Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 38
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR Þrír Íslendingar hafa unnið í ár að hönnun og framleiðslu eigin úra. Afraksturinn sem kallast JS Watch kom í úrabúð Gilberts í nóvember síðastliðinn en að fram- leiðslunni standa þeir Sigurður Gilbertsson úraframleiðandi, Júlíus Steinar Heiðarsson flug- maður og Grímkell Sigurþórsson margmiðlunarfræðingur. ,,Ég er úrasafnari og feðgarnir Gilbert úrsmiður og Sigurður Gilberts- son hafa verið að gera upp úr fyrir mig í gegnum árin,“ segir Júlíus Steinar. ,,Ég reifaði hug- myndina við þá að smíða eigið úr en þeir sögðu að það hefði aldrei verið gert áður og voru nokkuð skeftískir. Við ákváðum samt að láta reyna á það og töluðum við framleiðendur gangverka og úra- hluta. Eftir smá þref fengum við parta til að smíða úr og þetta tókst svo vel að við ákváðum að hanna okkar eigið úr,“ segir Júlíus og heldur áfram: ,,Svo sátum fyrir framan tölvuna hjá Kela og spunnum hugmyndir okkar saman þar til fyrsta úrið var komið. Við ákváðum að gera 100 eintök til að athuga áhuga fólks og það gekk framar björtustu vonum.“ Úrin hafa flest klárast og eru félagarnir farnir af stað með fleiri. ,,Kvenmannsúr eru næst á dagskrá ásamt sportlegri úrum. Svo er verið að biðja okkur um stærri gerðir svo ég myndi segja að það væru fjórar tegundir í vinnslu,“ segir Júlíus. Framleiðslan er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. ,,Ég held að allir úrsmiðir hafi sett saman allavega eitt úr en við hönnum partana sjálfir og stjórnum ferl- inu. Ekkert kemur frá sama stað, einn partur er til að mynda fram- leiddur í Þýskalandi og málaður í Bretlandi.“ Úraáhugann fékk Júlíus fyrir um sex árum síðan. ,,Ég vann í 13 ár hjá Atlanta og ferðaðist um allan heim. Fyrsta úrið, gamalt Omega- úr, keypti ég í London í Englandi. Síðan fór ég að lesa mér til svo að þetta vatt upp á sig og nú er áhugamálið að verða að vinnu og vinnan að áhugamáli.“ Það vakti athygli á dögunum að Quentin Tarantino og Eli Roth komu og keyptu sér báðir JS úr. ,,Við fengum tvo pósta frá Banda- ríkjamönnum í nótt sem vildu nálgast úrin eftir að hafa séð Tarantino með það. Ennfremur höfum við fengið um 5000 heim- sóknir á sólarhring á vefsíðuna okkar, www.jswatch.com, síðan við seldum honum úrið. Það er greinilegt að fólk fylgist með honum,“ segir Júlíus að lokum. mariathora@frettabladid.is Útsalan er hafin allt að 70% afsláttur F j a r ð a r g ö t u 1 3 - 1 5 • S í m i 5 5 5 - 4 4 2 0 Nýjasta gerðin af úrum sem nefnist A2 og stendur fyrir Automatic 200 en það er vatnshelt niður á 200 metra. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Íslensk úr frá grunni Ný úr er nefnast JS Watch hafa vakið mikla athygli. Þrír félagar úr ólíkum áttum standa að hönnun- inni og framleiðslu. Laugavegur 58 • 101 Reykjavík • S: 551-4884 Útsalan er hafin 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sigurður Gilbertsson, Gilbert Ó Guðjónsson, Júlíus Steinar Heiðarsson og Grímkell P Sigurþórsson með eitt úranna. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Gilbert að eiga við gangverk úrsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.