Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 20
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur FL Group greiddi tveimur stjórnendum 130 millj- ónir og 161 milljón króna við starfslok. Aðeins eru tvö ár síðan Alþingi sam- þykkti verulega hækkun á eftirlaunum þingmanna og ráðherra. Sumir þeirra sem samþykktu frumvarpið gagnrýna nú starfsloka- samninga FL Group. Kostnaðarauki ríkissjóðs, eftir að lög um eftirlaun æðstu emb- ættismanna tóku gildi í ársbyrjun 2004, nemur 650 milljónum króna. Skuldbindingar ríkissjóðs vegna eftirlauna þingmanna og ráðherra námu 7.074 milljónum króna í árs- lok 2004 og er kostnaðaraukinn inni í þeirri tölu. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrr ver- andi forstjóri FL Group, fær 130 milljónir frá félaginu næstu fjög- ur til fimm árin vegna starfsloka sinna í haust. Hún gegndi starfinu í fimm mánuði, en hafði áður unnið ýmis stjórnunarstörf hjá fyrirtæk- inu. Sigurður Helgason, sem lét af starfi forstjóra vorið 2005, fær 161 milljón króna vegna sinna starfs- loka, en hann hafði leitt Flugleiði og síðar Icelandair í áratugi. Starfslokagreiðslur og eftirlaun eru auðvitað hvor sinn hluturinn en Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í árslok 2003 að verka- lýðsforystunni væri „gróflega misboðið og við erum öskureiðir“. Hann sagði líka „frumvarpið hefur auðvitað allt yfirbragð starfsloka- samnings við forsætisráðherra og síðan er stungið myndarlegum dúsum upp í stjórnarandstöðuna“. Stór orð og háar upphæðir Stór orð hafa fallið meðal stjórn- málamanna upp á síðkastið um starfslokagreiðslurnar hjá FL Group en ekki er svo langt síðan stjórnmálamenn skömmtuðu sjálf- um sér og æðstu embættismönn- um þjóðarinnar eftirlaunagreiðslur sem höfðu um 650 milljóna króna kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkissjóð, en lögin um eftirlaun æðstu embættismanna tóku gildi í ársbyrjun 2004. Þessar 650 milljónir skiptast þannig að liðlega 400 milljónir króna eru vegna þingmanna og ráðherra, þar af eru 323 milljónir vegna þingmanna og um 83 millj- ónir vegna ráðherra, og 242 millj- ónir vegna dómara. Hækkunin vegna eftirlauna ráðherra nam frá ársbyrjun til ársloka 2004 um 178 milljónum króna. Talnakönnun var fengin til að reikna út kostnaðinn við eftirlauna- skuldbindinguna og samkvæmt þeim átti skuldbinding vegna ráð- herra árið 2004 að hækka um 83 milljónir króna. Breytingin hefði í versta falli átt að verða 211 millj- ónir en í besta falli 66 milljón- ir króna. Skuldbindingin vegna alþingismanna átti að hækka um 323 milljónir króna. Breytingin hefði verst getað orðið 172 milljónir samkvæmt útrekningunum og best mínus 130 milljónir. Skuldbindingin vegna annarra embættismanna átti að hækka um 242 milljónir. Eftirlaunafrumvarpið var lagt fram af fulltrúum allra stjórnar- flokkanna. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mælti fyrir því en með- flutningsmenn voru Guðmundur Árni Stefánsson, Jónína Bjartmarz, Þuríður Backman og Sigurjón Þórð- arson en tvö síðastnefndu drógu stuðning sinn til baka. Lögin voru samþykkt í árslok 2003 og tóku gildi um áramótin 2004. Samkvæmt þeim gátu fyrr- verandi ráðherrar tekið eftirlaun sextugir ef þeir höfðu verið ráð- herrar í sex ár. Hefðu þeir verið ráðherrar lengur hefðu þeir komist á eftirlaun fyrr, jafnvel 55 ára. Níu áttu rétt Í Fréttablaðinu fyrir ári kom fram að níu fyrrverandi ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum úr ríkissjóði þó að þeir væru í fullu starfi á vegum hins opinbera. Þetta voru sendiherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson, sem átti rétt á 370 þúsund krónum á mánuði, Þorsteinn Pálsson, sem átti rétt á 360 þúsund