusambandinu Austurríkismenn tóku við formennskunni í Evrópusambandinu í gær. Þeir hyggjast nýta íhugunarhléið vel sem sambandið lenti í eftir að staðfesting stjórnarskrársáttmálans strandaði. Formennskudagskráin ber þess merki. TÓKÝÓ, AP Fjögurra manna fjöl- skylda beið bana eftir að hún and- aði að sér eiturgufum úr hver í Norður-Japan. Að sögn yfirvalda á svæðinu kom fjölskyldufaðirinn að eigin- konu sinni og tveimur barnung- um sonum meðvitundarlausum nærri holu sem hverinn hafði brætt í snjó við bílastæði heilsu- lindar. Hann reyndi að draga þau frá holunni en féll þá sjálfur í öngvit. Talið er að gufur, mettaðar eitruðum vetnissúlfíðum, hafi safnast saman í holunni og þær síðan streymt upp þegar snjó- þekjan gaf sig. ■ Eitraður hver í Japan: Fjölskylda dó eftir gaseitrun MEXÍKÓ Hvernig markaðssetur fyrirtæki nýjan gosdrykk á mark- aði þar sem vel yfir helmingur íbúa landsins býr við kröpp kjör og á í nægum erfiðleikum með að eiga dagsdaglega fyrir mat? Til dæmis með því að tappa gosinu á gamlar tómar bjórflöskur og selja vöruna á afar lágu verði. Þetta er nákvæmlega ástæða þess að lítið þekkt gosdrykkjafyr- irtæki frá Perú, Ajegroup að nafni, hefur tekist að hrifsa fimm pró- sent af ábatasömum gosdrykkja- markaðnum í Mexíkó úr höndum bandarísku risanna Coca Cola og Pepsi Cola. Þetta hefur þeim tekist án auglýsinga að mestu, án þess að senda vöruna í verslanir á dýrum og flottum flutningabílum og án þess að bjóða upp á mikið úrval í vörulínu sinni. Galdurinn er að framleiða góðan kóladrykk og selja afrakst- urinn á mun lægra verði en aðrir geta boðið. Þannig kostar þriggja lítra Big Cola frá Ajegroup úr verslun aðeins rúmar 80 íslensk- ar krónur sem er mun lægra verð en risarnir bjóða. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Á aðeins þremur árum hefur Big Cola náð góðri fótfestu á markaði sem áður var nánast eingöngu í höndum Coke og Pepsi og hefur gert gott strandhögg í heimalandinu Perú líka þar sem Big Cola er nú ein mest selda gosdrykkjategundin í landinu. - aöe EKKERT ÓYFIRSTÍGANLEGT Með því sem kallað hefur verið skæruliðamarkaðssetning hefur lítið fyrirtæki í Perú sölsað undir sig góðan hluta af gosdrykkjamarkaðnum í Perú og Mexíkó þar sem keppinautarnir eru tvö stærstu gosdrykkjafyrirtæki í heimi: Coca Cola Company og PepsiCo. Bandarísku risarnir Coca Cola og Pepsi í óhefðbundnu gosdrykkjastríði í Mexíkó: Perúískt kóla hefur náð fótfestu SVEITARSTJÓRNARMÁL Tillaga um sameiningu sveitafélaganna níu á Eyjafjarðarsvæðinu var felld í október síðastliðnum í öllum sveitarfélögum nema á Siglufirði og Ólafsfirði. Þar hefur farið fram vinna að undanförnu til að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Kostir hugsanlegrar sameining- ar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eru ótvíræðir að sögn Runólfs Birg- issonar, bæjarstjóra Siglufjarðar. Hann segir að með tilkomu Héðins- fjarðaganga, komi vegalengdin á milli sveitafélagana til með að stytt- ast úr rúmum sextíu kílómetrum á sumrin og tæpum 260 kílómetrum á veturna, niður í fjórtán kílómetra og því sé langskynsamlegast að sam- einast. Hann segist bjartsýnn á að sameining verði samþykkt ef vel verður staðið að kynningunni fyrir bæjarbúana. Hann kennir lélegri undirbúningsvinnu um að samein- ing sveitarfélaganna á Eyjafjarðar- svæðinu var felld í haust. - æþe Hugsanleg sameining Siglufjarðar og Ólafsfjarðar: Kostirnir ótvíræðir SIGLUFJÖRÐUR Bæjarstjóri telur að með öflugu kynningarstarfi verði sameining við Ólafsfjörð samþykkt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.