Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 26
5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Ef heimurinn allur á sér einn
þjóðsöng, einn heimssöng, eitt
lag, sem allir kunna, þá er það
líklega lagið góða Auld Lang Syne
- lagið, sem Íslendingar þreytast
aldrei á að syngja við texta Árna
Pálssonar prófessors, Hin gömlu
kynni gleymast ei. Frumtextinn er
kominn frá skozka þjóðskáldinu
Robert Burns (1759-1796), en
textinn er þó mun eldri eins og
lagið, sem Skotar höfðu sungið
mann fram af manni.
Auld Lang Syne var sungið eina
ferðina enn um allan heim nú um
áramótin, fyrst á Nýja-Sjálandi,
þar sem nýja árið hélt innreið
sína, og síðast í Alaska sólarhring
síðar, þegar árið 2005 lokaði á eftir
sér. Enskumælandi þjóðir halda
áfram að syngja Auld Lang Syne,
þótt þær muni ekki lengur, hvað
orðin þýða, ekki frekar en íslenzk
börn að syngja „Signuð mær son
Guðs ól“ og „meinvill í myrkrun-
um lá“. Auld Lang Syne er gömul
skozka og þýðir Old Long Since,
fyrir langa löngu; þýðing Árna
Pálssonar er auðskiljanlegri en
enski textinn. Íslendingar syngja
þetta lag allt árið og ekki bara við
áramót.
Það er að sönnu ekki ónýtt að
hafa skaffað heiminum sameig-
inlegan þjóðsöng. Skotar geta
státað af ýmsu öðru: þeir hafa
einnig skaffað heiminum viskí,
golf, markaðsbúskap, sýklalyf,
sjónvarp - og viskí, og þeim er
sumum tamt að telja þetta upp
við ýmis tækifæri, ekki sízt þegar
þeir tala við Englendinga. Upp-
talningin er rétt að öðru leyti en
því, að sjónvarpinu er ofaukið.
Skotum er einnig tamt að hreykja
sér af hálöndunum (fallegasta
landslag í heimi), vatninu (bezta
vatn í heimi; kannast nokkur við
það?), veðrinu (uppstyttingur oft á
dag) og mörgu öðru. Skozki sagn-
fræðiprófessorinn Niall Fergu-
son lýsti þessu vel í vikulegum
dálki sínum í Los Angeles Times
fyrir skömmu: hann segist hafa
talað svona sjálfur fram á miðjan
aldur. Þetta er ekki minnimáttar-
kennd, segir hann, það væri sök
sér, nei, þetta er meirimáttar-
kennd. Hann ákvað fyrir nokkru
að flytja búferlum vestur um haf
eins og margir aðrir landar hans
hafa gert. Um sjötíu þúsund Skot-
ar flytjast burt á hverju ári, og
svipaður fjöldi flyzt til Skotlands
annars staðar að.
En þótt fjöldi aðfluttra og
brottfluttra standist jafnan nokkurn
veginn á, standa Skotar frammi
fyrir þrálátri fólksfækkun, því að
færri Skotar fæðast en deyja, og
fólkinu fækkar af þeim sökum
ár frá ári. Kannski finnast þeim
börn of dýr. Mannfjöldi Skotlands
verður kominn niður fyrir fimm
milljónir innan ellefu ára, segja
mannfjöldafræðingar, og niður
fyrir fjóra og hálfa milljón fyrir
2050. Svo fáir hafa Skotar ekki verið
síðan um aldamótin 1900. Íbúum
Glasgow hefur fækkað úr einni
milljón í 600 þúsund síðustu 40 ár.
Við þetta bætist það, að meðalaldur
Skota hækkar ár frá ári. Eftir 35
ár mun hver vinnandi Skoti hafa
helmingi fleira fólk á framfæri sínu
en nú, einkum gamalt fólk. Það er
að sönnu ekki einsdæmi í Evrópu,
að meðalaldur mannfjöldans hækki
hratt, en ör fólksfækkun ofan
á öra öldrun mannfjöldans: það
er frekar sjaldgæft. Skotar hafa
sumir þungar áhyggjur af þessari
þróun, því að hún vinnur gegn
eftirsókn þeirra eftir endurheimt
sjálfstæðisins, sem þeir glötuðu
fyrir 300 árum og hafa þráð æ síðan.
Rekstur sjálfstæðs ríkis kostar sitt,
og sífellt þyngri framfærslubyrði
vinnandi fólks vegna mann-
fækkunar og öldrunar truflar og
tefur sjálfstæðisbaráttuna. Niall
Ferguson skefur ekki utan af
því: hann segir fullum fetum, að
Skotland sé á sömu leið og Prússland
og General Motors: í gröfina.
