Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 62
Alexandra prinsessa fékk ekki að ganga inn um aðaldyr Amalien- borgarhallar þegar hún mætti í nýársboð dönsku konungshjónanna í fyrradag. Þess í stað fór hún inn um bakdyrnar ásamt öðrum gest- um. Konungshjónin ásamt sonum sínum gengu hins vegar eftir rauð- um dregli að aðalinnganginum. Hingað til hefur Alexandra fylgt þeim þá leið. Staða hennar innan fjölskyldunnar er hins vegar breytt eftir skilnaðinn við Jóakim prins. Flestir æðstu embættismenn landsins voru mættir í boðið ásamt nokkrum góðborgurum á borð við skipakónginn Mærsk Mc-Kinney Møller. Boðið var upp á fasanasúpu í forrétt og hörpuskel og dúfu- bringu með trufflu- og kastaníu- hnetusósu í aðalrétt. Vínið kom frá vínekrum Hinriks prins í Frakklandi. Lífvarðasveit hirð- arinnar sá um tónlistina í boð- inu. - ks Prinsessan fór inn um bakdyrnar ALEXANDRA fyrrum danaprinsessa meðan allt lék í lyndi. Nú færi hún hinsveg- ar bara að ganga inn um bakdyrnar. Orðrómur er uppi um að langþráð plata hljómsveitarinnar Guns N´ Roses, Chinese Democracy, komi út í mars á þessu ári. Engin yfirlýsing hefur verið gefin út opinberlega þess efnis. Axl Rose, söngvari sveitarinnar, hefur frestað plötunni hvað eftir annað þrátt fyrir ýmis loforð og því ber að taka þessum orðrómi með miklum fyrirvara. Síðasta plata Guns N´ Roses með frum- sömdu efni kom út árið 1991. ■ Ný plata í mars? AXL ROSE Forsprakki Guns N‘ Roses hefur margoft frestað útgáfu nýrrar plötu með hljómsveitinni. FRÉTTIR AF FÓLKI Brad Pitt og kærasta hans Angelina Jolie, eru að hugleiða að kaupa sér villu í Frakklandi og flytjast alfarið þangað. Hafa þau nú þegar komið auga á fasteign sem myndi henta. Er það 127 ára gömul villa sem var eitt sinn í eigu tískuhönnuðarins Yves Saint-Laurent. Vill parið feta í fótspor Johnny Depp og konu hans Vanessu Paradis sem eru alfarið flutt á meginland Evrópu. Lúx- usvillan sem þau eru að spá í að kaupa heitir Chateu Gabriel og státar af 9. svefnher- bergjum. Heróínhausinn Pete Doherty fór á stórkostlegt fyllerí um áramót- in vegna þess að hann sá myndir af fyrrverandi kærustu sinni, Kate Moss, þar sem hún er að kyssa tvítugan dreng að nafni Jamie. Á Pete að hafa gengið gjörsamlega af göflunum og farið gjörsamlega yfir um á drykkjunni, jafnvel miðað við hans viðmið. Eins og alþjóð veit lét Kate Pete róa á dögunum eftir stormasamt samband sem einkenndist af dópi og drykkju. Meg White, annar helmingur rokk- dúettsins The White Stripes sem hélt eftirminnilega tónleika í Höll- inni á síðasta ári, verður næsta andlit bandaríska tískuhönnuðar- ins Marc Jakobs. Myndir fyrir auglýsingaher- ferð hönnuðarins vegna nýrrar fatalínu hafa þegar verið tekn- ar. Jakobs hefur áður unnið með þekktum nöfnum úr tónlistar- heiminum á borð við Sonic Youth og Stephen Malkmus, fyrrum for- sprakka Pavement. ■ Meg White í tískubransann THE WHITE STRIPES Annar helmingur rokk- dúettsins The White Stripes er nýtt andlit Marc Jakobs. Fyrsta bókin um Narníu: Ljónið, nornin og skápurinn er nú komin á hvíta tjaldið, þökk sé Andrew Adamsson sem komst á kvik- myndakortið með Skrekk 2. Eins og flestir ættu að vita er þetta ævintýrabók eftir rithöfundinn C.S. Lewis sem hafði brennandi áhuga á goðafræði, sérstaklega norrænni, var prófessor við Cam- bridge háskólann og auk þess besti vinur J.R.R. Tolkiens. Narn- íu-bækurnar sex voru eins konar epísk ferð höfundarins, andleg leit sem byggir mjög stíft á kristn- um táknum og sögum. Þar sem ég eyddi æskuárunum í úthverfi Lundúna fékk ég Narníu-bækurn- ar í æð jafnt og Hobbitt og Hringa- dróttinssögu, og var mjög spennt að sjá hana öðlast líf á stóra tjald- inu. Ég varð síður en svo fyrir von- brigðum með Tolkien-heim Peters Jackson og sýnishornin úr Narníu lofuðu svo sannarlega góðu. En um leið og ég sá börnin fjögur í útgáfu Adamssons fékk ég hroll. Þau voru einhvern veginn svo ótrúlega pirr- andi við fyrstu kynni að ég var í vandræðum með að horfa á þau það sem eftir var myndarinnar. Elstu börnin, Pétur og Súsanna voru