Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 66
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR50 KÖRFUBOLTI AJ Moye, leikmaður Keflavíkur í Iceland Express-deild karla, var í gær dæmdur í þriggja leikja keppnisbann fyrir olnbogaskot sem hann veitti Jeb Ivey, leikmanni Njarðvíkur, í leik liðanna þann 30. desember síðastliðinn. Guðjón Skúlason, leikmaður og aðstoðarþjálfari Keflavíkur, telur dóm aganefndar verða harðan. „Ég er hissa á þessari niðurstöðu. Það er verið að gefa fordæmi með þessum dómi. Það er oft erfitt að meta það hvort um viljaverk er að ræða þegar svona á sér stað. Persónulega held ég að þetta hafi ekki verið viljaverk hjá Moye. Það eru margir pústrar í hverjum einasta leik sem þarf að meta og það er erfitt fyrir dómara að taka á atvikum eins og þeim sem komu upp gegn Njarðvík. Allir þeir sem spila körfubolta vita að óviljandi olnbogaskot eru afar algeng og ef það ætti að refsa fyrir þau öll með leikbönnum, þá væru leikmenn nú meira eða minna í leikbanni allt árið.“ Ágúst Jóhannesson, formaður aganefndar KKÍ, segir nefndina hafa kynnt sér málsatvik vel. „Við teljum þriggja leikja bann vera hæfilega refsingu. Við reynum ávallt að gæta samræmis í okkar dómum og að vel athuguðu máli fannst okkur eðlilegt að dæma leikmanninn í þriggja leikja bann. Það sem vó þungt í málinu er það að olnbogaskotið á sér stað þegar boltinn er ekki í leik. Við skoðum myndbandsupptökur af atvikinu, staðfestingu dómara leiksins að þeir hafa ekki séð atvikið og svo fengum við einnig nokkuð ítarlega greinargerð frá hinum kærða. Við tökum ekki afstöðu til þess hvort um viljaverk var að ræða, heldur fyrst og fremst ljótt brot sem okkur fannst eðlilegt að taka á með þeim hætti sem við gerðum.“ Moye mun missa af bikarleik gegn Tindastóli og tveimur deildarleikjum, gegn Hetti og Hamar/Selfoss. magnush@frettabladid.is Fékk þriggja leikja bann AJ Moye, leikmaður Keflavíkur, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir oln- bogaskot í leik gegn Njarðvík. Aðstoðarþjálfaranum finnst dómurinn harður. VERKNAÐURINN AJ Moye veitir Jeb Ivey olnbogaskot í leik Keflavíkur og Njarðvíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Portúgalski miðjumaðurinn Maniche er síðasta stykkið sem vantaði í púsluspil miðjunnar hjá Chelsea, að sögn Jose Mourinho stjóra liðsins en leikmaðurinn hefur náð samkomulagi við Chelsea og verður keyptur á fimm milljónir punda. „Nú er ég með Makelele, Lamp- ard, Essien, hinn unga Diarra og með fjölbreytileika Joe Cole og Eiðs Smára Guðjohnsen er Man- iche síðasti leikmaðurinn sem ég þurfti til að ná stöðugleika á mið- svæðið,“ segir Mourinho. Jose Mourinho um Maniche, nýjasta liðsmann Chelsea: Leikmaðurinn sem vantaði MANICHE á leið til Chelsea. ������ ���������������� �������� �������� �������� ������� ������������������� �������������������������� ��������� ���� �� FÓTBOLTI Haraldur Freyr Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist ekki vera á förum frá norska félaginu Aalesund en úkraínska félagið Shaktar Donetsk bauð 1,5 milljónir norskra króna í Harald fyrir skömmu en Aalesund hafnaði kauptilboðinu. „Tilboðinu var hafnað strax. Ég hef ekkert verið að hugsa mér til hreyfings en ég hef þó heyrt af áhuga liða hér í Noregi. En undir- búningstímabilið er í fullum gangi núna þannig að ég er fyrst og fremst að einbeita mér að því þessa stundina. Það verður bara að koma í ljós hvort ég verð hér áfram eða ekki.“ - mh Haraldur Guðmundsson: Verður líklega um kyrrt HARALDUR FREYR GUÐMUNDSSON Harald- ur lék vel með Aalesund á síðasta tímabili. FÓTBOLTI Pólski landsliðsframherj- inn Emmanuel Olisadebe hefur gengið í raðir Portsmouth frá gríska félaginu Panathinaikos. Pólverjinn, sem er fæddur í Nígeríu, var hjá félaginu til reynslu á dögunum. Honum gekk ekki sérstaklega vel en fékk þrátt fyrir það samning. Emmanuel Olisadebe: Farinn til Portsmouth Iceland Express-deild kvk: KR-BREIÐABLIK 57-64 ÍS-KEFLAVÍK 65-83 Enska úrvalsdeildin: MAN.CITY-TOTTENHAM 0-2 0-1 Mido (31.), 0-2 Robbie Keane (83.) STAÐA EFSTU LIÐA: CHELSEA 21 19 1 1 46-10 58 MAN. UNITED 21 13 6 2 40-17 45 LIVERPOOL 19 12 5 2 28-11 41 TOTTENHAM 21 11 7 3 31-18 40 ARSENAL 20 10 4 6 27-15 34 WIGAN 21 11 1 9 25-26 34 BOLTON 19 9 5 5 25-20 32 BLACKBURN 20 9 3 8 26-25 30 MAN. CITY 21 8 4 9 27-24 28 WEST HAM 21 7 5 9 27-30 26 NEWCASTLE 20 7 5 8 20-23 26 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar Tottenham lagði Man. City, 2-0 Egyptinn Mido kom Spurs yfir eftir mistök í vörn City og Keane bætti við góðu marki í síðari hálf- leik. Sigur Spurs var mjög sann- gjarn enda liðið sterkara allan leikinn. Enska úrvalsdeildin: Spurs sigraði Man. City MARK Leikmenn Spurs fagna hér marki Midos í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.