Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2006 Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 OFURÚTSALA ALLT AÐ 65% AFSLÁTTUR Leður sófasett 3ja sæta + 2 stólar frá kr. 99.000 Borðstofuhúsgögn og skenkar úr gegnheilu tekki á frábæru verði Opnunartími: Virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Sunnudaga frá kl. 13-16 Árlega safnar Reykjavíkurborg þúsundum jólatrjáa af götum borgarinnar. Mikilvægt er að koma jólatrénu fljótlega út því hreinsunarstarf stendur aðallega í vikunni eftir þrett- ándann. Jólin enda formlega á morgun og er hugað að því á mörgum heimilum að henda jólatrénu. Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa undanfarin ár séð um að farga þessum trjám. Theodór Guðfinnsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að söfnunarstarfið hefjist venjulega strax vikuna eftir þrettándann. ,,Við höfum aðallega lagt áherslu á þá viku en síðan hafa menn verið að rekast á tré alveg fram undir páska og taka þau þá upp. Auðvitað mundum við gjarnan vilja ná að safna þessu saman á einni viku en fólk ætlast til þess að við tökum þessi tré upp jafnvel þó auglýstur tími sé löngu liðinn. Það er mjög mikilvægt að fólk sem vill nýta sér þessa þjónustu sé vakandi,“ segir Theodór. Theodór segir að ýmis vandkvæði hafi hlotist af lausum trjám í miklum vindi. Fjúkandi jólatré hafi til dæmis fokið á bíla og fleira og jafnvel valdið töluverðum skaða. Theodór segir að oft sé borginni eða viðkomandi bæjarfélagi þá kennt um skaðann. ,,Ef við vitum um einhver tré fjúkandi í hverfum en látum það afskiptalaust fellur ábyrgðin að sjálfsögðu á okkur en ef við vitum ekki af fjúkandi tré og enginn lætur okkur vita getum við ekki tekið ábyrgðina. Það þarf að tryggja það að trén valdi ekki einhverju tjóni og þess vegna er mikilvægt að þau séu tiltæk til hreinsunar í þeirri viku sem hreinsunin hjá okkur fer fram.“ Theodór segir að Gáma- þjónustan taki við trjánum og búi til úr þeim moltu, sem er jarðvegsbætandi mold, en Gámaþjónustan kaupir trén af Reykjavíkurborg. Theodór segir afar erfitt að áætla nákvæmlega hversu mörg tré þetta séu sem borgin taki upp af götunni eða hversu margir gámar af jólatrjám fari. Líklegast eru trén milli 10- 20 þúsund sem fara í nokkra tugi gáma en það liggur þó ekki fyrir að sögn Theodórs. steinthor@frettabladid.is Út með jólatrén Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Á morgun er þrettándinn. Mörgum finnst tómlegt um að lítast þegar jólatrén og jólaskreytingarnar rjúka út úr stofunum og hinn grái hversdagsleiki tekur við á ný. En nú er einmitt tíminn til að sporna við grámanum. Grænar og glaðlegar pottaplöntur standa okkur til boða í miklu úrvali og geta gert mikið til að lífga upp á heimili okkar og vinnustaði um leið og þær bæta vellíðan okkar til mikilla muna, leynt og ljóst. NASA og geimferðirnar Undanfarna áratugi hafa verið gerðar ítarlegar rannsóknir á þýðingu grænna innanhússplantna, þ.e. þeirra plantna sem við köllum í daglegu tali potta- plöntur. Áherslur hafa verið lagðar á að meta hvert gildi þær hafa fyrir fólk í heimahúsum, skrifstofum, sjúkrastofn- unum og, en ekki síst, í geimferðum. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, var lengi í fararbroddi þessara rann- sókna og gekk úr skugga um það, að pottaplöntur skiptu miklu máli í vist- kerfi geimferja og geimstöðva. Fyrst og fremst með því að draga úr rafmeng- un (þ.e. þær binda skaðlega plús- jóna og sleppa hollari mínus-jónum) í vistarverum geimfaranna og stuðla að hreinsun og endurnýjun andrúms- loftsins í geimskipunum auk þess að halda loftrakanum í jafnvægi. Nokkrir einfaldir gróðurkassar með dagslýs- ingu og loftskiptibúnaði hafa sparað NASA tugmilljónir bandaríkjadala, sem annars hefði þurft að fjárfesta í dýrum, fyrirferðarmeiri, orkufrekari og þyngri tækjakosti. Tove Fjeld – norsk, heimsfræg og hávísindaleg Þótt margir háskólar um víða veröld hafi sinnt rannsóknum af þessu tagi og dregið ærið margt forvitnilegt og jákvætt fyrir potta- plönturnar fram í dagsljósið, þá ber hæst rannsóknir dr. Tove Fjeld, prófess- ors við Umhverfis- og líftækniháskól- ann í Ási í Noregi. Undanfarna áratugi hefur hún skoðað og metið starfs- umhverfi í ýmsum stór f y r i r tækjum, bæði í Noregi og annars staðar. Dr. Fjeld fylgdist með starfsfólki fyrirtækj- anna í nokkra mán- uði á hverjum stað. Setti á það mæli- tæki sem skráðu ýmis ósjálfráð atriði, svo sem blóðþrýst- ing, húðhita og húðraka, hjartslátt og öndun. Jafnframt lagði hún fram próf til að meta einbeitingu, næmni, afköst og úthald. Fjarvistir vegna van- líðunar, höfuðverkja og sjónvandræða voru einnig samviskusamlega tíund- aðar. Að auki voru allir umhverfisþætt- ir, svo sem loftraki, rafjónun, hiti og hlutfall lofttegunda í andrúmsloftinu mældir með síritum. Á miðju tímabilinu var regla að setja pottaplöntur inn í starfsstöðvarnar og var magn þeirra og fyrirkomulag reikn- að út eftir ákveðinni formúlu. Betri tíð Þegar pottaplönturnar voru komnar til sögunnar breyttist margt: Fjarvistum fækkaði. Einbeiting batnaði. Afköst jukust. Húðþurrkur og augnsviði voru úr sögunni. Starfsánægja, hugarró og almennt jafnvægi glæddist. Bein áhrif á umhverfið voru þau að loftraki hækkaði, mikið dró úr rykmengun og, merkilegt nokk, var oftast beðið um að húshitinn væri lækkaður um tvær eða þrjár gráður. Þar sýndi sig strax, í lækkuðum kyndingarkostnaði, beinn fjárhagsábati fyrir fyrirtækin. En almennt voru niðurstöðurnar af plöntuvæðingunni þessar: Blóðþrýstingur starfsfólks lækkaði, skv. blóðmælingum dró úr stresshormónum, námsgeta og úthald magnaðist. Neistaflug frá statísku rafmagni var ekki lengur að ergja fólk. Þreyta og vinnuleiði voru á bak og burt og flestir hlökkuðu til að takast á við ný verkefni á nýjum vinnudegi. Hollt innanhússumhverfi - pottaplöntur leysa málið Jólatré geta valdið tjóni ef þau eru skilin eftir laus í miklu vindaveðri. Klassa gæsadúnsængur (1200 gr) fyrir unglinga og fullorðna. Verð 8.600 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.