Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 54
5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR38
bio@frettabladid.is
Hryllingsmyndin Hostel verður
heimsfrumsýnd á Íslandi og
í Bandaríkjunum á morgun.
Nokkrir Íslendingar hafa þó
þegar fengið forskot á sæluna
því leikstjórinn, Eli Roth, og
einn framleiðendanna, Quentin
Tarantino, komu með myndina til
landsins í nóvember og sýndu hana
í lok kvikmyndahátíðarinnar IFF.
Hostel er sannkallaður „splatter“
þar sem pyntingar, limlestingar
og morð renna saman við kynsvall,
drykkju og eiturlyfjaneyslu aðal-
persónanna.
Roth leggur ekki mikið upp úr
því að bregða áhorfendum í Hostel,
en gengur hins vegar reglulega
fram af þeim með groddalegu
ofbeldi og sem dæmi má nefna að
hann notaði 570 lítra af gerviblóði
við gerð myndarinnar og Tarantino
lánaði honum útlimi sem brúðurin
hjó af andstæðingum sínum í Kill
Bill.
Eli Roth vakti verðskuldaða
athygli með frumraun sinni
Cabin Fever en sú hryllingsmynd
gaf subbuleg fyrirheit um að
með Roth væri kominn fram
á sjónarsviðið leikstjóri sem
myndi hrista verulega upp í
hryllingsmyndaflórunni. Roth
virðist hafa fullkominn skilning á
helstu eðlisþáttum hrollvekjunnar
og blandar ofbeldi, nekt og kynlífi,
skemmtilega saman. Hann er svo
algerlega í fluggírnum í Hostel
og ber brjóst og rassar taka
álíka mikið pláss á tjaldinu og
blóðsullið. Það breytir því þó ekki
að allt svínvirkar þetta og Hostel
svíkur ekki þá sem kunna að meta
þvottekta „splatter“.
Hostel fjallar um þrjá
bakpokaferðalanga, tvo Banda-
ríkjamenn og íslenska stuðboltann
Óla sem þvælast um Evrópu í
allsherjar sukkferð. Þeir eru
ekki síst á höttunum eftir kynlífi
og telja sig heldur betur komna
í feitt þegar þeir hitta vægast
sagt vergjarnar píur í Slóvakíu.
Gellurnar eru þó síður en svo allar
þar sem þær eru séðar og áður en
okkar menn vita af eru þeir komnir
í klærnar á glæpahyski sem býður
auðmönnum að pynta og drepa
fólk gegn veglegri greiðslu.
Eyþór Guðjónsson leikur
Íslendinginn Óla en Roth skrifaði
hlutverkið sérstaklega með
hann í huga. Það er langt síðan
Íslendingur hefur fengið annað
eins tækifæri í bíóbransanum og
það hlýtur að kitla þjóðarstoltið
að Eyþór muni á morgun birtast
í yfir 3.000 kvikmyndahúsum í
Bandaríkjunum í gulu 66°norður
úlpunni sinni með íslenska fánann
á öxlinni. ■
Limlestir kynlífsfíklar
JAY HERNANDES, EYÞÓR GUÐJÓNSSON OG DEREK RICHARDSON Ganga út í opinn dauðann
þegar þeir láta kynhvötina draga sig í sukkferð til Slóvakíu.
Leikstjórinn Tony Scott
er einn besti hasarmynda-
leikstjóri kvikmynda-
borgarinnar og á að baki
kvikmyndir eins og Top
Gun og True Romance.
Um helgina verður nýjasta
afurð hans frumsýnd en það
er kvikmyndin Domino sem
byggð er á sannsögulegum
atburðum. Úrvalslið leikara
leggur Scott lið í þessari
harðhausamynd sem hefur
fengið misjafna dóma.
Domino Harvey var til en hún var
dóttir leikarans Laurence Harvey
og fyrirsætunnar Sophie Wynn.
Að hætti Hollywood hefur sögunni
hins vegar verið lítillega breytt í
þágu listarinnar.
Þegar Domino var aðeins
átta ára féll faðir hennar frá og
móðir hennar reyndi að ala hana
upp eftir bestu getu. Domino var
andsnúin þeim lífsstíl sem henni
var boðið upp á og kærði sig
hvorki um glys né glaum fræga
fólksins. Ævintýraþrá stúlkunnar
var of mikil. Þegar Domino kemst
svo í óformlegt inntökupróf fyrir
verðandi hausaveiðara áttar hún
sig á að þetta er það sem hún
hefur verið að leita að. Stúlkan
verður yfir sig hrifin af þessari
vinnu, starfsfélögum sínum og
harðneskjulegu umhverfi, móður
sinni til mikils ama.
Domino verður hluti af
einhverju besta hausaveiðaragengi
Bandaríkjanna sem er skipað
þeim Ed Mosbey, Choco og Alf.
Saman elta þau uppi glæpamenn
á flótta undan réttvísinni og hafa
hendur í hári þeirra með heldur
óhefðbundnum aðferðum. Hróður
gengisins verður svo mikill að
sjónvarpsstöð ákveður að gera
um þau raunveruleikaþáttaröð og
það er ekki síst hinni snoppufríðu
Domino að þakka að vinsældir
þáttanna verða gríðarlegar. Þegar
þau standa á hátindi frægðar
sinnar lendir yfirmaður þeirra í
fjárhagskröggum og neyðist til að
etja þeim út í hættulegri verkefni
en áður. Ofan á þetta bætist að
alríkislögreglan hefur sitthvað
við starfsemi hópsins að athuga.
