Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 63
FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn góðkunni Matthew McConaughey lenti í hremmingum fyrir nokkrum dögum þegar hann var staddur á Costa Rica í fríi með kærustu sinni, Penelope Cruz. Var hann á brimbretti sínu þegar hann missti jafnvægið og féll í sjóinn. Vildi ekki betur til en svo að leikarinn viðbeinsbrotnaði við fallið. Það er þó erfitt að vorkenna kappanum þegar hann hefur Penelope Cruz til þess að hugga sig. Paris Hilton er í verulega vondum málum. Ástæðan er sú að nú hefur komið í ljós að hún bjó til sögu um vinkonu fyrrverandi kærasta síns þar sem hún átti að hafa lent í slagsmálum við Hilton á skemmti- stað. Lak Hilton síðan sögunni í slúður- blöðin. Hefur vinkonan, fyrirsætan Zeta Graff, kært hótelerfingjann Hilton og krefst um 10 milljóna dollara í skaðabætur fyrir að Hilton hafi skaðað orðspor sitt varanlega. ,,Ungfrú Hilton mun nú læra verðmæta lexíu um hvað gerist þegar reynt er að flekka mannorð annarra að tilefnislausu,“ segir í tilkynningu frá lögfræðingum Graffs. Leikkonurnar í þáttaröðinni um Aðþrengdar eiginkonur hafa verið valdar tískudrottningar ársins 2005 í nýrri sjónvarpskönnun sem gerð var í Bandaríkjunum. Þær Teri Hatcher, Eva Longoria, Marcia Cross og Felicity Huffman höfðu betur en helstu keppinautar þeirra. Af öðrum á listanum má nefna Charlize Theron sem lenti í öðru sæti, Jessicu Simpson sem hreppti þriðja sæti og Angelinu Jolie sem lenti í því fjórða.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.