einstaklega afleit og voru stirðbusalega leikin. Játvarður, sá sem svíkur systkini sín - svona eins konar Júdas-karakter sög- unnar og virkilega vondur í fyrstu bókinni - er bara fúll og leiðinleg- ur skólastrákur í þessu tilfelli. Sú skásta í hópnum er yngsta systirin Lucy, leikin af Georginu Henley, sem var krúttleg og sú eina sem sannfærði mig í hlutverki sínu. Það er eitthvað mjög afkáralegt við byrjun myndarinnar, og það tekur Adamsson óratíma að koma börnunum inn í skápinn og yfir til Narníu. Þar fara þó hlutirnir að skána, og maður getur haft gaman af ægifögru umhverfi og falleg- um myndatökum. Það var samt eitthvað sem ég kaupi ekki við talandi dýr í myndum. Einhvern veginn er ég ginnkeyptari fyrir álfum, dvergum og forynjum eins og í Hringadróttinssögu Peters Jackson heldur en fyrir afar raun- verulegum ref, bjórum og úlfum sem láta gamminn geysa. Þetta er afspyrnu vel gert, en það gerir myndina strax eitthvað óskaplega Disney-lega og barnalega. Þetta er auðvitað atriði sem leikstjórinn getur lítið við ráðið ef hann vill vera bókinni trúr og bendir frekar á hversu undarleg saga Lewis er í raun og veru. Það verður eitthvað verulega ósannfærandi við sögu þar sem úir og grúir af svo ólíkum verum - allt frá kentári til jóla- sveins: en þessa ofgnótt af táknum gagnrýndi J.R.R. Tolkien einmitt á sínum tíma. Það eina sem virkilega hreif mig í myndinni var túlkun Tildu Swinton á vondu norninni Jadis. Swinton er bæði frábær leikkona og einstaklega glæsileg, konung- leg og í senn furðuleg í útliti og hentaði hlutverkinu fullkomlega. Það var hrein unun að sjá hana arka um í tignarlegum, frábærlega hönnuðum búningum og öskra á hinn leiðinlega Játvarð umkringd talandi og urrandi úlfum. Hún er hinn fullkomni holdgervingur hins vonda - sem táknar um leið nasistana sem hröktu börnin með sprengjuárásum sínum frá heim- ilinu í Lundúnum. Fyrsta sena Swinton, þar sem Hvíta Nornin platar Játvarð til að framselja systkini sín í stað sætinda er sú besta í myndinni. Atriðin þar sem Aslan deyr og endurfæðist og loka- bardaginn um Narníu eru vissu- lega falleg og ekkert hægt að setja út á framsetningu Adamssons sem hefur greinilega lært mikið af Hringadróttinssögu Peter Jack- sons. Tæknibrellur eru allar mjög góðar og myndin er mikið fyrir augað. Mér fannst bara krakk- arnir svo óþolandi að ég hélt með norninni. Og svo fór leikstjórinn alveg með mig í lok myndarinnar þegar börnin eru sýnd fullorðin á þeysireið um sléttur Narníu. Þau voru klædd í fáránlega miðalda- búninga og Pétur var kominn með sítt hár, fjöður og skegg. Þetta var eins og atriði úr Monty Pyt- hon and the Holy Grail, nema það átti ekki að vera fyndið. Þetta var álíka vandræðalegt og söngur Ara- gorns (Viggo Mortensen) í síðustu Hringadróttinsmyndinni. En jæja. Ég get þó sagt með sanni að börnin mín nutu myndarinnar í alla staði, enda ekkert betra fyrir smáfólk en hressandi barátta milli góðs og ills. En fullorðnir C.S. Lewis aðdáendur: þið megið alveg sleppa þessari bíóferð. Anna Margrét Björnsson Hélt með norninni [ UMFJÖLLUN ] KVIKMYNDIR NARNIA LEIKSTJÓRI: ANDREW ADAMSSON AÐALHLUTVERK: GEORGIE HENLEY, SKANDAR KEYNES, WILLIAM MOSELEY NIÐURSTAÐA Hressandi barátta milli góðs og ills fyrir börnin. Fullorðnir aðdáendur C.S. Lewis mega hins vegar alveg sleppa þessari bíóferð. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 ���� - ÓÖH DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL „Persónurnar eru trúverðugar og leikurinn í flestum tilvikum fyrsta flokks“...„Baltasar finnur smjörþefinn af Hollywood“ ���� - Dóri DNA - DV ���� - Toronto Sun Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 6 Íslenskur texti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka „...líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa“ VG - Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára ��� 1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 6, 8 og 10 ...áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð ���� - HJ MBL Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.