Tony Scott gerði fyrst vampíru-
myndina The Hunger snemma á
níunda áratugnum en þar voru þau
David Bowie og Susan Sarandon
í aðalhlutverkum. Stjarna leik-
stjórans reis þó hratt á síðari
hluta níunda áratugarins en þá
leikstýrði hann stórsmellunum
Top Gun og Beverly Hills Cop 2. Í
kjölfarið fylgdu síðan misgáfulegar
hasarmyndir en á fyrri hluta tíunda
áratugarins gerði Scott sínar tvær
bestu myndir: True Romance
eftir handriti Quentins Tarantino
og Crimson Tide með Denzel
Washington og Gene Hackman.
Það eru engir smáleikarar sem
birtast í misstórum hlutverkum í
þessari mynd. Mickey Rourke og
Keira Knightley leika aðalhlut-
verkin en þeim til halds og traust
eru stjörnur á borð við Christop-
her Walken, Menu Suvari, Macy
Gray og Lucy Liu. Þar að auki fer
Delroy Lindo með stórt hlutverk í
myndinni. - fgg
DOMINO OG FÉLAGAR Leikarabarnið Domino Harvey kveður lífsstíl hinna frægu og ríku og gengur til liðs við harðsnúna hausaveiðara.
Fyrirsætan með blóðbragðið
Þeir gerast ekki öllu svalari en Christopher Walken. Ef einhver
annar leikari hefði átt jafnmargar lélegar myndir á ferli sínum
væri hann sennilega kominn með hlutverk í sápuóperu eða
væri daglegur gestur á síðum slúðurblaðanna fyrir ólöglegt
athæfi. En ekki Christopher Walken.
Honum er fyrirgefið allt enda virðist óþrjót-
andi þörf fyrir leikarann.
Christopher Walken lærði ungur að dansa
og sýndi þá list í myndbandinu Weapon
of Choice sem Spike Jonze gerði við lag
Fatboys Slim fyrir skömmu. Á sínum yngri
árum tók hann þátt í fjölda söngleikja og
náði fljótt frama á því sviði. Hann hefur
reyndar alltaf haldið tryggð við leiksviðið og
hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir framlag
sitt á þeim vettvangi. Walken skaust síðan
óvenju hratt upp á stjörnuhimini hvíta
tjaldsins með frammistöðu sinni sem litli
bróðir Annie Hall í samnefndri kvikmynd
Woodys Allen. Hann tryggði sér sess meðal
þeirra bestu í myndinni The Deer Hunter eftir Michael Cimino,
en þar var Walken ógleymanlegur í hlutverki Nicks sem fær
taugaáfall í kjölfar veru sinnar í fangabúðum Víetnama.
Þótt næstu myndir hafi ekki verið í sama gæðaflokki og tvær
fyrrnefndu hefur Walken alltaf tekist að
minna á sig og ekki fallið í gleymskunnar
dá. Með reglulegu millibili tekst honum
að sýna hversu sterkur leikari hann er og
nægir þar að nefna King of New York, Pulp
Fiction, Catch Me If You Can og nú síðast
Wedding Crashers.
Það er í nógu að snúast hjá Walken um
þessar mundir, en hann leikur með Adam
Sandler og Kate Beckinsale í kvikmynd
eftir leikstjóra Wedding Singer, Frank
Coraci. Þá er hann um þessar mundir
viðstaddur upptökur á kvikmyndinni
The Man of the Year sem Barry Levinson
gerir. - fgg
Öll mistökin fyrirgefin
CHRISTOPHER WALKEN
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
Hostel
Internet Movie Database 6,5 / 10
Metacritic.com
Rottentomatoes.com 89% / Fersk
Domino
Internet Movie Database 5,6 / 10
Metacritic.com 5,0 / 10
Rottentomatoes.com 16% / Rotin
„I‘m the Anti-Christ. You got
me in a vendetta kind of mood.
You tell the angels in heaven
you never seen evil so singul-
arly personified as you did in
the face of the man
who killed you. My
name is Vincent
Coccotti.“
- Það gustaði af Christopher Walken í hlutverki
mafíósans Vincents Coccotti í True Romance sem gerð
var eftir handriti Quentins Tarantino.
> Ekki missa af ...
A Little Trip to Heaven
Þessi nýjasta mynd Baltasars Kormáks
hefur fengið prýðilegar viðtökur
gagnrýnenda og áhorfenda en um
8.000 manns hafa þegar séð myndina
sem var frumsýnd á öðrum degi jóla.
Baltasar teflir hér fram öflugu leikaraliði
með þau Forest Whitaker og
Juliu Stiles í broddi
fylkingar. Myndin var
tekin á Íslandi og
það fór ekki fram
hjá neinum þegar
stórstjörnurnar
komu til landsins.
Sem sagt
áhugavert og
spennandi
af ýmsum
ástæðum.