Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 10
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ákvörðun sína um nýskip- an lögreglumála á ríkisstjórn- arfundi í fyrradag. Samkvæmt henni verður lögregluumdæmum fækkað úr 25 í 15. Þar af verður eitt sameinað lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu og lögreglu- embættið á Keflavíkurflugvelli sameinast lögregluembættinu í Keflavík. Af þessum 15 lögregluum- dæmum verða sjö þeirra skil- greind sem lykilembætti. Ekki er gert ráð fyrir að minni lögreglu- stöðvum verði lokað í kjölfarið. Skipulagi ákæruvaldsins verður einnig breytt samkvæmt ákvörðun dóms- og kirkjumála- ráðherra. Lögreglustjórar verða aðeins með ákæruvald í venjuleg- um lögreglumálum. Saksóknari mun starfa sem tengiliður milli lögreglustjóra og ríkissaksókn- ara og ber hann ábyrgð á meðferð ákæruvalds í öðrum málum sam- kvæmt ákvörðuninni. Markmið breytinganna er að efla og bæta almenna löggæslu og rannsókn sakamála. Einnig á að efla lítil sýslumannsembætti, en þar missa sýslumenn lögreglu- stjóraembættið, en þangað fara fjölmörg ný verkefni ef breyting- arnar ná fram að ganga. Meðal þeirra verkefna er að starfrækja miðstöð ættleiðinga og miðstöð fasteignasölueftirlits, umsjón með úfgáfu Lögbirtingablaðs og umsjón með innheimtumiðstöð fyrir sektar- og sakarkostnað. Talið er að kostnaður við flutn- ing þessara verkefna og fjölgun starfa á landsbyggðinni samfara þessum tilfærslum verði um 50 milljónir króna. „Ég tel að margt jákvætt sé í þessum breytingum en þó er mér það til efs að það sé hagkvæmt að þessi verkefni séu úti á landi,“ segir Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði. Hann er einnig efins um að þessi tilfærsla verði til að efla litlu sýslumannsembættin til langframa. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá því tillögur um nýskipan lögreglumála voru kynntar í október á síðasta ári. Þá var gert ráð fyrir því að lykilembætti yrði í Borgarnesi en ekki Akranesi líkt og nú er ráð fyrir gert, einnig á Seyðisfirði en ekki á Eskifirði. Þá var einnig fallið frá því að lögreglan í Hólmavík starfaði undir lykilembætti á Vesturlandi heldur heyrir það nú undir lögregluembættið á Ísafirði. jse@frettabladid.is ��������������������������� ������������������������������������������������� ������������������������������ ���������������������������� �� �������������������������� ��������������������� ������������ ��������������������� ��������������������� �������������������������������������� ���������������������� ���������������������������������������� ������������� ��������������� ������������������������ ��������������� �������� ��������� ������������������������������������������������������������ ����������������������������������������������������������������� H ön nu n M 99 30 FÉLAGSDÓMUR Jónas Sigmarsson skipstjóri segir að málshöfðun Félags skipstjórnarmanna og Vélstjórafélags Íslands á hend- ur Útgerðarfélagsins Soffaníasi Cecilssyni hf. fyrir að tryggja ekki tveimur skipstjórnarmönn- um og fimm vélstjórum helgarfrí í samræmi við kjarasamninga hafi verið gerð gegn vilja þeirra. Þeir hafi beðið um að það yrði ekki gert í nafni þeirra og sú ósk hafi verið hunsuð. „Samningarnir voru þannig að það var frí aðra hverja helgi, bæði laugardag og sunnudag, en okkur fannst betra að taka frí alla sunnudaga. Það voru jafnmarg- ir dagar, við vorum launahærri fyrir vikið og þetta hentaði bæði okkur og útgerðinni betur. Þetta var gert að ósk okkar,“ segir hann. Hásetarnir á Grund- firðingi fengu skriflegt leyfi frá sínu verka- lýðsfélagi en vélstjórar og skipstjórnarmenn aðeins munnlegt. „Svo héldum við okkar striki og allir voru sáttir. Nokkrum árum síðar var útgerðin kærð fyrir að hafa af okkur frí,“ segir Jónas og er afar ósáttur við framgöngu félaganna í þessu máli. Krafa var gerð um að útgerðin yrði dæmd til að greiða yfir sex milljónir samtals í sjóði félaganna, en hún var dæmd til að greiða alls eina milljón króna í félagssjóði og til að greiða málskostnað. Jónas telur að þarna sé annað hvort um forsjárhyggju eða peningaplokk að ræða, sennilega frekar það síðarnefnda. - ghs JÓNAS SIGMARSSON SKIPSTJÓRI Jónas telur að annað hvort sé um forsjárhyggju eða pen- ingaplokk að ræða. Nýlegur dómur Félagsdóms um helgarfrí skipstjórnarmanna og vélstjóra: Lögðust gegn málshöfðun NÝSKIPAN LÖGREGLUMÁLA Lykilembætti Önnur lögregluumdæmi Lögregluvarðstofur utan aðalstöðva Lögregluumdæmum fækkað um tíu Borgarnes verður ekki lykilembætti líkt og upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir. Eitt lögregluembætti verður á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumenn fá fjölda nýrra verkefna og ný störf eiga að færast til landsbyggðarinnar. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi: Segir Borgarnes enn miðsvæðis LÖGREGLUMÁL „Þetta er alveg óskiljanlegt því landfræðilega hefur ekkert breyst; Borgarnes er enn miðsvæðis,“ segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi. Í tillögum fram- kvæmdanefndar um lögreglu- mál sem lagðar voru fram í október á síðasta ári var gert ráð fyrir því að í Borgarnesi yrði lykillögregluembætti. Nú hefur Björn Bjarnason dóms- málaráðherra kynnt ákvörðun sína fyrir ríkistjórninni, en þar er gert ráð fyrir því að lykilembættið verði á Akranesi en ekki í Borgarnesi. „Hér í Borgarnesi er til staðar sérfræðiþekking í rannsóknum engu síður nú en þegar tillögurnar voru lagðar fram í október svo að þetta er einnig óskiljanlegtað því leyti. Við höfum til dæmis afgreitt fleiri mál, og þar með rannsakað, en á Akranesi undanfarin ár svo ég veit satt að segja ekki á hvaða rökum þessi breyting er reist,“ segir Stefán. Einnig átti lögreglan í Hólmavík að starfa undir lögregluembættinu í Borgarnesi en frá því hefur einnig verið fallið og mun Hólmavíkurlögreglan starfa undir embættinu á Ísafirði. „Ég skil Vestfirðingana vel en við höfum átt í samstarfi við lögregluna á Hólmavík og munum glaðir gera það áfram,“ segir Stefán. - jse BORGANES Sýslumaðurinn í Borgarnesi segir ákvörðun dómsmálaráðherra óskiljanlega miðað við tillögurnar í haust sem gerðu ráð fyrir því að lykilembætti yrði í Borgarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.