Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2006 29 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] iICEX-15 5.720 +1,17% Fjöldi viðskipta: 821 Velta: 9.888 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 51,70 +2,80% ... Atorka 6,50 +1,60% ... Bakkavör 51,40 +0,00% ... Dagsbrún 6,06 +0,50% ... FL Group 20,00 +3,10% ... Flaga 4,61 +0,00% ... Íslandsbanki 18,50 +2,80% ... KB banki 772,00 +1,20% ... Kögun 60,90 -0,80% ... Landsbankinn 26,10 +0,00% ... Marel 66,80 +2,80% ... Mosaic Fashions 19,00 -0,50% ... SÍF 4,05 -1,00% ... Straumur-Burðarás 16,50 +2,50% ... Össur 115,50 -0,40% MESTA HÆKKUN FL Group +3,09% Íslandsbanki +2,78% Marel +2,77% MESTA LÆKKUN Mosaic -1,57% Icelandic Group -1,05% Dagsbrún -1,00%x,xx% Ísland hækkar um þrjú sæti á lista yfir frjálsustu hagkerfi heims. Á lista yfir frjálsustu hagkerfi heims er Ísland í fimmta sæti. Sé einungis horft til Evrópu og Bandaríkjanna er Ísland í þriðja sæti fyrir neðan Írland og Lúxem- borg. Hækkar landið um þrjú sæti á milli ára. Hong Kong er eins og í fyrra í fyrsta sæti. Heritage Foundation og við- skiptablaðið The Wall Street Journal standa árlega að útgáfu frelsisvísitölu þar sem gefin er einkunn fyrir ákveðna þætti efna- hagslífsins í 161 landi. Er þetta í tólfta sinn sem það er gert. Minni skattbyrði á einstaklinga og fyrirtæki, lítil þátttaka ríkis- ins í atvinnulífinu og góð stjórn peningamála eru liðir sem hækka Ísland á listanum. Vegur það upp á móti því að landið fær lægri ein- kunn en áður fyrir takmarkanir á fjárfestingum útlendinga hér á landi, sérstaklega á fasteignum og í sjávarútvegi. Með því að innleiða reglur Evrópusambandsins um milli- ríkjaviðskipti og auka útgjöld rík- issjóðs datt Eistland niður listann. Danmörk og Svíþjóð fengu líka verri útkomu í ár. Þýskaland var nú flokkað með frjálsum hagkerfum í fyrsta skipti og Bandaríkin með tíu frjálsustu hagkerfunum, en landið var í tólfta sæti í fyrra. Af 45 löndum í Evrópu og Norður-Ameríku fengu 33 betri einkun í ár en tíu verri. Sé horft á öll löndin 161 eru hagkerfi 99 þeirra frjálsari í ár miðað við í fyrra. Fimm standa í stað. Unnið er með tölur frá árinu 2004 og þær samræmdar milli landa. - bg Hagkerfi Íslands það fimmta frjálsasta í heimi„Líklegasta framvindan í geng- ismálum er sú að því styrkingarferli krónunnar sem hófst við upphaf núverandi stóriðjuframkvæmda í ársbyrjun 2002 sé lokið. Þegar litið er á árið í heild mun krónan líklega leita smátt og smátt til baka,“ segir Björn R. Guðmundsson, sérfræð- ingur í greiningardeild Landsbank- ans. Í nýútgefnu riti greiningardeild- ar bankans; Efnahagsmál og skuldabréfamarkaður, kemur fram að gengisvísitalan verði komin nálægt 120 stigum í lok árs og að fram undan sé nýtt gengistímabil þar sem vísitalan verði á bilinu 105 til 120 stig. Vísitalan stendur nú í tæpum hundrað og fimm stigum. Telur greiningardeildin að áhrif- in af útgáfu erlendra skuldabréfa sem koma á gjalddaga seinni hluta árs 2006, auk mikils viðskiptahalla við útlönd, muni breyta andanum á markaðnum og grafa undan styrk- leika krónunnar. Sá fyrirvari er þó settur að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og auknar erlendar skuldir kunni að tefja veikingarferlið. - jsk Styrkingarferli krónunnar lokið Gengi dollarans gagnvart evru og yeni lækkaði tvo fyrstu við- skiptadaga ársins. Helsta ástæða lækkunarinnar er talin sú að þegar Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði vexti í desember síð- astliðnum var gefið til kynna að vaxtahækkunartímbili bankans væri lokið. Síðustu upplýsingar um framleiðslu ollu einnig von- brigðum og var það til að veikja dollarann frekar, segir í Financial Times. Seðlabankinn hefur hækk- að vexti þrettán sinnum í röð og er það talið mikilvægasti þáttur- inn í því að dollarinn hefur hækk- að um 15,2 prósent gagnvart evru og yeni á árinu 2005. Sérfræð- ingar segja dollarann nú veikan því búist er við að evrópski seðla- bankinn muni hækka vexti nú í janúar. Dollarinn veikist Búist er við að gengi dollarans muni lækka á árinu. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Því styrkingarferli krónunnar sem hófst við upphaf yfirstand- andi stóriðjuframkvæmda árið 2002 kann að ljúka á árinu. Hlutabréf í bresku tískuverslan- akeðjunni Next hækkuðu mikið í Kauphöllinni í London eftir að félagið sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun. Félagið segir að hagnaður fyrir árið 2005 verði á bilinu 435-450 milljónir punda, eða um fimm- tíu milljarðar króna, sem er ofar væntingum markaðsaðila. Einnig kemur fram að sala félagsins jókst um tíu prósent frá ágústbyrjun til aðfangadags miðað við sama tíma í fyrra. Vöxturinn kemur að miklu leyti til vegna nýrra verslana. Án tilkomu þeirra dregst velta Next saman um fáein prósent.- eþa Next hækk- ar í verði Frjálsustu hagkerfi heims 1. Hong Kong 2. Singapúr 3. Írland 4. Lúxemborg 5. Ísland 5. Bretland 7. Eistland 8. Danmörk 9. Ástralía 9. Nýja-Sjáland 9. Bandaríkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.