krónum, og Svavar Gestsson, sem átti rétt á 350 þúsund krónum. Samkvæmt útreikningum Frétta blaðsins átti Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, rétt á um 330 þúsund krónum, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, átti líka rétt á 330 þúsund krónum, og Sighvatur Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands, átti rétt á 290 þúsund krónum. Eiður Guðnason átti rétt á 250 þúsund krónum, Kjartan Jóhanns- son um 210 þúsund krónum og Tómas Ingi Olrich á um 150 þúsund krónum. Þessir þrír eru sendiherr- ar. Í blaðinu kom fram að Guðmund- ur Bjarnason fengi 117 þúsund krónur í eftirlaun vegna ráðherra- starfa. Við bætast eftirlaun fyrir þingmennsku. Friðrik Sophusson lýsti yfir að hann hygðist nýta sér þennan rétt. Sighvatur Björgvins- son kvaðst þiggja eftirlaun vegna þingmannsstarfa sinna. Eftirlaunafrumvarpið varð umdeilt og þá sérstaklega sú stað- reynd að ráðherrar og þingmenn gætu hafið töku eftirlauna þó að þeir væru í fullu starfi hjá hinu opinbera. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is Umræðan um gas hefur verið áberandi að undanförnu í ljósi þess að Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið hjá Úkraínumönnum og þar skjálfa menn af tilhugsuninni einni saman, enda er stór hluti húsa þar hitaður með gasi. Geir Þórarinn Zoëga, forstjóri Ísaga, var inntur svara við því hvort gas væri nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga. Hversu mikið af gasi berst hingað til lands árlega og hvernig? Heildarmarkaður gass er um tvö þúsund tonn árlega en neytendamarkaðurinn er um fjórtán hundruð tonn árlega. Gasfélagið flytur gasið inn á skipum í tönkum sem taka um fjögur hundruð tonn af fljótandi gasi. Hvaðan kemur gasið? Það kemur mest úr Norðursjó og Norðmenn selja okkur mest af því gasi sem er notað hér á landi. Í hvað notum við gasið helst? Við notum mest af gasi í gasgrillin og í eldhúsin, gaseldavélum hefur fjölgað gríðarlega í eldhúsum landans undanfarin ár. Notkun gass hefur því dreifst mikið yfir árið. SPURT & SVARAÐ GAS Notkun gass hefur aukist GEIR ÞÓRARINN ZOËGA Forstjóri Ísaga > Vöruskipti við útlönd frá janúar til nóvember 2005 (í milljónum króna) Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Tvö tilfelli af hringormasmiti úr fiski hafa komið upp í fólki hér á tveimur síðustu árum. Um var að ræða lirfur sem vart varð í koki einstaklinga sem borðað höfðu illa hitaða rétti úr ferskum steinbít fimm og sex dögum áður. Í fyrra tilvikinu vaknaði karlmaður við að ormur var að hreyfa sig í koki hans. Í síðara tilvikinu fann ung kona fyrir ertingu í hálsi. Þegar hún hóstaði skaust lirfan upp í kok. Hvernig berast hringormarnir? Tvær tegundir þráðorma eru þekktar fyrir að geta lifað í fólki. Ormarnir ná þó aldrei fullum þroska í þeim híbýlum, þótt þeir geti jafnvel lifað í þeim svo vikum skiptir. Menn eru ekki náttúrulegir hýslar, en hringormar úr fiski geta hreiðrað um sig í þeim og valdið sjúkdómi. Erlendis eru árlega greind fjölmörg tilfelli þar sem fólk hefur fengið í sig lifandi hringorma úr sjávarfiskum. Flest tilfellin koma frá löndum þar sem hefð er fyrir því að borða hráan eða hálfhráan fisk, en ormarnir drepast við suðu. Hver eru sýkingarformin? Sýkingarform af völdum hringorma í mönnum eru flokkuð í þrennt. Einfaldasta formið er oftast tiltölulega meinlaus sýking í meltingarvegi, þar sem lirfurnar ná ekki að bora sig inn í slímhimnu melting- arvegar og festa sig þar, heldur flakka um meltingarveginn. Í næstu gerð sýkingar taka hringormalirfur sér bólfestu í vegg magans. Þeim fylgir magabólga og einkenni sem minna á magasár. Ógleði, uppköst, stöðug hungurtilfinning og verkir í kviði geta