Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 12

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 12
12 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Jack Abramoff, sem um árabil var einn áhrifa- mesti hagsmunapotarinn í Wash- ington, játaði á þriðjudag á sig sakir í viðamikilli rannsókn á spillingu innan bandaríska þings- ins. Abramoff hefur samþykkt að gefa saksóknara upplýsingar um aðra sem taldir eru viðriðnir málið, og í staðinn á hann von á að fá vægari dóm en ella, eða níu og hálft til ellefu ár í fangelsi. Málið hefur vakið mikinn ugg meðal fjölmargra áhrifaríkra þingmanna innan Bandaríkja- þings, en talið er að um tuttugu þingmenn og aðstoðarmenn þeirra séu flæktir í málið. „Spillingar- vefurinn sem tengist Abramoff er mjög víðtækur og við munum halda áfram að rekja hann hvert sem hann leiðir okkur,“ sagði Alice Fisher, aðstoðardómsmála- ráðherra á blaðamannafundi. Einn þeirra er öldungardeild- arþingmaðurinn Tom DeLay, sem neyddist til að segja af sér sem leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Saksóknarar segja DeLay hafa þáð að minnsta kosti andvirði 3,5 milljóna króna í pólitískan stuðning frá Abram- off. Í málsskjölum kemur fram að skjólstæðingar Abramoffs hafi greitt eiginkonu eins aðstoð- armanna DeLays 50.000 dali, en þessi skjólstæðingar hans nutu góðs af því að frumvarp að nýjum lögum um heimildir til rekstr- ar fjárhættuspila á Netinu voru útvatnaðar þannig að yfirvöld fengu ekki eins rúmar heimildir til að stöðva slíkan rekstur eins og upprunalega stóð til. DeLay beitti sér gegn samþykkt upprunalega frumvarpsins. Ekki hefur fengist staðfest hvort George W. Bush Banda- ríkjaforseti hafi átt í persónuleg- um samskiptum við Abramoff, en áheyrn hjá forsetanum er meðal greiða sem talið er að hafi feng- ist fyrir þær greiðslur til áhrifa- manna í Repúblikanaflokknum sem Abramoff átti milligöngu um. - smk, aa Spilling á Bandaríkjaþingi Játningar Jack Abramoffs, sem um árabil var einn áhrifamesti lobbýistinn í Washington, í viðamikilli rann- sókn á spillingu innan Bandaríkjaþings valda nú miklum titringi þar á bæ, einkum í herbúðum repúblikana. JÁTAR SEKT Jack Abramoff yfirgefur dómsal í Washington á þriðjudag. Abramoff hefur játað sig sekan um samsæri, skatt- og póstsvik. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JARÐSKJÁLFTI Jarðskjálfti af styrk- leikanum 7,3 á Richterskvarða, samkvæmt bráðabirgðamælingu bandarísku jarðvísindastofnun- arinnar, varð undan Suður-Sand- wich-eyjum syðst í Atlantshafi í byrjun vikunnar. Engar vísbendingar voru um að skjálftinn hefði komið af stað flóðbylgju en fréttir af honum ollu þó því að þúsundir íbúa á strönd Srí Lanka - í þúsunda kílómetra fjarlægð - flýðu inn í land í örygg- isskyni, að sögn AP. Skjálftamiðjan er talin hafa verið á tíu km dýpi undir hafs- botni, 345 km suðaustur af Bris- tol-eyju, sem er í Suður-Sand- wich-eyjaklasanum sem heyrir undir Bretland. ■ Jarðhræringar í S-Atlantshafi: Skjálfti upp á 7,3 á Richter SUÐUR-SANDWICH-EYJAR Gervihnattamynd af Montagu-eyju í Suður-Sandwich- eyjaklasanum. Skjálftinn varð undir hafs- botni 345 km frá eyjunum.NORDICPHOTOS/AFP HÚSNÆÐISMÁL Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim til- mælum til kærunefndar fjöl- eignarhúsamála, sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins, að nefndin taki að nýju upp mál sem hún hafði úrskurðað í. Málsatvik eru þau að eigandi kjallaraíbúðar í fjölbýlishúsi