Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 05.01.2006, Qupperneq 70
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR54 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 TÓNLIST Ég er kannski voðalega eftir á, en ég er komin með algjört æði fyrir Mugison eftir að hafa séð nýju myndina hans Baltasars: „A Little Trip To Heaven“. Mér finnst þetta æðisleg tónlist sem hann býr til. Annars hlusta ég alltaf mikið á hiphop og R&B. Það sem flestir myndu flokka sem djammtónlist. BÓK Ég var að ljúka við Djöflatertuna eftir þær Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru Sigurðardóttir. Það þótti mér æðislega skemmtileg lesning. Svo er ég að byrja á Roklandi eftir Hallgrím Helgason og líst bara vel á, enn sem komið er. BORG Sú borg sem stendur hjarta mínu alltaf næst er New York, en þegar mig langar til að líða vel er nóg fyrir mig að láta hugann reika til Manhattan. New York er besta borg í heimi og manni getur ómögulega leiðst þar. Ég fíla stemninguna, matinn, þá fjölþjóðlegu menningu sem ríkir í þessum alheims suðupotti og síðast en ekki síst er hægt að versla endalaust í New York. BÍÓMYND Ég sá nýlega listaverk í Regn- boganum, sem var himnaferð Baltasars Kormáks: A Little Trip To Heaven. Þessi bíómynd fannst mér snilldarvel útfærð, sagan er góð og lúkkið á myndinni flott. Held að allir geti verið sammála um að þetta sé besta mynd Baltasars til þessa. BÚÐ Rokk og rósir er skemmtilegasta viðbótin í flóru tískuverslana í Reykjavík um þessar mundir. Þar er hægt að finna geðveik föt. VERKEFNI Það sem er á döfinni er auðvitað að fylgja eftir nýja sjónvarpsþættinum mínum, „Party 101“, almennilega úr hlaði, en fyrsti þátturinn úr seríunni verður frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Sirkus þann 18. janúar. Í þættinum verður að finna skemmtilega umfjöllun um einstakt skemmtanalífið í Reykjavík, og sem ég vona að falla muni landsmönnum vel í geð. AÐ MÍNU SKAPI BRYNJA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Á SIRKUS Mugison, New York og partílífið í 101 Óvíst er um framhald Spurninga- keppni Grand Rokks, eða Drekktu betur eins og hún er stundum kölluð. Síðustu tvö og hálft ár hefur keppnin verið haldin á Grand Rokki á Smiðjustíg, en hinn 12. janúar skiptir staðurinn um eigendur og teflir það framtíð keppninnar í tvísýnu. „Við kennum spurningakeppnina við Grand Rokk og ég veit ekki hvað verður þegar staðurinn skiptir um eigendur,“ segir Kristinn Kristjánsson, kennari og einn skipuleggjenda keppninnar. „Margir áhugamenn um keppnina hafa komið að máli við mig vegna þessa og ég heyri að menn eru uggandi.“ Spurningakeppni Grand Rokks hefur verið haldin í rúm 130 skipti og notið vinsælda frá upphafi. Margir þátttakenda mæta á hverjum föstudegi og oft eru þjóðþekktir menn í hlutverki spyrils. Nú er svo komið að síðustu fjórar keppnir verða taldar niður næstu föstudaga. Auk Kristins hafa Davíð Þór Jónsson þýðandi, Jón Proppé heimspekingur og Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður haft veg og vanda af umsjón keppninnar, en sá síðastnefndi setti hana á laggirnar á sínum tíma. „Við munum því sjá um þessar keppnir sem eftir eru,“ segir Kristinn. „Ég spyr á föstudaginn, þá Davíð, svo Jón og Freyr rekur lestina.“ Kristinn er hins vegar bjart- sýnn á að Drekktu betur eigi sér framtíð. „Ég vona vitaskuld að keppnin muni halda áfram. Ef svo verður leiðir tíminn í ljós hvort það verði á sama stað eða í nýjum húsakynnum.“ - bs KRISTINN KRISTJÁNSSON Segir framtíð keppninnar óvissa en er bjartsýnn á að hún geti haldið áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Óvíst um framtíð Drekktu betur FRÉTTIR AF FÓLKI Dómur Björns Inga Hrafnssonar um áramótaskaupið er í frekar „pólitískum“ anda. Hann segist ekki hafa verið sáttur með skaupið en geri sér grein fyrir því, líkt og í pólitíkinni, að einhverjir séu honum ósammála. „Mér fannst skaupið í heildina ekki nógu gott enda þótt í því hafi verið nokkur óborganleg atriði,“ skrifar frambjóðandinn á heimasíðu sinni. Hann lætur þess einnig getið að einhverjir stjórnmálamenn hafi ekki verið á sama máli en frambjóðandinn ætti nú að vera vanur því. Björn Ingi hefur þó ekki misst trúna á Áramótaskaupið heldur skrifar: „Ég verð samt fyrir framan skjáinn á næsta ári límdur við tækið ásamt fjölskyldunni og horfi í skaupið.