Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 58
42 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR ,,Ég hef dvalið töluvert í Rússlandi um jól og áramót,“ segir frétta- maðurinn og ferðafrömuðurinn Haukur Hauksson sem færir okkur rússneska uppskrift í þessari viku. Beðinn um að lýsa jóla- og ára- mótastemningunni þar í landi segir Haukur að áramótin séu meiri almenn hátíð þar í landi. ,,Jólin eru meiri trúarhátíð í Rússlandi heldur en áramótin. Þau eru haldin 6. janúar þar sem rússneska rétt- rúnaðarkirkjan er tveimur vikum eftir á í tímatali sínu. Þeir notast við júlíanska tímatalið á meðan við notum hið svokallaða gregoríanska tímatal.“ Að sögn Hauks eru Rúss- ar mjög hrifnir af hlaðborðum yfir jólahátíðarnar. ,,Þar eru á boðstóln- um síld, kjöt og pylsur. Þar er einn- ig mikil salatmenning og svo eru Rússarnir einnig miklir súpumenn. Þeim finnst pakkasúpur algjört bull og vitleysa og leggja mikið upp úr öflugum og matarmiklum súpum, sama hvort það eru fiskisúpur eða kjötsúpur. Þetta hefur maður lært og er kominn upp á lag með.“ Haukur segist elda þó nokkuð sjálfur. ,,Ég hef alltaf haft gaman af því að elda góðan mat. Svo opnuðust nýjar víddir þegar ég kom þarna út í fyrsta sinn. Það er nefnilega svo margt sem þeir gera öðruvísi en við. Til dæmis eru Rússar mjög hrifnir af sjávaraf- urðum, reyndar eins og Íslending- ar. Til dæmis elda þeir rækjuna í skelinni og svo er ákveðin íþrótt að hreinsa hana úr. Svo hefur löngum verið hefð hjá Rússunum að borða rækjur í gufubaði. Þá fer maður í gufubað með félögunum og keyptur er stór pottur af rækj- um. Svo sitja menn við og eru að pilla þessa rækju og drekka bjór með. Svo er þess á milli farið í gufubaðið. Þegar menn eru orðn- ir alveg gegnsoðnir fara þeir í ískalda sundlaug. Þetta er stór þáttur í menningu Rússanna og það er ákaflega gaman að þessu.“ Spurður um hina miklu vodka- drykkju Rússa segir Haukur að hún sé ríkur þáttur í þeirra menn- ingu. ,,Það er mjög mikið um það að vodki sé drukkinn með mat og á kvöldin. Karlmenn drekka aðal- lega vodka og bjór. Einnig drekka þeir töluvert af kampavíni enda eiga þeir margar góðar tegund- ir af því. Oft er það nú þannig að karlmenn drekka vodka og konur þá kampavín,“ segir Haukur sem gefur uppskrift af síldarréttinum ,,Shuba“ (orðið þýðir reyndar pels en ekki er vitað hvernig rétturinn fékk það nafn). 1. Soðnar kartöflur eru skornar í teninga og settar neðst í stórt fat. 2. Best er að hafa saltsíld beint úr tunnunni sem viðkomandi flakar sjálfur og sker flökin í bita. 3. Laukur, smátt skorinn, er settur yfir síldina, gott er að hella smá sól- blómaolíu yfir laukinn. 4. Harðsoðin egg skorin smátt og sett lag af þeim yfir. 5. Lag af majonesi sett yfir. 6. Rauðrófur soðnar og skornar mjög smátt, þær settar í þykku lagi yfir allt og setja má rifinn ost efst. Þessi réttur er borinn fram á hlað- borði og nýtur ávallt mikilla vin- sælda, ekki síst á jólunum þegar Rússar og aðrir meðlimir rétt- trúnaðarkirkjunnar halda jólin að kvöldi 6. janúar. Þá lýkur föstunni sem staðið hefur í um einn mánuð en að lokinni föstu má borða kjöt, fisk, mjólkurafurðir og drekka vín. Á föstunni er bara leyfilegt að borða grænmeti og jurtafæðu. Rússar pilla rækjur í gufubaði > Ekki gleyma ...ævintýramennskunni og prófaðu nýjar kryddtegundir á allar tegundir matar. Hvaða matar gætir þú síst verið án? „Ég borða mjög mikið og mjög fjölbreytta fæðu þannig að það er erfitt að benda á eitthvert eitt. Kaffi, alveg örugglega og ég gæti líklega ekki verið án kjöts.