lagði fram kvörtun vegna álits nefndarinnar um deilumál vegna innkeyrslu við húsið. Nefndin hafði úrskurðað að annar íbúi í húsinu, sem á bílskúr í enda innkeyrslunnar, hefði einn rétt til að leggja í innkeyrsluna þó að hún væri sameign allra eig- enda hússins. Sagði nefndin að bílskúrinn væri sérafnotaflötur bílskúrseigandans. Þetta sætti íbúi kjallaraíbúðarinnar sig ekki við og kvartaði til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður taldi að hugtakið sérafnotaflötur fyndist ekki í lögum og þá sagði hann að þau rök kærunefndarinnar, að bílskúrseigandinn hefði einn rétt til að leggja í innkeyrsluna, ekki samræmast lögum. Hann beindi því þeim tilmælum til nefndarinnar að hún tæki málið upp aftur. - sk Umboðsmaður Alþingis fjallar um nágrannaerjur í Reykjavík: Úrskurður kærunefndar rangur NÁGRANNAERJUR Íbúum fjölbýlishúss í Reykjavík kemur ekki saman um hvernig nýta eigi innkeyrsluna við húsið. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. FJARSKIPTI Póst- og fjar- skiptastofnun hefur ákveðið að fresta lokun NMT-farsímakerfis- ins til ársloka 2008. Engu að síður er stefnt að því að fyrir árslok 2007 verði búið að taka í gagnið á NMT-tíðnisviðinu nýja stafræna þjónustu. Tveir af þremur sem vilja bjóða nýja þjónustu segjast hafa hug á að keppa við þriðju kynslóð farsímakerfis um fjar- skipti í dreifbýli. Stofnunin hefur tilkynnt Símanum um frestunina, en ákvörðunin er sögð byggjast á viðbrögðum við umræðum um framtíðarnotkun tíðnisviðsins sem stofnað var til í haust. Alls bárust níu umsagnir þar sem þrír sögðust hafa áhuga á að byggja upp nýtt fjarskiptanet. NMT- kerfið hefur helst verið notað af sjómönnum og svo þeim sem mikið ferðast utan dreifbýlis. Til greina kemur að NMT- kerf- inu verði lokað fyrr, ef ljóst verð- ur að nýtt fjarskiptakerfi verði tilbúið, en það verður þá að liggja fyrir í lok þessa árs, að því er fram kemur í bréfi Póst- og fjarskipta- stofnunar til Símans. „Ef NMT- 450-þjónustan verður starfrækt eftir 31. desember 2007 hyggst Póst- og fjarskiptastofnun gefa út sérstaka tímabundna tíðniheimild vegna þeirrar starfsemi. Sú tíðni- heimild yrði þrengri en núgild- andi heimild þar sem nauðsynlegt er að samkeyra NMT- þjónustuna og hina nýju stafrænu þjónustu í einhvern tíma,“ segir talsmaður stofnunarinnar. - óká Lokun NMT-kerfisins frestað til ársloka 2008: Stafræn þjónusta mun taka við TRILLA Á SJÓ Þeir sem mikið ferðast utan þéttbýlis hafa helst notað NMT-farsímakerfið. PFS vill gera ráðstafanir svo að notendum standi ávallt til boða langdræg farsímaþjónusta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Upp komst um sænskan innbrotsþjóf þegar hann hringdi óvart í lögregluna að sögn Dagens Nyheter. Maðurinn braust inn á heimili en sonur eigendans var heimavið og hringdi úr farsíma í lögreglu en þjófurinn varð hans var og hirti af honum símann áður en hann hafði sig á brott. Þegar hann ætlaði að nota símann studdi hann óvart á endurval og fékk samband við lögregluna. Honum brá og fleygði símanum frá sér en gleymdi að slökkva á honum þannig að lög- reglan heyrði hann kalla á leigu- bíl og náði honum fljótt. ■ Seinheppinn þjófur: Hringdi óvart í lögregluna Á FLÓTTA Mæðgur af hamfarasvæðinu í pakistanska hluta Kasmír bíða eftir neyðaraðstoð í flóttamannabúðum í Muzaffarabad í gær. Vetrarveður hrekur nú marga sem lifðu af jarðskjálftann mikla í haust niður úr fjöllunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.