En Skotum kemur það varla
á óvart, að Ferguson, sem er
prófessor í Harvardháskóla í
Bandaríkjunum, skuli senda þeim
svo kaldar áramótakveðjur austur
um haf. Bók hans um brezka
heimsveldið (Empire, 2003) og
samnefndir sjónvarpsþættir hans
í BBC drógu enga dul á velþóknun
hans á heimsveldinu, þótt hann
drægi ekki heldur fjöður yfir
ýmis illvirki og önnur spjöll, sem
framin voru í nafni þess. Hvað
eiga Skotar þá að gera til að halda
sjálfstæðisdraumi sínum á lífi?
Svarið blasir við: Fjölga sér hraðar
og flytja inn fólk.
Hvernig miðar mannfjölgun
hér heima til samanburðar?
Mannfjöldinn er í þann veginn
að komast upp fyrir 300 þúsund.
Íslendingum fjölgaði um rösk
sex þúsund 2005, sumpart vegna
þess að fleiri fæddust en dóu, eða
4.200 á móti 1.800. Hitt vó þó mun
þyngra, að aðfluttum fjölgaði
örar en brottfluttum. Sjöttungur
allra íbúa Austurlands er nú með
erlent ríkisfang borið saman við
tæp fimm prósent fyrir landið
allt.
Hin gömlu kynni
Í DAG
SKOTLAND
ÞORVALDUR
GYLFASON
Rekstur sjálfstæðs ríkis kostar
sitt, og sífellt þyngri framfærslu-
byrði vinnandi fólks vegna
mannfækkunar og öldrunar
truflar og tefur sjálfstæðisbar-
áttuna. Niall Ferguson skefur
ekki utan af því: hann segir
fullum fetum, að Skotland sé
á sömu leið og Prússland og
General Motors: í gröfina.
Vetur íslams
„Múslimar hafa hátt víða í Evrópu á
þessum vetri,“ skrifar Jónas Kristjánsson
ritstjóri í DV í gær. „Eftir dráp þeirra
á hollenska kvikmyndaleikstjóranum
Theo van Gogh, virðast þeir hafa fært
sig upp á skaftið. Þeir mótmæltu
birtingu skrípamynda af Múham-
eð spámanni í Jyllandsposten, þótt
vestrænar hefðir heimili, að gert sé
grín að trú manna, til dæmis að Jesú
Kristi. Menningarritstjóri
Jyllandsposten fer nú
huldu höfði í Flórída til
að forðast tilræði mús-
lima. Þetta ferli gengur
ekki lengur. Ef
múslimar vilja
búa á Vesturlönd-
um, verða þeir að
sætta sig við siði
og venjur vest-
rænna ríkja. Þeir verða annars að vera
heima hjá sér.“
Heima hvar?
Það er rétt athugað hjá Jónasi að
múslimar eins og aðrir hljóta að laga
sig að hefðum og menningu þess ríkis
sem þeir búa í. Að minnsta kosti er
ekki hægt að una við að þeir taki lögin
í sínar hendur eins og æ fleiri dæmi
eru um í okkar heimshluta á síðustu
árum. En málið er ekki eins
einfalt og ætla mætti af orðum
Jónasar. Það er ekki bara hægt
að senda þá „heim“ sem ekki
sætta sig við hefðir, lög og
leikreglur. Hvers vegna? Vegna
þess að margir þessara mús-
lima eru fæddir og uppaldir
á Vesturlöndum. Sömu sögu
er stundum einnig að segja
um foreldra þeirra. Þeir eiga
með öðrum orðum ekkert heimili utan
Vesturlanda.
Tengdasynir
Ef rétt er, sem lesa má á vef tímaritsins
Mannlífs, að til standi að ráða Illuga
Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmann
Davíðs Oddssonar, framkvæmda-
stjóra Samtaka atvinnulífsins í stað
Ara Edwald, er það í annað sinn sem
tengdasonur fyrrverandi formanns
samtaka atvinnurekenda er ráðinn í
það starf. Ari, sem hættir 1. febrúar og
kemur þá til starfa hjá 365-miðlum, er
tengdasonur Páls Sigurjónssonar, sem
gat sér gott orð sem formaður
Vinnuveitendasambandsins (VSÍ)
á árunum 1978-1985. Tengdafaðir
Illuga er Einar Oddur Kristjáns-
son, sem var formaður VSÍ frá
1989 til 1992.