“ Er einhver matur sem þér finnst vondur? „Creme brulée finnst mér mjög vont ásamt litlum skömmtum af mikið skreyttum mat. Ef ég fæ mat sem ég á að horfa á þá verð ég mjög reiður.“ Fyrsta minningin um mat? „Ég er úr sveit og það er mér í fersku minni þegar ég eignaðist rollu sem eignaðist síðan lömb. Það fannst mér merkilegt þegar ég áttaði mig á því að öll lömb- in sem fæddust yrðu skotin að hausti og ég fengi peninginn. Þetta var mér mjög mikilvægur lærdómur um fæðukeðjuna að þegar lamb fæðist þá borðar þú það árið eftir.“ Besta máltíð sem þú hefur fengið? „Ég ætla að segja innbakaður nautavöðvi um áramótin 1992 í Stykkishólmi.“ Leyndarmál úr eldhússkápn- um? „Þú myndir finna besta hráefni sem völ er á í heiminum beint úr sveitinni frá foreldrum mínum. Það er til dæmis lamb, naut, silungur og lax svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? „Ég hugsa að það sé ísbúðin á Hagamel sem verði fyrir valinu. Þar fæ ég mér einn ís upp á gamla mátann, í brauðformi.“ Hvað áttu alltaf í ísskápnum? „Sultur frá mömmu, bæði rabarbara- og bláberjasultur.“ Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt mynd- ir þú taka með þér? „Ég myndi taka með mér söl. Söl eru þang úr sjónum sem maður getur keypt í búðum og innihalda öll næringarefni sem þú þarft á að halda í réttum hlutföllum.“ Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? „það hlýtur að vera þjóðarréttur Litháa. Ég veit ekki einu sinni alveg hvað þetta var en þeir baka allt inn í kartöflur og fylla þær af alls konar sulli. Ég man ekki einu sinni nafnið á réttinum en hann var mjög skrítinn.“ MATGÆÐINGURINN GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON LEIKARI Á alltaf sultur í ísskápnum Bear Crossing er heiti á vínlínu frá ástralska vínfyrirtækinu Angove´s. Flöskurnar bera merki Australian Koala Foundation, samtaka til verndar kóala- björnum en þessi smávöxnu og v i n a l e g u p o k a d ý r eru í mik- illi útrým- i n g a r h æ t t u . Hluti andvirðis af hverri seldri flösku rennur til sjóðsins og hefur þetta framtak vakið mikla athygli náttúruunn- enda. Miðinn á flöskunni líkist varúðarskiltunum sem eru sett upp við þjóðvegi sem kóalabirnir eru gjarnir á að þramma yfir. Angove´s Bear Crossing Cabernet/Merlot vínið hefur vakið athygli og þykir þessi þrúgnasamsetn- ing mjög fersk. Má drekka með flestum k j ö t r é t t - um, pitsu og ýmsum ostum, einnig mjög gott eitt og sér. Vínið var kynnt á sérstöku tilboðsverði fyrir jólin og verður svo áfram um sinn. Lækkað verð í vínbúðum 990 kr. BEAR CROSSING: Kóalabjörninn áfram á kynningarverði HAUKUR Hefur dvalið í Rússlandi og tileinkað sér matarvenjur Rússa að nokkru leyti. Suður-afrísk vín hafa náð miklum vinsældum hér- lendis undanfarin ár. Þau eru jafnan kraftmikil og bragðrík en meginástæðan fyrir vinsældunum er eflaust hagstætt verð. Þótt suður-afrísk vín séu til- tölulega ný hér á landi eru framleiðendur þarlend- is engir nýgræðingar í víngerð. Nederburg er eitt stærsta vínhús landsins og á meira en 200 ára sögu. Nederburg hefur hlotið fleiri alþjóðleg verðlaun en nokkur önnur víngerð í landinu og verið í farar- broddi í nýjungum. Nederburg Shiraz Pinotage hefur fengið góðar viðtökur á Norðurlöndunum og fengið góða dóma í blöðum í Danmörku. Má nefna að Vinavisen gaf því fimm stjörnur eða hæstu einkunn. Um áramótin lækkaði innflytjandi vínsins verðið á því um 100 kr. vegna hagstæðra samninga við framleiðandann. Tilboðsverð í vínbúðum 990 kr. NEDERBURG: Fimm stjörnu vín lækkar í verði  .. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. V Ð   S SMS ÐBTC BGF  Ð    Ð.H . V      T B GDVD  • C C   maturogvin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.