fylgt. Þriðja sýkingargerðin er smit í kviðarholi sem jafnframt er talið alvarlegast. Þá hafa lirfurnar annað hvort búið um sig í þarmavegg eða farið í gegnum þarmana yfir í kviðarhol eða í líffæri, svo sem lifur, gallblöðru eða eitla. Aðferðir gegn smitun og til lækninga? Hringormar í fiskholdi drepast við hitun upp fyrir 70 gráður á celsíus í eina mínútu eða í 20 gráðu frosti í vikutíma. Þær aðferðir eiga því að vera nægilega fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir smit. Ef fólk sýkist eru tilteknar tegundir ormalyfs notaðar, en þær vinna gegn þráð- og band- ormasýkingum í mönnum. Heimild: Læknablaðið FBL-GREINING: HRINGORMAR Í FÓLKI Suða og frysting fyrirbyggja smit Útflutningur Vöruskipta- jöfnuður 26 1. 93 4 -8 8. 50 2 17 3. 43 2 Innflutningur Eftir höfðinu dansa limirnir Ósanngjarn samanburður Guðlaugur Þór Þórðarson, varafor- maður þingflokks sjálfstæðismanna, telur ósanngjarnt að bera saman starfslokasamninga stjórnenda FL Group og eftirlaun ráðherra og þing- manna því að þar séu tveir ólíkir hlutir á ferð. Hann kveðst ekki geta ímynd- að sér að atvinnulífið geti í miklum mæli borið starfslokagreiðslur á borð við það sem stjórnendur FL Group fengu en telur ánægjulegt að hægt sé að borga góð laun. „Þeir sem eiga þessi fyrirtæki taka ákvarðanir um hvernig þeir haga sínum málum en þetta er að sönnu snúið þegar um almenningshluta- félag er að ræða,“ segir hann. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Græðgisvæðing sem gengur fram af venjulegu fólki Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, formann vinstri grænna, í gær en hann greiddi ekki atkvæði um frum- varpið á sínum tíma heldur kallaði inn varamann í sinn stað. Steingrímur sagði í sjónvarpsfréttum nýlega að starfslokagreiðslurnar hjá FL Group gengu fram af venjulegu fólki. Hin hliðin á „ofsagróðanum og græðgisvæðingunni“ ætti að vera kröfur um að þjónusta fyrirtækjanna verði ódýrari og að viðskiptavinir þeirra njóti góðs af þessari afkomu. „Svo virðist ekki vera. Í anda þeirrar græðgisvæðingar sem hefur gengið yfir snýst allt um að hámarka ofsagróðann sem hraðast.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Gerir þjóðinni óleik Einar Oddur Kristjánsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, telur forystu FL Group gera þjóðinni óleik með starfs- lokagreiðslum sínum og lítur á það sem kæruleysi af hálfu þeirra manna sem ákvarða starfslokagreiðslur til toppstjórnenda. Einar Oddur varar við öllum launahækkunum eins og ástand efnahagsmála er núna þar sem allt er spennt til hins ítrasta. „Þessi vinnumarkaður er eins og kvika. Allt sem hreyfist skapar nýjar kröfur og nýtt réttlæti hjá öðrum. Ég tel mig engan handhafa endanlegs sannleika um það hvaða laun eiga að vera í þjóðfélaginu en ég er mjög hræddur við þessa þróun, það eru kjánar sem ekki eru hræddir því að menn eiga að vera á tánum gagnvart þessari þróun,“ segir hann. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Ekki gefið gott fordæmi „Það væri synd að segja að Alþingi hafi gengið á undan með góðu fordæmi í því að ákvarða sérkjör á toppstjórn- endur. Það hefur komið fram að Alþingi ákvað að færa þingmönnum, ráðherrum og dómurum aukin réttindi upp á yfir hálfan milljarð króna, meðal annars á grundvelli villandi upplýsinga um kostnaðinn. Eftir höfðinu dansa limirnir. Mönnum þarf ekki að koma það sérstaklega á óvart að á einka- markaði séu teknar ákvarðanir um óhæfileg starfslokakjör. Þar hafa menn það til málsbóta að þeir eru að höndla með eigið fé, eða að minnsta kosti meirihluta eigenda, meðan þingmenn og ráðherrar ráðstafa skattpeningum.“ HELGI HJÖRVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.