gm@frettabladid.is
Þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent, 25 punkta, í byrjun desember lét Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þau orð falla að bankinn hefði breytt
um stefnu í vaxtamálum. Hækkunin var nokkru minni en
greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð og bersýnilega
nær væntingum ríkisstjórnarinnar en vaxtaákvarðanir bankans
undanfarna mánuði. Ummælum ráðherrans var fagnað í forystugrein
Morgunblaðsins enda virðist blaðið kætast í hvert sinn sem það
telur sig verða vart við árekstur eða ólík sjónarmið viðskiptalífs
og stjórnmála. Það væri áhyggjuefni ef mat forsætisráðherra væri
rétt og raunveruleg stefnubreyting hefði átt sér stað, því það mundi
grafa undan trúverðugleika Seðlabankans í flókinni og afar erfiðri
viðureign hans við að halda verðbólgu í skefjum. Stefnubreyting
hefði líka verið óheppileg á þessum tímapunkti, þegar Davíð
Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í fyrsta sinn í stöðu
aðalbankastjóra á vaxtaákvörðunardegi. Honum var bjarnargreiði
gerður með ummælum forsætisráðherra.
Þetta er rifjað upp í tilefni af því að nú um áramótin birti
greiningardeild Landsbankans athyglisverða samantekt um þróun
efnahagsmála og spá um líklega framvindu þeirra á þessu ári. Þar er
sérstaklega vikið að hinum nýja Seðlabankastjóra með þeim orðum að
almennt séð geti það ekki verið farsælt fyrir sjálfstæði seðlabanka, hvort
sem er hér á landi eða annars staðar, að stjórnmálamenn gangi beint
inn í æðstu áhrifastöður slíkra banka og taki þar við stjórninni eftir að
hafa gegnt lykilhlutverki í stjórnmálum. „Þetta á auðvitað sérstaklega
við þegar stefnan í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt er
að einhverju leyti úr takti við stefnu Seðlabankans í peningamálum.
Þetta er einmitt sú staða sem uppi er hér á landi þar sem Seðlabankinn
hefur gagnrýnt skattalækkanir ríkisstjórnarinnar sem og stefnuna í
húsnæðismálum og kallað eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum,“
segir orðrétt í skýrslu greiningardeildar Landsbankans.
Niðurstaða sérfræðinga Landsbankans er að í fyrstu lotu sé
ekki hægt að tala um að Seðlabankinn hafi orðið fyrir skaða vegna
skipunar hins nýja aðalbankastjóra. Þeir segja að vaxtahækkun
bankans í desember og sú efnahagsgreining sem henni fylgdi hafi
að mestu leyti verið í samræmi við væntingar. Bankinn leggi hér
eftir sem hingað til áherslu á mikilvægi áframhaldandi aðhalds
í peningamálum. Það er mat greiningardeildarinnar að bankinn
muni hækka stýrivexti sína enn frekar á næstu mánuðum en ekki
verða við óskum ráðherra um stefnubreytingu. Er í því sambandi
spáð vaxtahækkunum á þessu ári í þremur skrefum um 0,75
prósent, 75 punkta, þannig að vextir í árslok verði 11,25 prósent.
Segir greiningardeild Landsbankans að þessar tiltölulega hóflegu
vaxtahækkanir taki mið af þeirri flóknu stöðu sem komin sé upp við
stjórn peningamála nú þegar erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum
krónum sé komin yfir 150 milljarða. Á sama tíma blasi við að gengi
krónunnar hljóti fyrr eða síðar að gefa eftir vegna hratt vaxandi
ójafnvægis í þjóðarbúskapnum.
„Með því að halda vaxtamun gagnvart útlöndum háum í um það
bil eitt ár til viðbótar reynir Seðlabankinn að koma í veg fyrir að of
hröð gengislækkun skapi hættu á verðbólguskoti,“ segir í skýrslu
greiningardeildarinnar. Er því spáð að gengi krónunnar muni smám
saman lækka eftir því sem á árið líður og verði gengisvísitalan orðin 120
stig í lok ársins, sem merkir um 15 prósenta gengislækkun. Hvort þetta
gengur eftir leiðir reynslan ein í ljós, en hitt er mikilvægt að á þeirri
vegferð sem er fram undan sýni ráðherrar og aðrir stjórnmálaforingjar
í orðum og verki að þeir virði og meti sjálfstæði Seðlabankans.
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Seðlabankinn hefur ekki breytt um stefnu í
vaxtamálum:
Sjálfstæður Seðla-
banki mikilvægur
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
fy
rir
3
65
p
re
nt
m
i›
la
m
aí
2
00
5.