“ Össur Skarphéðinsson fór á Bessastaði á nýársdag, eins og flestir alþingismenn, og lýsir á nokkuð skondinn hátt þegar hann hitti Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra en hann hafði fyrr um daginn verið sæmdur stórriddarakrossi. „Ég var ekki með gleraugun á nefinu en sá að það glitraði á eitthvað sem minnti á jólaskraut á bringunni á landbúnaðarráðherranum. Mér datt fyrst í hug að Guðni hefði að sveitasið faðmað frú Dorrit svo fast að einhvert djásnið hefði krækst í boðunginn á honum,“ skrifar Össur og heldur síðan áfram. „Ég fagnaði Guðna kollega vel en hann var þá eldrauður í framan og kom varla upp orði. Það hýrnaði yfir mér. Ég hélt að menn væru loksins farnir að veita sterkt í glösin á Bessó. En nýja árið byrjaði ekki svo vel.“ Össur lýsir því síðan þegar hann tekur eftir að það er stórriddarakrossinn sem hefur verið strengdur um hálsinn á Guðna. „Eins og band sem er reyrt yfir heypoka,“ skrifar Össur. „Hann hékk framan á honum niðurúr bláu reipi sem Ólafur Ragnar hafði - vonandi í ógáti - reyrt svo vandlega um háls ráðherrans í serimóníu fyrr um daginn að Guðni gat varla andað.“ Ásamt hinum rauðu tveggja hæða strætóum er ekkert jafn einkennandi fyrir Lundúnaborg og hinir svörtu leigubílar, að minnsta kosti ekkert sem getur tekið farþega um borð. Tveir rauðir strætóar hafa verið fluttir hingað til lands og er annar þeirra notaður til að ferja túrista (líklega suma komna frá London) á sumrin, en hinn er í eigu símafyrirtækisins Og Vodafone. Nú hefur Vodafone bætt um betur og einnig flutt inn breskan leigubíl. „Þetta var fyrst og fremst hugsað sem ágætis umhverfis- auglýsing,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Og Vodafone. „Við eigum eina rútu sem við notum sem stórt auglýsingaskilti og færanlega verslun ef það er einhver uppákoma. Við könnuðum möguleikann á því að kaupa leigubíl, og komumst að því að það var hægt að fá einn með stýrið réttum megin, en bílarnir eru einnig í notkun í Norður-Ameríku og Þýskalandi. Rútan var 25 ára gömul þegar við keyptum hana og hafði verið notuð til farþegaflutninga í London, en bíllinn er beint úr kassanum.“ Fyrirtækið LTI (London Taxis International) rekur sögu sína aftur til ársins 1919, en árið 1948 hófst framleiðsla á sem brátt urðu þekktir um allan heim sem eitt af einkennum London, enda voru bílarnir í fyrstu notaðir í London þó að smám saman hafi þeir dreifst um allar Bretlandseyjar og víðar. Árið 2002 kom nýjasta gerðin af leigubílnum á markað, sem nefnist TXII, en það er einmitt þessi tegund sem nú hefur ratað til Íslands. En hver eru helstu einkenni bílsins? „Hann er með dísilvél og hefur ótrúlega langan notkunartíma. Það er fátt í honum sem getur bilað nema ljósaperurnar. Hann getur tekið sex farþega, eða tveimur fleiri en aðrir leigubílar af venjulegri stærð. Bíllinn er mjög rúmgóður og farþeginn getur tekið allan sinn farangur með sér inn í bílinn án þess að þurfa að notast við skottið. Svo er rampur fyrir hjólastóla og sjálfvirk barnalæsing.“ Bíllinn er þó ekki ódýr. „Hann er á verði lúxusjeppa. Hann kom til landsins milli jóla og nýárs, og mun fara í almennan rekstur í byrjun febrúar þegar leigubílstjóri mun leigja bílinn. Þetta verður þá eini leigubíllinn í bænum sem mun einnig selja frelsiskort, þannig að fólk getur fyllt á símann í leiðinni.“ Ætlunin með bifreiðakaupunum er einnig að kynna nýja þjónustu, enda hefur bíllinn númeraplöturnar Live. „Þjónustan nefnist Vodafone live, og er það sem við köllum „virðisaukandi þjónustu“. Þú getur fengið mörkin niðurhlaðin beint í símann, eða fréttir frá NFS og Vísi, þú getur keypt hringitóna og leiki, fengið upplýsingar um hlutabréfin þín eða gengi gjaldmiðla. Nýju Og Vodafone Live símarnir eru þó ekkert dýrari en þeir gömlu, þar sem við getum nú keypt þá beint frá fyrirtækinu á afar hagstæðum kjörum,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðsins. ■ OG VODAFONE: KAUPIR BRESKAN LEIGUBÍL Lundúnataxar beygja betur MEÐ DÍSILVÉL OG TEKUR SEX FARÞEGA. HRÓSIÐ... ...fær Ólafur Sigurðsson frétta- maður sem hefur sest í helgan stein eftir langan og farsælan feril hjá RÚV. LÁRÉTT 2 stórt spendýr 6 í röð 8 spíra 9 vandlega 11 skóli 12 teygjudýr 14 helgimyndir 16 utan 17 runa 18 hafði sæti 20 klukkan 21 þriggja manna hljómsveit. LÓÐRÉTT 1 hvetja 3 hætta 4 dagatöl 5 draup 7 námskeið 10 rúm ábreiða 13 al 15 tigna 16 kærleikur 19 golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2 hval, 6 rs, 8 ála, 9 vel, 11 mk, 12 amaba, 14 íkona, 16 án, 17 röð, 18 sat, 20 kl, 21 tríó. LÓÐRÉTT: 1 örva, 3 vá, 4 almanök, 5 lak, 7 semínar, 10 lak, 13 bor, 15 aðla, 16 ást, 19 tí. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Björk Vilhelmsdóttir. 2 Guðjón Valur Sigurðsson handb. 3 Vestur-Virginíu Íhugar húsakaup á Íslandi Tarantino á Rex Kelaði við Rose úr þættinum Charmed DV2x10 4.1.2006 21:27 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.